Má bjóða ykkur að kjósa blekkingar?

Dagur B. Eggertsson er viljugur lærisveinn Samfylkingar og hefur tileinkað sér ágætar brellur sem blekkja suma kjósendur.

Gleymum því ekki að Samfylkingin vann það afrek, að ná kosningu út á segjast ekki hafa haft sjálfstæða hugsun í ríkisstjórninni sem þau sátu í.  Og þeim tókst að blekkja einfaldar og trúgjarnar sálir til að kjósa sig.

Við vitum öll hvernig það fór.

Nú segist Dagur stoltur af að hafa innleitt frið og sátt í borgarmálin. Undir hans forystu var gefin út skýrsla um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Þar segir að stjórn meirihlutans sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi hafi náð góðri samstöðu og sátt milli allra flokka. Og sú sátt náði að vinna eins vel úr afleiðingum hrunsins og mögulegt var.

Svo tók núverandi meirihluti við og þá var sáttin í uppnámi að mati þeirra sem Dagur og félagar fengu til að meta stjórnsýslu borgarinnar. Ekki hefur Dagur gert athugasemdir við þessi atriði, þannig að líklegt er að þau séu rétt.

Vel hefur Dagur náð tökum á bókhaldsbrellum, enda ágætt ef telja á kjósendum trú um ábyrga fjármálastjórn borgarinnar.

Hann veit að það er betra að segja frá rekstrareikningum því hann inniheldur ekki upplýsingar um hverju rekstur borgarinnar skilar í peningum. 

Rekstrareikningurinn segir að niðurgreiðslur skulda nemi 35. milljörðum árið 2013. Það lítur nokkuð vel út, en ef skoðaðar eru rauntölur er niðurstaðan sú að 18.5. ma. eru vegna gengishagnaðar. Einbeitta heimsku þarf til að trúa að borgarstjórnin hafi með gengishagnaðinn að gera.

Svo var náttúrulega sniðugt að setja bílastæðasjóðinn í A-hlutann. Þá lítur allt betur út, ekki satt?

Deila má um hvort sniðugt sé að selja hús OR fyrir 5.1. milljarð og leigja svo af kaupendunum. En vissulega ágæt fegrunaraðgerð til að fela bruðlið.

Þegar fólk stundar bókhaldsblekkingar er verið að fela eitthvað. Væri Reykjavíkurborg vel rekin er öruggt að þá myndi Dagur birta stoltur veltufé frá rekstri í stað þess að birta rekstrarreikninginn.

Þeir sem kjósa Samfylkinguna eru að setja krossinn við blekkingar, það er saga flokksins í landsmálunum líka eins og bent hefur verið á. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma ISG þegar hún fegraði reikninga borgarinnar til að ná kjöri og svo þremur dögum síðar, eftir að hún náði kosningu á lyginni, þá var kallað saman til neyðarfundar vegna þess hversu fjármálin voru slæm. Held að það skipti ekki máli hver er við völd. Allt þetta lið sér um sig og sína. Annað skiptir ekki máli. Hugsjónir og vilji til að gera eitthvað fyrir almenning heyrir sögunni til. Við búum ekki lengur  í þjóðfélagi, heldur hagsmuafélagi, fyrir útvalda, sem sér um að heygla sér og sínum. Kominn tími fyrir almenning að átta sig á því. Sorglegt en satt.

Sigurður K Hjaltested 19.5.2014 kl. 19:58

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það hefur sjaldan verið eins mikill ófriður borgaryfirvalda gegn borgarbúum. Sameiningar skóla hafa verið þvingaðar fram gegn vilja foreldra. Skipulögð er byggð í Laugardal á svæði sem borgarbúar hafa mótmælt byggingum áður (1999). Flugstarfsemi er hrakin úr Vatnsmýri þrátt fyrir "samkomulag" um athugun á framtíðarstað fyrir flugvöll. Svona mætti áfram telja.

Skúli Víkingsson, 19.5.2014 kl. 20:51

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir að benda á þetta Sigurður, ég man reyndar eftir þessu og þegar hún lofaði að hækka ekki útsvar og gerði það svo fljótlega eftir kosingar. Mig minnir að það hafi verið árið 2002.

Það þarf mjög mikið að laga í pólitíkinni, þar erum við sammála en ég get fullyrt að það er ekki sama hver stjórnar.

Sjálfstæðismen hafa alltaf stundað ábyrgari fjármálastjórn en vinstri flokkarnir. 

Hinsvegar verða sjálfstæðismenn samt að taka sig á, þeir eru ekki fullkomnir frekar en aðrir.

Mér finnst vanta eldheitar hugsjónir í pólitíkina og reyndar vantar það hjá þjóðinni líka.

Við festumst í einstökum atriðum, sem vissulega skipta máli. En gleymum að ræða hvert við viljum stefna. Ég veit hvert ég vil stefna, ég vil feta leiðir sjálfstæðisstefnunnar eins og hún var skrifuð árið 1929.

Viðurkenni þó að ég sé mjög virkur í Sjálfstlæðisflokknum að það vantar talsvert upp á boðun stefnunnar og fylgni við hana.

Enda er pólitíkin langhlaup og margt sem glepur. Vitur maður sagði eitt sinn að valdið spillti og það eru orð að sönnu.

Jón Ríkharðsson, 19.5.2014 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Tek undir allt sem þú segir Skúli, ástæðan fyrir litlum átökum og oftast ekki sýnilegum er veik stjórnarandstaða.

Það er óttaleg deifð í pólitíkinni hjá öllum flokkum finnst mér og reyndar lítil pólitísk umræða yfirhöfuð.

Jón Ríkharðsson, 19.5.2014 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband