Hvenær verður öndunarvélin tekin úr sambandi?

Ríkisstjórninni má líkja við sjúkling sem haldið er sofandi í öndunarvél, en sökum þráhyggju þá vilja aðstandendur hennar ekki að hún sé tekin úr sambandi.

Jafnvel þótt heilinn sé dauður og hjartað löngu hætt að slá.

Gaman væri ef einhver fróður einstaklingur gæti bent á verri stjórn frá upphafi siðmenningar.

Ekki hefur heyrst af ríkisstjórn, mér vitanlega, sem er svo lömuð vegna skorts á sjálfstrausti, að hún gerir hvað sem er til að þóknast öðrum ríkjum, af einskærum ótta. Hvaða ríkisstjórn önnur hefur fullyrt það að hún geti alls ekki stjórnað sjálf, þurfi þar af leiðandi að leita stuðnings frá stóru ríkjabandalagi?

Ekki veit ég heldur til þess, að ríkisstjórn önnur hafi tekið við völdum, þegar fjármagn er af skornum skammti og brugðið fæti fyrir útflutningsatvinnuvegi.

Harðstjórar heimsins og algrimmustu þjóðarleiðtogar veraldarsögunnar hafa þó allir eitt fram yfir þessa ríkisstjórn, þeir héldu þó allavega málstað eigin þjóðar á lofti í samskiptum við erlend ríki og komu ekki í veg fyrir að útflutningsatvinnuvegirnir gætu blómstrað.

Þeim er raunar vorkunn, þau festust í hugarfari því sem þekktist á tímum útrásar og trúa því að lánsfé sé lykill hagvaxtar. En það gerir hana alls ekki hæfari, þvert á móti margfalt vanhæfari.

Geti enginn bent á vanhæfari ríkisstjórn í veraldarsögunni, þá hlýtur "hin tæra vinstri stjórn" þann vafasama titil.

Þá er nú kominn tími til að kippa öndunarvélinni úr sambandi strax.


mbl.is Telur óvíst að stjórnin lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi strax á morgun eða hinn, í síðasta lagi fyrsta virka dag eftir áramótin...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.12.2010 kl. 00:43

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Jóna Kolbrún.

Jón Ríkharðsson, 29.12.2010 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband