"Væg busun"?

Sá sem að kallar það "væga busun", að bera kynsfæri sín fyrir framan þrettán ára pilt, hlýtur að vera afskaplega mikið brenglaður í hugsun.

Ef rétt væri að málum staðið, hjá dómsvaldinu, þá hefði átt að senda þann einstakling í geðrannsókn sem heldur þessu fram.

Ósjálfrátt leitaði hugur minn þrjátíu ár aftur í tímann, en þá byrjaði ég til sjós.

Kallarnir sem tóku á móti mér voru ekkert sérstaklega blíðlegir við þennan strákpjakk sem þeir áttu að vinna með. Ég var kallaður "strákur" eða "drengur" fyrsta túrinn og "drengdjöfull" og "strákandskoti" ef ég skildi ekki hvað þeir voru að segja. Þegar þeir ávörpuðu mig með nafni, þá fann ég að þeir voru að taka mig í sátt.

Svo var ég kallaður elskan mín og vinur, þegar ég var farinn að sýna smá frumkvæði.

Þetta voru hörkunaglar, sem höfðu verið úti á sjó allt sitt líf og aldrei tekið sér frí, en þeir kepptust við að vernda mig og þar sem að ég var einungis sextán ára, þá finnst mér sem þeir, í minningunni, hafa haft föðurlegar tilfinningar til mín, það bjó mikil og einlæg hlýja fyrir innan harða skrápinn sem hafði hlaðist utan á þessa jaxla.

Þegar ég fór í mína fyrstu siglingu til Grimsby, þá var mér bent á það, að menn ættu að slá limnum utan í lunninguna, það átti víst að vera gamall og góður siður, en ekki var þrýst á mig að gera það, þótt þeir fífluðust oft með það.

Þetta voru fallegar og saklausar sálir sem þekktu ekkert annað en þann þrönga heim sem skipið hafði upp á að bjóða.

Ég geri ráð fyrir að fleiri sjómenn hafi upplifað svipað og ég, þegar þeir byrjuðu til sjós, en lýsing drengsins á framferði þessara manna er vonandi einsdæmi.

Ekki er ég ofbeldisfullur að eðlisfari, reyndar er ég alfarið á móti ofbeldi.

En ég efast um að hugurinn hefði náð, að hafa stjórn á hnefunum, ef minn sonur hefði lent í þessu, sjálfsagt hefði ég ráðist á manninn, hætt hið snarasta á skipinu og dreift myndum af þessum óþverrum með nákvæmum lýsingum á eðli þeirra, sem víðast í netheimum öllum.

Svona framferði á aldrei að viðurkennast í siðuðu samfélagi og fiskiskip eru sannarlega siðuð samfélög sem misbjóða ekki óhörðnuðum unglingum, með  svona klámfengum og ógeðslegum hætti.

 


mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var einmitt sem vakti mína athygli, hvers vegna lét faðirinn þetta yfir soninn ganga, og af hverjur var 13 ára barn til sjós?  Það er lögum samkvæmt bannað í dag.  Ég segi sama ef ég hefði verið þarna um borð með mitt barn hefði ég gert allt til að koma því til bjargar, það sem hefði vantað upp á kraftana hefði ég gert með kænsku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 15:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér finnst svo sem í lagi, að unglingar prufi að fara á sjó, en það þarf að vernda þá og passa.

Já Ásthildur mín, þótt ég sé allajafna rólegur og friðsamur, þá verð ég alveg óður ef ég þarf að verja börnin mín, en sem betur fer hefur ekki oft komið til þess.

Um skamma hríð var strákasni hluti af fjölskyldu konu minnar og hann taldi syni mína þurfa meiri hörku, í uppeldinu.

Ég sagði við hann nokkur vel valinn orð, að hætti vestfirðinga og hann þorfði hvorki að yrða á mig né börnin eftir það.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 15:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér.  Já við reynum að vernda börnin okkar.  'EG þekki ekki málavöxtu þarna, en dettur svosem í hug að faðirinn eigi sjálfur við einhverja erfiðleika að etja sem valda því að hann kemur ekki barninu til hjálpar.  Það er svo oft eitthvað sem gerist, sem við skiljum ekki.  En þetta er bara svo skelfilegt að heyra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2011 kl. 15:17

4 identicon

Ég hef bara eina spurningu fram að færa.

Er dómari og/eða dómendur tilbúnir að setja sín börn í 10 daga veiðitúr með sömu skipshöfn.

Það á nú ekki að vera mikið mál, þeir voru ekki einusinni dæmdir í fangelsi fyrir viðbjóðinn. Ég segi bara vesalings drengurinn að faðirinn er svona mikill "væskill". Skyldi hann hafa þorað að segja frá ef drengurinn hefði stokkið fyrir borð? Ég er nú reyndar kvenkyns og sennilega grimm í þeim gír.

Ef svona hefði verið gert við minn dreng, þá hefði ekki liðið á löngu þar til að ég hefði gert alla skipshöfnina "punglausa". Basta.

Jóhanna 15.11.2011 kl. 15:21

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Ásthildur, faðirinn getur ekki verið upp á marga fiska, fyrst hann kemur ekki syni sínum til hjálpar.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 17:57

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Jóhanna, ég held að það sé enginn tilbúinn til að senda börnin sín með svona óþverrum, siðblindum óþverrum því þeim fannst þetta saklaust grín, svona "væg busun", maður verður bara orðlaus.

Ég er nú eins og allir vita karlkyns Jóhanna mín, en ég held að það sé ekki svo mikill munur á föðrueðli og móðureðli, varðandi það að vernda börnin.

Við sem eigum börn þekkjum það vel, hversu dýrmæt þau eru. Það er ómetalegt að fylgjast með litlu barni koma einmanna, hrætt og varnalaust út úr móðurkviði og breytast smátt og smátt í fullmótaðan einstakling.

Ég á fimm börn og tvær elstu dætur mínar eru fullorðnar konur, ég hef vitanlega fylgst með þeim öllum frá fæðingu. Þótt ég sé mikið úti á sjó, þá hugsa ég alltaf til þeirra og þau eru öll mjög stór hluti af mér, án þeirra væri ég óhæfur til að lifa.

Ef einhver vogaði sér að skaða eitthvað af mínum börnum, þá fengi sá einstaklingur aldeilis að finna fyrir því, ég er ágætlega hraustur og þegar mikil illska blandast í það, þá hefur það ófyrirséðar afleiðingar. ætli ég myndi ekki slíta tólin af svona óþverrum í einu handtaki, sevi me´r þá.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 18:06

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég segi eins og Ásthildur: Hvers vegna lét faðirinn þetta yfir soninn ganga, og af hverju var 13 ára barn til sjós? Og í tíu daga? Látum vera þótt hann hafi verið tekinn með í dagróður. Og eins og Ásthildur segir: Hvar svo pabbinn? Sá sem átti að passa upp á strákinn? 

Framkoman við strákgreyið gengur að sjálfsögðu út fyrir öll mörk, en þetta hafa væntanlega verið einhverjir ungir gúmmítöffarar, sem sjálfir hafa verið á miklu lægra þroskastigi en 13 ára barn.Þeir virðast hafa haldið að þetta væri einhvers konar „busavígsla“, en ég kannast ekki við að slíkt hafi verið stundað á íslenskum fiskiskipum þær fjórar vertíðir sem ég var á sjötta og sjöunda áratugnum.  Mér sýnist þetta fremur hafa verið nautheimska og tillitsleysi en beinlínis mannvonska, en það er einmitt þessa konar heimska og tilltitsleysi sem er oftast á bak við einelti. Það er ráðist á veikasta einstaklinginn. En ég endurtek: Hvar var pabbinn? Hvernig gat hann látið þetta viðgangast?

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.11.2011 kl. 21:15

8 identicon

Allir alvöru sjómenn hefðu varið drenginn með afli sínu.

Þessi dallur var mannaður af mannlegum skít..ekki sjómönnum.

Þar með talið föðurruslið !

runar 15.11.2011 kl. 21:19

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég kannast við mörg dæmi þess Vilhjálmur, að börn hafi verið tekinn með túr á togara, yngsti strákurinn sem ég man eftir var 7. ára, hann var sonur fyrsta stýrimanns. Reyndar er þetta svolítið einkennilegur tími, að taka með sér börn á sjóinn því ég man eingöngu eftir þessu að sumri til, þá er betra veður og ekki sami veltingurinn og lætin og á veturna.

Ég get í sjálfu sér tekið undir það sem þú segir, þetta hafa verið illa þroskaðir menn, mögulega, en mér finnst það bera vot um ansi sjúkt hugarfar, að sýna ekki iðrun og tala um þetta sem væga busun, hvernig lýsa svona menn þá harkalegri busun?

Eins og þú eflaust þekkir, þá er húmorinn oft ansi grófur á sjónum, en í þessi skipti, sem unglingar hafa komið með feðrum sínum, þá gættu menn sín á því sem þeir sögðu.

Ef einhver byrjaði að segja eitthvað t.a.m. á klámfenginn hátt, þá var hnippt í hann og honum bent á að það væri unglingur nálægt, þá áttuðu grófustu strigakjaftar sig strax og þögðu.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 22:10

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Rúnar, en vesalings pilturinn virðist ekki hafa fengið neinn stuðning, ekki einu sinni frá föður sínum.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 22:11

11 identicon

Ég var heppnari en blessað barnið sem lenti í þessum ruddum, ég fór sem messagutti á gömlu Skjaldbreiðina og lenti þar með úrvalsdrengjum sem voru meira en tuttugu árum eldri en ég. Fyrsta daginn minn á sjó ældi ég út klefann sem við sváfum í og blessaðir piltarnir þrifu upp sóðaskapinn, þetta voru fínir drengir, þess vegna skulum við ekki dæma sjómannastettina eftir þessum einstöku afbrygðum.

axel 15.11.2011 kl. 22:52

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega góður pistill hjá þér og tímabær, nafni.

Tek undir með þér og mörgum gesta þinna.

Jón Valur Jensson, 16.11.2011 kl. 01:23

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Það kom að því, að það þótti ekki lengur góð latína, að margir úr sömu fjölskyldu væru saman til sjós, einkum á bátunum, enda mikið í húfi, ef þeir færu niður. En þarna hefði faðirinn átt að standa með syni sínum. Þvílíkt, að gera það ekki! – Óeðlilegt framferði gerendanna var ekki í takt við sanna karlmennsku, heldur svívirðu. Skoðið fréttina og dóminn.

Jón Valur Jensson, 16.11.2011 kl. 01:29

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Axel, ég vonast til að fólk fari ekki að dæma sjómannastéttina út frá einhverjum vanþroskuðum óþverrum.

Sjálfur hef ég verið sjómaður alla ævi og þekki þar af leiðandi ansi marga sjómenn.

Sjómönnum þykir vænt um börn og unglinga, enda erum við ekkert öðruvísi en annað fólk, nema ég geri ráð fyrir því að flestir sjómenn séu ansi harðir og dugmiklir, því öðruvísi karakterar höndla ekki starfið og allar fjarvistirnar.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 09:50

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni, framferði gerendanna var eins langt frá sannri karlmennsku og frekast getur verið.

Eins og ég benti á í athugasemd hér fyrir ofan, þá er það þannig í raunveruleikanum, að menn gæta sín á að misbjóða ekki unglingum ef þeir eru um borð, með svona hefðbundnum sjóarahúmor, sem getur oft verið ansi svæsinn.

Ef það kemur kona eða unglingur með út á sjó, þá verður andrúmsloftið mýkra og allir verða kurteisari og gætnari í orðavali, það er vegna þes að við sjómenn erum siðaðir menn, þótt okkur þyki gaman að fíflast með ýmislegt, svona okkar á milli, því við skiljum hvern annan.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 09:54

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála þér, Jón, og kannast einmitt við þetta ágæta hugarfar sjómanna að sýna konum og viðkvæmum einstaklingum tillitssemi og kurteisi umfram það, sem viðgangast kann um borð í djörfum talsmáta manna. Var ég reyndar einungis einu sinni á skipi þar sem kona var (kokkur), fyrir vestan.

Jón Valur Jensson, 16.11.2011 kl. 10:27

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður pistill hjá þér Jón eins og þín er von og vísa.  Ég var nú sjómaður um tíma og aldrei nokkurn tíma varð ég vitni að svona "skíthætti" eða neinu í líkingu við þetta.  Oft á tíðum var um létt "sprell" að ræða þar sem "nýliðar" voru sendir til að trekkja togklukkuna, gefa kjölsvíninu, sækja vagúm í fötu og að sækja vinstri handar spannann en svona öfuguggahátt hef ég aldrei heyrt um fyrr en núna og vona að ég heyri ekki um svona lagað aftur.  En þvílíkur AUMINGI og VESALINGUR sem faðir þessa drengs hefur verið og að bera því við fyrir dómi AÐ HANN HAFI VERIÐ HRÆDDUR UM PLÁSSIÐ SITT.  Allir venjulegir menn hefðu hreinlega sagt upp störfum á skipinu ef ekkert hefði verið gert..................

Jóhann Elíasson, 16.11.2011 kl. 10:28

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér gott innlegg nafni.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 11:33

19 identicon

Vonandi eru svona afbrot sjaldgæf og vonandi verður umræða um þau til þess að minnka líkur á að svona "grín" viðlíðist á fiskveiðiflotanum eða öðrum vinnustöðum.

Mér finnst við eigum að vera varkár í umræðunni um föður drengsins. Í málum af þessu tagi er athyglinni oft beint að aðstæðum þolenda eins og þær gætu minnkað ábyrgð geranda  á verknaðinum.

Agla 16.11.2011 kl. 13:29

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóhann, þakka þér fyrir, ég get tekið undir allt sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 13:42

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú segir að við eigum að vera varkár í umræðunni, varðandi föður drengsins Agla.

Vonandi hefur hann lært sína lexíu og allir feður sannfærst um þá ótvíræðu skyldu sína, að styðja börnin sín og gæta þess, að enginn ráðist á þau.

Því fylgir mikil ábyrgð að eignast börn og því miður eru ekki allir hæfir til þess.

Ég bakka ekki með það, að foreldri sem horfir þegjandi á einhvern vera að stríða barninu sínu er að valda barninu skaða.

Kannski verður skaðinn ekki alvarlegur, en hann verður samt til staðar.

Börnin treysta á foreldrana, sama má segja um unglinga.

Og ef foreldrar bregðast því djúpa og einlæga trausti sem afkvæmið sýnir þeim, þá getur unglingurinn eða barnið átt erfitt með að treysta öðrum um alla framtíð, því höfnun frá foreldri er sú versta sem barn getur upplifað, það alversta.

Svona afbrot eru sem betur fer sjaldgæf og nær óþekkt í flotanum,það þori ég að fullyrða.

En eitt afbrot af þessu tagi er of mikið, við megum ekki sætta okkur við neitt afbrot í þessum efnum, ef við viljum teljast siðmenntuð þjóð.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 13:50

22 identicon

'Eg er þér sammála, Jón, um að foreldrahlutverkinu fylgir mikil ábyrgð og af skýrslu héraðsdómsins um þetta mál virðist sem enginn af skipverjunum hafi komið drengnum til hjálpar.

Engu að síður, finnst mér við eigum að tala af varkárni um  fjölskyldu piltsins. Flest okkar vita lítið sem ekkert um þeirra hag og þær tilfinningar sem þau eru tengd.

Við verðum bara að vona að drengurinn fái þá hjálp sem mögulegt er að gefa til að hann geti komist yfir afleiðingar þessar skelfilegu reynslu.

Þetta viðurstyggilega afbrot  verður vonandi hvatning til okkar allra um að  reyna  finna leiðir til að tryggja öryggi barna ,hvort sem það er á þeirra heimili,  í skóla. í kirkju eða á "vinnustað".

Agla 16.11.2011 kl. 17:02

23 identicon

Hvar var skipstjórablókin?

Sem á að vera æðsti maður á dallinum.

Gleymum ekki dómnum sem þessir menn fengu! ! !

Hvaða menntun hefur þetta blessaða fólk "DÓMARARNIR"

sem tekur þetta gott og gillt.

Erlendis er svona fólk tekið í endurmenntun, ef dómar fara úrskeiðis.

Jóhanna 16.11.2011 kl. 17:31

24 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér með flest Agla, en ég á mjög bágt með að fella mildan dóm yfir foreldrum drengsins, mínar tilfinningar hreinlega banna mér það og öll mín lífsskoðun kemur í veg fyrir að ég geti sýnt þeim nokkurn skilning.

Sem fimm barna faðir, þá get ég ekki skilið föður piltsins, hann hlýtur að vera talsvert brenglaður, vægast sagt og móðirin líka.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 20:57

25 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Jóhanna, skipstjórinn hefur kannski ekki fylgst með þessu, þeir eru sumir mest í brúni og hafa um margt að hugsa, þannig að þeir eiga erfitt með að hafa eftirlit með öllu.

En stýrimaður eða vaktformaður hefði átt að gera eitthvað.

Ég fór að hugsa um, hvort ég myndi eftir einhverju þessu líkt og þá rifjaðist upp eitt atvik, sem þó var ekki eins og þetta, en lýsir kannski því sem gerst getur, þegar allt fer úr böndunum.

Það var með okkur einföld og hrekklaus sál, ég var innan við tvítugt, villtur og óþroskaður, við vorum allir á svipuðum stað í þroska.

Tindabykkjur hafa eitthvað sem líkist karl og kvenkyns kynfærum. Við vorum að snafsa okkur á landleiðinni og það voru nokkrar tindabykkjur í síðasta holinu sem við vorum að gera að.

Einum okkar datt í hug að láta einfeldninginn hafa mök við tindabykkjuna, við buðum honum gull og græna skóga og vorum búnir að slá saman í dágóða upphæð.

Svo þegar vesalings drengurinn ætlaði að láta til skarar skríða, við vorum búnir að hella hann fullan líka, þá var eins og það rynni af okkur öllum á sama augnablikinu, við gátum ekki horft upp á þetta, þannig að við leystum hann undan þessari kvöð.

Þrátt fyrir okkar vanþroska, drykkjuskap og kolsvarta húmor, þá fannst okkur við ganga of langt.

Ég bara get aldrei náð að skilja, hvað býr í huga svona óþverra, aldrei nokkurn tímann.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 21:06

26 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

   Já það eru margar og góðar athugasemdir sem hér hafa komið fram. 

 Það sem mér finnst standa uppúr þessu er að dómskerfið er gjörsamlega að klikka

 að dæma þá í skítlegt "skilorð" og pabbinn stikkfrír!!!!! 

 Þvílíkt. Blessað barnið komst ekki í burtu og eru allar bjargir bannaðar og sá sem það

átti að geta treyst á brást því á versta hátt ,hræddur um vinnuna !!!! 

 Sem betur fer er þetta ekki venjulegt á sjónum þar sem sjómenn eru yfirhöfuð SÓMAMENN .

Sama dag ,og þeir fá skilorðsbundinn dóm , er kona sem stal dóti í búð  og braut skilorð (af samskonar þjófnaði )  var dæmd í fangelsi. 

Ég held að þessir óþverrar hefðu heldur átt að fá þann dóm og hann MUN harðari . 

Berglind Berghreinsdóttir, 16.11.2011 kl. 23:42

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gaman að fá þig líka í heimsókn hingað Begga mín, þú ert eins af þeim sem ég gelymi aldrei.

Við vorum náttúrulega saman í barnaskóla og fædd á sama ári og sama degi, skemmtileg tilviljun.

Ég er sammála öllu sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 17.11.2011 kl. 00:26

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjarnakona greinilega þessi Berglind Berghreinsdóttir, stendur vel undir nafni, ærleg og einörð eins og beztu konur Íslendingasagna.

Jón Valur Jensson, 17.11.2011 kl. 05:39

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og á lappir með þig, Jón. Ræs!

Jón Valur Jensson, 17.11.2011 kl. 05:40

30 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér nafni, hún Begga er sannarlega kvenskörungur mikill og góð handverkskona.

Ég hvet alla til að skoða skartgripina sem hún býr til, hægt er að fara á facebook síðuna hennar og setja sig í samband við hana. 

Hún er einstaklega indæl og ljúf, þótt ég hafi ekki hitt hana í ca. þrjátíu ár, þá veit ég að hún er enn sama góða stelpan og hún var, þegar við vorum saman í Breiðhlotsskóla.

Jón Ríkharðsson, 17.11.2011 kl. 12:35

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er löngu vaknaður.

Jón Ríkharðsson, 17.11.2011 kl. 12:36

32 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Ja hérna  Jón Ragnar og Jón Valur.

'Eg  verð bara feimin yfir svona hlýjum orðum í minn garð.  

En aðalatriðið er að það er eitthvað mikið að dómskerfinu

sem okkur er gert að vera undirgefin og láta "kerfið" taka á

svona níðingum ,ef það metur dauða hluti  svona "verðmætari"

en mannslíf þá sérstaklega þegar varnarlaus ungmenni eiga í hlut.

Þá er eitthvað MIKIÐ að . 

Jóhanna (sem á athugasemd nr. 4) nefndi , hvort dómararnir hefðu látið sín börn  

í hendur þessara níðinga í 10 daga úti á sjó ??? 

Mér finnst það góður punktur !!! 

Ein konan hér að ofan 

Berglind Berghreinsdóttir, 17.11.2011 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband