Íbúalýðræði sem allir stjórnmálamenn elska.

Núverandi meirihluti í borginni býður upp á ákveðna tegund íbúalýðræðis sem allir stjórnmálamenn geta tekið undir.

Það er að taka vel í hugmyndir sem samræmast þeirra stefnu. Líklegt er að grimmustu harðstjórar sögunnar myndu samþykkja óskir sem þóknast þeim, þannig að lýðræðið í borginni er ekkert nema sýndarmennska.

Þau segja að nóg sé ef 20% borgarbúa heimta kosningu beri að verða við því. Helst vilja þau hafa töluna 10%.

Meirihlutinn vill byggja í Vatnsmýrinni og flytja flugvöllinn þaðan. 70% borgarbúa vill hafa flugvöllinn á sínum stað.

Borgarstjórinn var svo hissa á að svona fáir myndu skrifa undir þannig að ekki tók því að ræða svona smámuni, á borð við vilja 70% kjósenda.

Sem íbúi í Grafarvogi fylgdist ég vel með sameiningum grunnskóla, 90% íbúa var henni andvígur. Og það var mjög mikill hiti í fólki.

Vilji 90% íbúa var virtur að vettugi, því hann þóknaðist ekki vilja meirihlutans.

Ætli Degi takist að ljúga upp á sig lýðræðisást til viðbótar við sáttarviljann og ábyrga fjármálastjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband