Ásættanleg niðurstaða.

Ég tel að dómurinn yfir níumenningunum sé ásættanlegur, enginn hlaut harðan dóm, en þetta er þörf áminning til þjóðarinnar.

Það er ekki hægt að segja að einbeittur brotavilji hafi ráðið för hjá unga fólkinu, því vafalaust telst ekkert af þeim beinlínis til glæpamanna.

Þegnum þessa lands ber undatekningarlaust að virða lög og reglur sem í gildi eru. Nú er það óumdeilt, að fyrirmælum lögreglu ber hverjum manni að hlíta, að neita því varðar við lög.

Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar og því ber okkur bera virðingu fyrir alþingi sem stofnun, menn geta haft sínar skoðanir á getu og hæfni þingmanna, en það breytir engu um stöðu alþingis.

Þess vegna er það ólöglegt að vera með læti þar innandyra.


mbl.is 2 í skilorðsbundið fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég tek undir með þér Jón.

Niðurstaðan er ásættanleg.

Ég var að vona að dómurinn yrði þannig, að allir gætu við unað, og að fólkið sem var með uppsteit og yfirgang,

fái ástæðu til að hugsa sig um tvisvar, áður en það fer næst á stúfana í svipuðum tilgangi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 16.2.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sigurður minn, við erum sammála í þessu eins og svo mörgu öðru.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka ykkur fyrir J. Ríkharðsson og S.A. Herlufsen. Er ykkur samála en tel að setja þurfi mun skýrarin reglur og lög um friðhelgi þinghússins sérstaklega, en og líka þá starfsemi sem þar fer fram á meðan hún samrýmist lögum og almennu viðhorfi til siða.  Þar gæti þurft að taka til hendi og leggja af stað til að finna út hvernig hátterni þjóðin sættir sig við í þessu húsi.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hrólfur, ég er hjartanlega samála þér með þetta og tjáði mig í pistli einmitt um þetta mál, ef ég skil þig rétt.

Þingmenn eiga alls ekki að komast upp með að segja ósatt, þeir þurfa að vera undir ströngu eftirliti.

Við vitum að stundum krefjast hagsmunir þess að trúnaðar sé gætt, en þeir þurfa að vera mikið duglegri við að upplýsa þjóðina.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 21:07

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú skilur mig rétt J. Ríkharðsson, enda er ég með einfaldari mönnum.  Auð vita er þöf fyrir bankaleynd, en ekki afbrota leynd og að sjálfsögðu eru á stundum þjóðarhagsmunir undir því komnir að trúnaðar sé gætt, en það er þá svo best að þar séu ekki kvislingar á milli, eða þá einhverskonar sín þlógar.  Þinglið án ærlegheita er verra en ekkert.    

Hrólfur Þ Hraundal, 16.2.2011 kl. 22:08

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það eigum við þá sameiginlegt Hrólfur, ég er líka óskaplega einfaldur maður.

Mér finnst það mjög þægilegt, ég er feginn að vera ekki að burðast með óþarfa flækjur í hausnum og halda að það séu gáfur.

Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband