Kjósendur á villigötum.

Kjósendur Besta flokksins með Jón Gnarr í fararbroddi eru á miklum villigötum.

Auðvelt er að skilja vantraust á stjórnmálamönnum og það er þeirra að sannfæra fólk.

En að kjósa vonlausan borgarstjóra til að tjá óánægju lýsir miklum dómgreindarbresti og ólíklegt er að slíkir einstaklingar hafi efni á að dæma aðra.

Hlutverk stjórnmálamanna er m.a. að veita embættismönnum aðhald, þess vegna þurfa þeir að vera vel að sér í málflokkum sem þeir stjórna. Jón Gnarr sagðist allan tímann ekkert vit hafa á rekstri borgarinnar, spurði Helga Seljan í Kastljósviðtali, hvort það væri ekki fullt af fólki með góða þekkingu á þessum málum.

Vitanlega hafa embættismenn borgarinnar ágæta þekkingu, en þeir bera enga ábyrgð. Stjórnmálamenn þurfa hinsvegar að standa skil gjörða sinna á fjögurra ára fresti.

Úrræðaleysi kjósenda Besta flokksins er slíkt, að í stað þess að koma með trúverðugt framboð þá tóku þeir ákvörðum um að kjósa alversta kostinn, mann sem lofaði að svíkja loforð og stóð við það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinsamlegast bentu mér á annan betri

thin 23.10.2013 kl. 13:14

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Spurningu þinni er auðsvarað "thin".

Allir starfandi borgarfulltrúar, nema þá helst fulltrúar Besta flokksins. Þeir eru betri kostur en Jón Gnarr, því hann nennir ekki að sinna öllum skyldum borgarstjóra.

Jón Ríkharðsson, 23.10.2013 kl. 17:37

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir pistilinn, Jón.

Eins og þú bendir réttilega á þá standa stjórnmálamenn skil gjörða sinna á fjögurra ára fresti. Ef kjósendur telja að Besti flokkurinn hafi staðið sig illa fær hann að gjalda þess.

Þrjátíu og sjö prósent myndu kjósa Besta flokkinn ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Capacent (sjá Mbl.is 20. okt.) Ég skil ekki alveg hvers vegna 37% kjósenda myndi vilja kjósa „alversta kostinn." Þrjátíu og eitt prósent kjósenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði í dag. Er þetta fólk líka að kjósa „alversta kostinn"? Getum við ekki bara virt það að meirihluti kjósenda telur að eins og málin standa í dag sé Besti flokkurinn besti kosturinn?

Wilhelm Emilsson, 23.10.2013 kl. 17:41

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nú er það svo Wilhelm, að borgarstjóri hefur skyldum að gegna og augljóst er að Jón Gnarr gegnir ekki öllu skyldum borgarstjóra, einfaldlega vegna þess að hann nennir því ekki.

Það getur varla talist góður starfsmaður sem nennir ekki að sinna vinnunni sinni?

Svo hefur fólk misjafnan smekk, sumum finnst gaman að hafa öðruvísi náunga í hlutverki borgarstjóra, sem gerir skrítna hluti og þá kjósa menn í samræmi við það.

En miðað við starfslýsingu og skyldur borgarstjóra, þá er Jón Gnarr ekki að standa sig. Um það er ekki hægt að deila.

Jón Ríkharðsson, 23.10.2013 kl. 18:20

5 identicon

Þó að óskylt sé minnir þetta mig á Obama forseta. Það er alveg sama hvað kemur upp á, þá vissi forsetinn aldrei um neitt og ber enga ábyrgð á nokkrum hlut. Það er gott að geta verið í forsæti en hafandi ekkert að gera né nokkurn tíma þurfa að standa skil á nokkrum hlut.

Erlendur 23.10.2013 kl. 19:07

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón.

Þrjátíu og sjö prósent kjósenda í dag er sennilega ósammála þér um að um „það sé ekki hægt að deila" að núverandi borgarstjóri sinni ekki skyldum sínum.

Ég get vel skilið að þú sért ósáttur við núverandi borgarstjóra. Ef þú hefur áhuga á að ræða þetta frekar væri áhugavert að fá nokkur dæmi úr opinberri starfslýsingu og nokkur dæmi um að borgarstjóri hafi ekki sinnt þeirri skyldu sem þar kemur fram.

Wilhelm Emilsson, 23.10.2013 kl. 19:25

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ert þú ekki bara að benda á sjálfstæðismenn þarna vegna þess að þú (og aðrir sjálfstæðismenn) ert beðin af forystu sjálfstæðismanna að gera það. hafið sennilega fengið bréf/tölvupóst með beiðni um að 'benda' á kosti ykkar manna og skíta út aðra

Rafn Guðmundsson, 23.10.2013 kl. 19:25

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Er ekki stóra spurningin hvers vegna 37% Reykvíkinga vill kjósa trúðinn fremur en alvöru pólitíkusa... aftur?

Kannski hefur það eitthvað að gera með þetta atrði sem blogghöfundur bendir á:  "Auðvelt er að skilja vantraust á stjórnmálamönnum og það er þeirra að sannfæra fólk."

Haraldur Rafn Ingvason, 23.10.2013 kl. 19:37

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég skal vitna í skýrsluna um úttekt á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar Wilhelm, hún ætti að vera ágæt heimild, en þar kemur fram á bls. 14. að sviðstjórar eigi að heyra beint undir borgarstjóra en reyndin sé sú að sviðstjórar sæki umboð sín frekar til fornmanna fagráða en borgarstjóra.

Svo kom fram í grein eftir Kjartan Magnússon að hann telji sig ekki bera ábyrgð á framkvæmdum við Hofsvallagötu, en borgarstjórinn en framkvæmdastjóri borgarinnar og þar með ábyrgur fyrir öllum framkvæmdum.

Hann talaði um það fyrir kosningar að hann hefði lítinn áhuga á að sinna framkvæmdastjórninni, spurði í viðtali hvort hann þyrfti nokkuð að þekkja til rekstrarmála því það væri hvort sem er fullt af fólki sem þekkti vel til allra mála. Augljóst var að hann leitaði að þægilegu og vellaunuðu jobbi.

Annars hef ég það á tilfinningunni að það þýði lítið fyrir okkur að ræða þessi mál, við erum á öndverðum meiði og ég vill alls ekki Jón Gnarr sem borgarstjóra, það er mín skoðun og hún breytist ekki.

Eigum við ekki bara að vera sammála um að vera ósammála? Þú vilt Jón Gnarr og ert ekki einn um það, ég vill ekki sjá hann sem borgarstjóra en kann vel við hann sem skemmtilkraft og leikara.

Jón Ríkharðsson, 23.10.2013 kl. 19:46

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er langt síðan ég hef fengið svona vitlaust komment Rafn, þú ert alveg úti á þekju í þesari umræðu.

Taktu eftir því að ég nefndi ekki Sjálfstæðisflokkinn og hver ætli ástæðan sé?

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að kjósa sína fulltrúa í borgarmálin og ég veit ekki hver stefna flokksins verður.

En það er rétt, ég er mjög virkur í Sjálfstæðisflokknum og starfa í æðstu stofnunum hans, þannig að ég veit meira um málefni Sjálfstæðisflokksins en margir í umræðunni.

PR maður borgarstjórnarflokksins hefur sagt að ekki borgi sig að ráðast á Jón Gnarr, það komi sér illa fyrir okkur. Þess vegna hafa sjálfstæðismenn í borgarstjórn ekki gagnrýnt hann mikið á þessu kjörtímabili.

En það þýðir lítt að segja þér staðreyndir, þannig að þinn réttur er að halda þessu bulli fram.

Jón Ríkharðsson, 23.10.2013 kl. 19:50

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt skilið Haraldur og þarna afsannar þú þvættinginn í Rafni.

Ég er og hef elngi verið ósáttur við forystu sjálfstæðisflokksins fyrir að vera ekki duglegri við að mynda betri tengsl við kjósendur og ræða á opinskáum nótum.

Það er forystu Sjálfstæðisflokksins að kenna að traustið skuli ekki vera meira. Pólitík snýst um traust og það er ekki til staðar.

Það verður verkefni þeirra sem leiða listann til borgarstjórnar að bæta ímyndina og ná til kjósenda, það hefur ekki gengið vel til þessa. Stjórnmálamenn tala ekki sama tungumál og almenningur og eru oft ekki í nógu góðum tengslum við raunveruleika hins vinnandi manns.

Jón Ríkharðsson, 23.10.2013 kl. 19:54

12 identicon

Sæll enn og aftur kæri starfsfélagi,37% kjósenda hafa tjáð sína skoðun

í (könnunum) á þessu máli,hvað er það í þessum könnunum sem þú átt svo erfitt með að skilja? hefur borgarstjóri ekki staðið sig ágætlega í sínu starfi ?

ég veit ekki betur en hæstvirtur borgarstjóri hafi sinnt skyldum sínum prýðilega

fyrir borgina ,svo að eftir er tekið ,bæði innanlands sem og utan ,ég veit ekki um nokkurn borgarstjóra sem hefir hlotið slíka athygli fyrir að vera sá sem hann er og fyrir sínar skoðanir og athafnir, ég hef alla vegana ekki orðið var við orðið

spilling og fleira í þeim dúr ,við hans gjörðir,þá öðruvísi mér áður brá,,,

væri kannski rétt að staldra aðeins við ,og skoða gjörðir annara borgarstjóra,

áður en ykkar hæstvirti er ataður aur á alla kanta, sem hann á tæplega skilið.

með mestu vinsemd

Sveinn 23.10.2013 kl. 22:40

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er bara, að Jón Gnarr hefur reynst miklu sterkari stjórnmálamaður en búist var við. Jú jú, hann hefur óhefðbundin stíl. Má fallast á það að það er viss listrænn þráður stundum - en maðurinn er fádæma góður ræðumaður. Td. Ræðan um stytturnar og Ólaf Thors er alveg frábær ræðumennska.

Held það sé einlægnin sem gerir herslumuninn. Það er einhver svona einlægni hjá honum sem fittar vel inn þessi misserin. Ef finna á einhvern galla við dæmið, þá má nefna að það er viss galli hve BF hverfist um einn mann. Eða eg met það svo, að án Jóns þá væri flokkurinn ekki svo vinsæll. Það er galli að einn maður skuli vera svo mikilvægur kjósendalega séð.

Staðreyndin er einfaldlega að það er sama hvað hefur verið reynt gegn Jóni - að hann stendur það allt af sér frekar léttilega. Vegna þess að hann er snjall stjórnmálamaður.

Td. var OR atriðið ekki löngu eftir að hann var Borgarstjóri og einhverjir hneyksluðust á þessu á sínum tíma - en Jón stóð bara sterkari á eftir. Eftirvarandi atriði á myndbandi er orðið nokkurskonar klassík, að mínu mati.

Fréttakonan telur sig vera búinn að stilla Borgarstjóra upp við vegg og ætlar síðan að þjarma duglega að honum - þá gerist það óvænta að Borgarstjóri snýr sér við og segir: Bjöörn, hvað heitir þetta aftur? Myndavélin færist til hægri og Þá birtist allt í einu loðinn haus undir vegg og gefur einhverjar útskýringar. Hahaha þetta er alveg frábært atriði:

http://www.youtube.com/watch?v=b3iV7lAJU9Y

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2013 kl. 02:12

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón. Ég er alltaf til í að hlusta á rök með og á móti stjórnmálamönnum hvort sem það er Jón eða Jón Gnarr og yfirvegað mat á því hvernig þeir hafa staðið sig.

Wilhelm Emilsson, 24.10.2013 kl. 06:44

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Svenni minn, nú á ég svolítið bágt með að skilja þig minn kæri.

Ég skil ósköp vel þessar niðurstöður enda kemur það fram í pistlinum hjá mér ef þú gefur þér smá tíma til að skoða hann.

Ég sagði að auðvelt væri að skilja vantraust á stjórnmálamönnum, þeir hafa ekki staðið sig nógu vel og það er ástæðan fyrir því að fólk velur Jón Gnarr.

Það sem ég er svo að benda á er sú staðreynd að hann er ekki að standa sig í sínu starfi og mætir illa undirbúinn í viðtöl eins og Ómar Bjarki bendir á, þá þurfti hann að spyrja aðstoðarmanninn því borgarstjórinn gat ekki svarað spurningunni.

Jón Gnarr vekur athygli fyrir að berjast fyrir mannréttindum og standa þétt við bakið á samkynhneigðum, það er gott hjá honum og ekki gagnrýni ég það.

En er það hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur að vekja athygli á manréttindum í útlöndum? Ekkert væri athugavert við það ef hann gæfi sér líka tíma til að sinna sínu starfi, en það gerir hann ekki.

Í hans tíð hefur kostnaður við yfirstjórn borgarinnar aukist mikið á meðan skorið hefur verið niður í grunnþjónustu. Það finnst mér ekki góð stjórnun.

Í tíð sjálfstæðimanna var komið á samráði milli flokka og það talið hafa bjargað því sem hægt var að bjarga að mati þeirra sem skrifuðu skýrslu um sjórnsýslu borgarinnar. Þegar Jón Gnarr komst til valda þá var það í uppnámi að mati skýrsluhöfunda.

Að þessu sinni er ég ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Svenni minn, heldur tjá mína eigin skoðun. Sá sem sinnir PR málum fyrir borgarstjórnarhópinn í flokknum hefur bannað mönnum að gagnrýna borgarstjórann, þannig að ekki er ég að fylgja flokkslínunni í þetta skiptið.

Jón Ríkharðsson, 24.10.2013 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband