Ríkisstjórnin fær fyrsta hólið!!!

Þar sem mér finnst að allir eigi að njóta sanngirni verð ég að hrósa ríkisstjórninni fyrir þetta framtak.

Ég hef aldrei verið hrifinn af ríkisstyrkjum og ekki séð tilganginn með því að vera að borga mér fyrir að ala upp mín börn. Ég hefði gjarna viljað að þessir peningar færu til þeirra sem á þyrftu að halda, ég hef ávallt verið matvinnungur og getað séð vel fyrir mér og mínum. Opinberir styrkir í formi barnabóta er óþarfa bruðl handa sjálfbjarga fólki.

Það á að styðja þá sem ekki geta séð sér farborða sökum fátæktar eða sjúkleika, vitanlega vil ég ekki að saklaus börn líði skort.

En svona hafa stjórnmálamenn því miður hagað sér, verið að ausa fé til fólks til að auka vinsældir sínar.

Ég vil ganga lengra og afnema þær með öllu.

Þegar ég ólst upp þá var faðir minn eina fyrirvinnan. Við vorum þrír bræður og bjuggum í sextíu fermetra íbúð öll fimm. Þetta var gott líf þótt við hefðum oft þurft að fá okkur aðeins minna á diskinn síðustu daga mánaðarins og aldrei fengum við neitt umfram brýnustu nauðsynjar.

Það voru engar barnabætur þá, faðir minn var á lágum launum, samt gekk þetta upp. Nútímafólk er vant svo miklum lúxus að frekjan er orðin allt of mikil.  Heilbrigt og gott fjölskyldulíf ásamt góðum skammti af kærleik og blíðu, ég naut þess svo sannarlega í æsku þótt lítið hafi verið um peninga.

Fólk þarf að læra að skilja það, að við búum í litlu landi þar sem tekjur eru ekki miklar. Þess vegna þurfa sem flestir að bjarga sér upp á eigin spýtur.

Við höfum góða möguleika á því að verða rík í framtíðina ef við nýtum mannauðinn og erum vinnusöm og lærum að spara.

Ég hvet ríkisstjórnina til að gera m,eira af því að skera niður óþarfa kostnað, en sjái jafnframt til þess að börn þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. 


mbl.is Barnabætur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú segir "Það voru engar barnabætur þá, faðir minn var á lágum launum, samt gekk þetta upp."

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér mér sýnist þú vera á þeim aldri þá fengu foreldrar greitt með börnum sínum. Hvort sem þér likar betur eða verr. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 2.10.2010 kl. 01:54

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér fyrir ábendinguna Sólveig, það getur vel verið að foreldrar mínir hafi fengið greiddar barnabætur og hafi ég haft rangt fyrir mér, þá biðst ég afsökunar.

En stundum grípur maður til einhverra dæma sem engu máli skipta í heildarmyndinni, vissulega skal rétt vera rétt, en það hvort foreldrar mínir hafi fengið bætur með okkur bræðrum eður ei, það er ekki stóra málið.

En mér líkar það vitanlega betur að vita til þess að foreldrar mínir hafi fengið bætur, þau áttu virkilega litla peninga.

Það sem er höfuðatriðið í mínum pistli er, að mér er illa við bætur, persónulega. Ég hef verið atvinnulaus í þónokkurn tíma fyrir mörgum árum. Mér kom ekki til hugar að óska eftir bótum, ég náði að skrimta þennan tíma.

Ríkið á nefnilega ekki að vera að hjálpa heilbrigðu fólki, það á að hjálpa þ.eim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.

Styrkir til manna eins og mín er ekkert annað en óþarfa bruðlþ

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: halkatla

Nú ert þú sjómaður og þar af leiðandi í einni hæst launuðu stétt landsins, ertu viss um að þú getir sett þig í spor t.d konu sem vinnur við umönnun og fær greitt rétt um 130 þúsund á mánuði og hefur fyrir tveimur börnum að sjá?

halkatla, 2.10.2010 kl. 13:42

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Pirrhringur, já það get ég auðveldlega og ef þú hefur lesið pistilinn þá fjallar hann um það fólk sem getur séð fyrir sér eins og ég, jafnframt nefndi ég það, að ríkið ætti að sjá til þess að börn ættu ekki að líða skort.

Ég hef nefnilega þurft að sjá fyrir fjölskyldu í láglaunastarfi til sjós, það er nefnilega ekki alltaf á vísan að róa í þeim efnum.

Ég hef bæði upplifað tímabil sem ég hef haft góðar tekjur, mjög góðar tekjur sem og akkúrat engar tekjur.

Þeir sem hafa lægstar tekjur eiga að fá bætur, ég hélt að það hafi komið framhjá mér í pistlinum. En það er semsagt mín skoðun.

Núna tala allir um há laun sjómanna, það er rétt þau eru frekar há um þessar mundir.

En færri vita um þá launalækkun sem sjómenn þurftu að þola þegar gengið var sem hæst, en þá var nær ómögulegt að manna fiskiskip og margir sem komu um borð voru stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 14:56

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Stundum held ég að margir þeir sem rita athugasemdir lesi ekki það sem þeir eru að fjalla um.

Í svari mínu til Sólveigar Þóru sagði ég að það væri gott að foreldrar mínir hefðu fengið bætur á sínum tíma, það hlýtur að segja eitthvað.

Ég var oftast í tómu basli í fjármálum, þótt vissulega hafi komið góðir tímar á milli, þar til ég var kominn nálægt fertugu, síðan þá hef ég haft það nokkuð gott sem betur fer.

Ég á fimm börn og þegar við eignuðumst yngsta barnið árið 2003 þá gat ég fengið barnabætur. Á þeim tíma hafði ég ekki mjög góðar tekjur, rétt í meðallagi.

Samt vildi ég ekki sjá neitt fæðingarorlof, heldur tók ég mér tímabundið leyfi frá störfum, launalaust.

Vuið þurfum að þekkja það samfélag sem við lifum í. Lítið samfélag kallar á meira framlag frá fleirum, kjarninn í þessu er sá að menn eiga að þiggja eins lítið frá hinu opinbera og kostur er.

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband