Hefði Steingrímur sett neyðarlögin?

 Steingrímur er farinn að tala eins og hann hafi alltaf verið ráðherra, en hann hefur gleymt öllu sem hann sagði sem óbreyttur þingmaður.

Núna hrósar hann sér af neyðarlögunum, en hann var ekkert sérstaklega hrifin af þeim í denn. En hefði hann sett á neyðarlögin sjálfur?

Örugglega ekki ef litið er til verka hans. Steingrímur er lafhræddur við útlendinga, ef þeir eiga eitthvað undir sér eins og sást í einkavæðingu bankanna og Icesave.  


mbl.is Evrópa geti lært af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, hann Gunnarsstaða Móri hefði EKKI sett á neyðarlögin.  Hann var mikið á móti þeim á sínum tíma en lendingin varð sú að hann SAT HJÁvið afgreiðslu þingsins á þeim.  Einnig er í lagi að það komi fram að hann var mikið á móti því að JAGS kæmi að málum, en það var þegar hann var í STJÓRNARANDSTÖÐU, en við vitum um viðsnúninginn hjá honum í ÖLLUM MÁLUM EFTIR AÐ HANN KOMST Í RÁÐHERRASTÓLINN...........

Jóhann Elíasson, 21.8.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Nei en gerir alt til að eigna sér þau

Jón Sveinsson, 21.8.2012 kl. 12:17

3 identicon

Steingrímur J hlýtur að hampa titlinum: Mesti hræsnari allra tíma. Enginn hefur umturnast eins rosalega við að fá völd og Mr. Hyde. . úps Mr Steingrímur J.

DoctorE 21.8.2012 kl. 12:18

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Jóhann, svo taldi hann nauðsynlegt fyrir sig að koamst í stjórn til að koma í veg fyrir að Icesave skuldin lenti á okkur.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2012 kl. 13:12

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já nafni, hann gerir allt til að eigna sér þau, en vonandi er það ekki fjölmennur hópur sem trúir honum.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2012 kl. 13:13

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála DoctorE.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2012 kl. 13:13

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bíðið þið aðeins, strákar. Neyðarlögin voru búin að vera í undirbúningi í nokkrar vikur eftir að menn sáu að viðbragðsáætlun yrði að vera tiltæk með stuttum fyrirvara ef allt færi á versta veg. Steingrímur var í stjórnarandstöðu og ástandinu var ekki aðeins leynt fyrir honum eins og hægt var, heldur allri þjóðinni.

Steingrímur og stjórnarandstaðan var í engri aðstöðu til að komast inn í málin á nokkrum klukkustundum og því var eðlilegt að sitja hjá í stað þess að taka ábyrgð á ráðstöfunum sem stjórnvöld höfðu haft margar vikur til að kanna og hugleiða.

Það er rétt hjá ykkur að í fyrstu var Steingrímur ekki hrifinn að því að leita á náðir AGS, og enn síður var Davíð það, sem barðist gegn því.

Steingrímur skipti um skoðun þegar hann komst betur inn í málið en í stað þess að við metum það við hann að hann sá að sér og meta það einnig við hann að hann sýnir þann drengskap að láta Geir H. Haarde og aðra ráðamenn njóta sannmælis þá formælið þið honum sem mest þið megið.

Ég fæ ekki séð hvernig Steingrímur er "að eigna sér það" sem gert var haustið 2008 þótt hann leggi það mat á á gerðir þáverandi ráðamanna að þeir hafi gripið til skástu úrræðanna, sem völ var á.

Ómar Ragnarsson, 21.8.2012 kl. 23:18

8 identicon

Nú hefur komið í ljós, samkv. Víglundi í BM Vallá að svikamaðurinn Steingrímur J og hans fylgdarlið var aldrei beint á móti neitun á Icesave samningunum. HANN varð bara að vera það til þess að blíðka Jóhönnu og aðra ESB sinna svo að við kæmumst þar inn með hraði. Tómt fals allt, réttara sagt: lýgi. Svo höfðum við annan trúgjarnan ráðherra á þessum tíma, hvorki meira né minna en prófessor við Háskóla Íslands. Hann sagði að við yrðum Kúba norðursins ef við samþykktum ekki Svavar-saminginn. Þá missti ég endanlega trú á Háskóla Íslands, að hafa svona starfsfólk er engri stofnun né fyrirtæki til framdráttar. Samt er hannn þar enn. Ergó: Steingrímur J og fleiri lugu ítrekað að sinni þjóð að við yrðum að samþykkja Icesave samningana til þess að verða ekki að Kúbu en raunveruleg ástæða var að blíðka ESB. Þvílík hræsni.

Örn Johnson ´43 21.8.2012 kl. 23:59

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ómar, segja má að grunnurinn hafi verið lagður að neyðarlögunum árið 2006, sennilega í kjölfar mini-krísunnar, þannig að rangt er að stjórnvöld hafi verið allan tímann sofandi á verðinum, það er hægt að lesa um þetta í rannsónarskýrslunni 7. bindi í kaflanum um neyðarlögin. Starfshópar tóku mið af þeirri vinnu, en ekki fer á milli mála að það þurfti mikinn kjark til að leggja í að setja neyðarlögin.

Fram kom í viðtali við Jón Steinsson að fulltrúar AGS hafi ekki verið mjög hrifnir af að láta bankanna falla, venjan var sú, í öllum löndum, að ríki vernduðu bankanna fram í rauðan dauðann og dældu í þá fjármagni. Ég efast um að Steingrímur hafi haft þann kjark til að bera.

Ekki sýndi Steingrímur Geir H. Haarde drengskap því hvergi hef ég séð hann þakka Geir fyrir neyðarlögin í erlendum miðlum, þvert á móti ákærði hann Geir á mjög vafasömum forsendum. Kjarkleysi Steingríms kristallast í Icesave og eflaust spilar það inn í, þegar hann afhenti kaupendum, sem hugsanlega eru erlendir vogunarsjóðir, aflætti lánasafna.

Ekki formæli ég Steingrími Ómar minn, enda er mér hvorki illa við hann né nokkurn mann, ég er hinsvegar viss um að hann sé í kolröngu starfi sem hann ræður engan veginn við og það hefur slæmar afleiðingar. Verkum hans formæli ég en ekki Steingrími sjálfum, hann er eflaust ágætur, en ég þekki hann ekki neitt.

Jón Ríkharðsson, 22.8.2012 kl. 13:06

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því sem þú segir Örn.

Jón Ríkharðsson, 22.8.2012 kl. 13:07

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Tek undir orð Ómars Ragnarssonar.

Steingrímur J er fyrst og fremst raunsæispólitíkus og hefur alltaf verið það. Allar hans ákvarðanir er fyrst og fremst drýgðar af ískaldri skynsemi en oftast nær af mjög sterkri rökhugsun. Þegar hann var í stjórnarandstöðu sýndi hann strax samstarfsfýsni og var til í að leggja sitt af mörkum. T.d sat hann hjá Neyðarlögunum en hélt ekki málþóf á alþingi eða reyndi að koma í veg fyrir þau.

Það er voðalega auðvellt að úthúða þessum manni. Enda fá þeir sem taka af sér mestu skítverkin - yfirleitt mestu svívirðingarinar.

Brynjar Jóhannsson, 22.8.2012 kl. 15:36

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Brynjar, ég er ekki viss hvort þú ert húmoristi sem hefur gaman af að æsa menn upp eða hvort þú trúir þessu í alvöru. Satt að segja ætla ég að vona að hið fyrrgreinda sé rétt, því það er slæmt að sjá menn í hillingum. Sjálfur er ég eindreginn og harður stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, en vel meðvitaður um galla þeirra sem ég annars styð, því það er víst enginn fulkominn.

Ég skal ekki segja að Steingrímur sé alslæmur, eflaust má finna eitthvað gott í hans verkum þótt ég eigi vont með það, maður er vissulega litaður af sínum pólitísku skoðum.

Þú segir að allar hans ákvarðanir séu teknar af "ískaldri skynsemi" og "oftast nær af mjög sterkri rökhugsun".

Sé þetta raunverulega þín skoðun, þá túlkast hún sem athyglisverð sérviska, hæpið er að segja að skipun Svavars til að leiða Icesave hafi verið skynsamleg ákvörðun tekin af ískaldri skynsemi. Enda virtist hann iðrast þess þegar haft var eftir honum á fundi í einhverri nefnd, að ummælin um að Svavar myndi landa glæsilegum samningi hafi verið sögð í hita og þunga leiksins.

Nú svo er annað dæmi, hann átti vont með að ákveð sig varðandi kolefnaskattinn, sló í og úr með það mál, það að setja milljarða í ónýt fjármálafyrirtæki og tryggingarfélag var ekki synsamlegt, svo varðandi SpKef, þótt segja megi að menn tengdir Sjálfstæðisflokknum hafi klúðrað miklu varðandi sjóðinn, þá var æði vafasamt að leggja fé í han eins og Steingrímur lét gera.

Ég get sagt við þig það sama og ég sagði við Ómar, ég er ekki að úthúða Steingrími, heldur bendir flest til þess að hann sé ekki starfi sínu vaxinn, kraftar hans gætu nýst ágætlega annarsstaðar. En ég er ánægður með að hann eigi sér einhverja stuðningsmenn, ekki vildi ég að hann stæði einn blessaður kallinn, vonandi verða stuðningsmenn hans eki of margir, það gæti reynst varasamt fyrir þjóðina.

Jón Ríkharðsson, 22.8.2012 kl. 19:00

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Steingrímur hefur svo sannarlega sýnt að hann er ekki maður orða sinna, hann hefur svikið öll sín kosningaloforð. Það versta er að uppgötva að hann var að makka við Jóhönnu um umsóknina til ESB á sama tíma og hann var að æpa um að hann skyldi aldrei samþykkja inngöngu þar inn.  Hversu lágt er hægt að leggjast ef ekki að ljúga að kjósendum sínum á þennan hátt.  Nei Steingrímur er að mínu mati lygari af verstu sort og mun verða meðhöndlaður sem slíkur vonandi farandi fyrir landsdóm ásamt Jóhönnu og þeirra fylgdarliði í fyllingu tímans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband