Og fórnarlömbin eru fleiri.

Innkoma Jóns Gnarr í stjórnmálin olli hnignun í pólitík sem vart sér fyrir endann á.

Sumir segja hann svo sérstakan náunga, en það eru til margir með sama hegðanarmunstur.

Í smærri bæjum eru þeir kallaðir "þorpsfífl", en það er ómaklegt uppnefni. Oft eru þetta áhugaverðir náungar með óhefðbundna nálgun á tilveruna. Þeim gengur illa að fóta sig í hefðbundnu brauðstriti og lenda þá oft á bænum.

En enginn úr þessum hópi hefur haft hugmyndaflug til að bjóða sig fram í mikilvæg embætti, nema þá helst Jón Gnarr.

Heppnin var honum hliðholl, hann komst á framfæri sem skemmtikraftur og sýndi og ágætar kúnstir. Þorpsfíflin úti á landi eru ekki eins heppin, enda möguleikarnir færri á landsbyggðinni.

Að vera borgarstjóri krefst mikils af þeim sem því embætti gegna.  Það eitt að skipa sjálfan sig sem borgarstjóra, mann sem enga reynslu hafði, hvorki af pólitík né alvöru stjórnunarstörfum, sýnir mikið ábyrgðarleysi.

Enda kom í ljós að hann hafði ekki markað sér stefnu í neinum praktískum málum.

Segja má með sanni að ekki hafa allir staðið undir væntingum kjósenda, sem gegnt hafa embættum í umboði þeirra. En það þýðir ekki að gott sé að loka fyrir heilbrigða skynsemi og velja þann sem segir bestu brandarana.

Borgarstjóri hefur góð laun og þess vegna eigum við að gera miklar kröfur til þeirra sem embættinu gegna.

Ólafur Thors, sem af flestum er talinn einn merkasti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar, hafnaði ráðherraembætti sökum skorts á reynslu. Hann sagði að pólitík þyrfti að lærast eins og annað.

Ef við setjum standardinn ekki ofar, þurfum við ekki kosningar til borgarstjórnar. Þá geta fjölmiðlar hnusað kynlega kvisti, sem hafa skrýtnar framsetningar á skoðunum sínum og skellt þeim í stólinn.

En að sjálfsögðu eigum við að gera miklar kröfur og ekki kjósa fólk sem enga reynslu hefur í pólitík eða stjórnun, í stöðu æðsta embættismanns höfuðborgar Íslands.


mbl.is Fórnarlamb eigin brandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helstu fórnarlömbin í þessum farsa voru að sjálfsögðu íbúar Reykjavíkur.

Jóhann Elíasson, 30.6.2014 kl. 16:51

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Rétt við R.vikingar fórum verst út úr hans tilkomu,en framtíð í Póílik bíður hnekki um allt land,nýjast sem haft er eftir honum Gnarrinum er hann ættlar í FORSETAN!!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 30.6.2014 kl. 17:05

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Að hver verðskuldi það sem hann kýs yfir sig?

Er hægt að tala um fórnarlömb; ef að meirihlutinn velur þetta sjálfur?

Jón Þórhallsson, 30.6.2014 kl. 19:47

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Má þá ekki segja að minnihlutinn séu fórnarlömbin?

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 30.6.2014 kl. 19:59

5 identicon

"Oft eru þetta áhugaverðir náungar með óhefðbundna nálgun á tilveruna. Þeim gengur illa að fóta sig í hefðbundnu brauðstriti" Hljómar bara eins og lýsingin á öllum vísindamönnum, listamönnum og öðrum sem skara frammúr í einhverju öðru en ráðskast með aðra og valltra yfir þá í drottnunargirni. Ástæðan fyrir því að þú hefur rafmagn, sjónvarp, ísskáp, þekkir reikistjörnunar, getur mælt tímann og flogið flugvél, hugmynd sem hlegið var að að mönnum eins og þér sem fávitalegu hugarflugi þorpsfífla og brjálæðinga? Svona menn eins og þú ert að lýsa. Ekki menn eins og þessir hefðbundnir stjórnmálamenn. Þeir eru bara þarna til að ráðskast með menn eins og þig og hafa aldrei gert þér neinn greiða. Ég hvet þig til að losa þig úr fjötrum þíns eigin hugar, umfaðma eigið hugarflug og verða frjáls maður! Jón kom hérna ekki til neins nema segja þér það væri mögulegt. Meira að segja fyrir "þorpsfíflið" og þá getur þú það líka! Þú varst maður áður en þú leyfðir þeim að temja þig.

Súperman 1.7.2014 kl. 02:23

6 identicon

Gott að þú lest góðar bækur. Ef þú byrjar að lesa um Grikkina, sem arfleiddu okkur af flestum vísindum og áttu fleiri skrýtna kalla en allir hinir, þá sérðu fljótt að á hátindi Aþenskrar menningar og lýðræðis var henni stjórnað með hlutkesti. Lottó-kerfi valdi menn af handahófi í stjórnun borgríkisins. Og það virkaði það vel að þú værir ekki til eða vestræn menning ef einmitt þetta stjórnarform hefði ekki ríkt. Sannleikurinn er sá að ef menn væru valdir hér af handahófi, þá myndi líka ganga betur hérna á Íslandi. Of mikið af allra versta fólkinu, því sem fær mesta gleði af því að drottna yfir öðrum og vaða yfir þá með yfirráðasýki, takmarka tækifæri þeirra sækist eftir stjónmálum. Góðir menn og vandaðir eru of uppteknir við að fallegar hugsanir um það sem gleður góða menn, en þú getur fundið þá með lottó :) Lottóvinningur er algengari í stjórnmálum en maður sem kom þangað sjálfviljugur og sóttist eftir þannig starfi.

Súperman 1.7.2014 kl. 02:30

7 identicon

Þú mátt líka taka bláu pilluna og halda áfram að sofa eins og í Matrix, hlýða og vera þægur og trúa því að "þeir" séu svona rosalega færir umfram hvern sem er af almúgamönnum afþví "þeir" hafi svo mikla reynslu. Borgaðu svo bara áfram skattana þína og vertu launalaus varðhundur valdsins sem mun aldrei vinna fyrir þig. Eða villtu eitthvað betra?

Súperman 1.7.2014 kl. 02:32

8 identicon

Að segja að stjórnmálin hafi farið að hnigna við innkomu Jóns Gnarr er sögufölsun. Ógurlega er fólk fljótt að gleyma farsanum fyrir innkomu Jóns. Tökum bara dæmi  10 ár aftur í tímann:

  • Þórólfur Árnason frá 1. febrúar 2003 til 1. desember 2004.
  • Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá 1. desember 2004 til 13. júní 2006.
  • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frá 13. júní 2006 til 16. október 2007.
  • Dagur B. Eggertsson frá 16. október 2007 til 24. janúar 2008.
  • Ólafur F. Magnússon frá 24. janúar 2008 til 21. ágúst 2008.
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir frá 21. ágúst 2008 til 15. júní 2010

Hver borgarstjóri að meðaltali 1,83 ár við völd, síðan flugu hnífasettin hægri og vinstri,  menn stungu hvern annan í bakið af miklum móð.  Klíkuskapur, tvöfeldni, undirferli, o.fl. réði ríkjum þar sem ekkert var að marka hvað fólk sagði.  Skömm Sjálfstæðismanna er ekki lítil þar sem þeir voru ekki bara að berjast um stjórnvölinn við aðra flokka heldur einnig sín á milli og skipti þá engu máli hvaða meðul voru notuð. Síðan kom blessuð núverandi innanríkisráðherra og talaði fjálglega um samræðupólitík. Gott og blessað en hvar er hennar samræðupólitík í dag?  Þetta er fólkið sem gengisfelldi pólitíkina og gerði það eitt og óstudd. Það er hins vegar maður eins og Jón Gnarr sem því miður hefur tekist það vel upp að endurreisa orðspor pólitíkusa út á sinn einlæga og hreinskipta hátt.

thin 1.7.2014 kl. 09:35

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóhann Elíasson, Halli góðvinur minn, Jón Þórhallsson og Jóhann Kristinsson.

Þakka ykkur innlitið, ég hef litlu við þetta að bæta hjá ykkur, er sammála því sem þið segið.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2014 kl. 13:58

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Súperman, þér er greinilega mikið niðri fyrir, en ég er hræddur um að þú misskiljir mig illilega, eða ég hafi ekki talað nógu skýrt.

Ég tók það fram að það væri ómaklegt að kalla þessa menn "þorpsfífl", því þeir höfðu oft ansi skemmtileg sjónarhorn á tilveruna.

Og ég þekki fullt af sögum af snillingum sem þóttu undarlegir, en voru flinkir á vissum sviðum, Einstein er gott dæmi.

Hinsvegar varðandi Jón Gnarr, þá fannst mér hann alls ekki góður stjórnmálamaður og sjálfur lýsti hann því yfir að hann væri enginn stjórnmálamaður, þegar hann ákvað að hætta.

Einstein var flinkur í eðlisfræði, en svakalegur klaufi í fiðluleik. Ég heyrði þátt í útvarpinu, fyrir mörgum árum, þar sem haft var eftir vini Einstein, sem var fiðluleikari, að þegar meistarinn spilaði á fiðlu, var það hrein hörmung.

Einstein hafði vit á að gera það sem hann var sterkur í, hefði hann gerst fiðuleikari væri álit heimsins á honum annað.

Hann setti sjálfan sig í embætti sem hann kunni ekkert á. Slíkt hugnast mér alls ekki, en ég get virt aðrar skoðanir.

Hann tjáði sig af mikill vanþekkingu, nennti ekki að kynna sér staðreyndir og það er stjórnmálamönnum til vansa. Hægt er að nefna umæli hans varðandi hvalveiðar, þar var hann úti á túni. Svo hélt hann því fram að Jesús hafi verið korssfestur vegna samkynhneigðar, enginn fótur fyrir því.

Ég hef lesið talsvert um Gríska heimspeki og þeir ígrunduðu vel málin, það gerði Jón Gnarr ekki sem borgarstjóri.

En ég get ósköp vel skilið að fólki líkaði vel við Jón Gnarr sem borgarstjóra, við höfum nefnilega ólík sjónarhorn á málin.

Og þar sem þú hefur kynnt þér gríska heimspeki, veistu væntanlega hvað hún stendur fyrir, leit að sannleikanum. Og þeir gerðu ráð fyrir að maðurinn hefði ekki viskuna, hún væri aðeins til hjá Guði.

Við mennirnir sjáum hlutina með ólíkum augum, okkar sýn hefur brot af sannleikanum, svo með því að ræða saman og læra hvert af öðru færumst við nær hinni sönnu visku.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2014 kl. 14:11

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óttalega eru menn æstir um hásumarið thin. Er það lægðin sem hefur þessi áhrif?

Skoðanir fólks á mönnum og málefnum er hvorki sögufölsun né sagnfræði. 

Afturförin, að mínu mati, fólst í því að Jón Gnarr nennti ekki að gera nema það sem honum þótti skemmtilegt. Skoðaðu skýrslu um úttekt á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Þar kemur m.a. fram að borgarstjóri hafi þríþætt hlutverk, að vera leiðtogi meirihlutans, framkvæmdastjóri borgarinnar og andlit hennar útávið.

Jón hafði gaman af að vera andlit borgarinnar, að einhverju leiti leiðtogi meirihlutans, en mér virðist að Dagur hafi verið meira í því, get þó ekkert fullyrt um það með sannfærandi hætti.

Um framkvæmdastjórnina, þá nennti hann lítt að sinna henni, skýrsluhöfundar tóku fram að svo virtist sem borgarstjóri liti á hlutverk sitt valkæðum augum, þ.e.a.s. að hann geti valið og hafnað verkefnum eftir behag,

Þótt margt megi slæmt segja um þá sem þú taldir upp, þá nenntu þeir þó að sinna sínum skyldum. Það finnst mér kostur, því mér er meinilla við leti og að koma sér hjá verkum.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2014 kl. 14:19

12 identicon

Sæll Jón og takk fyrir svarið. 

Ég skal reyna að róa mig fyrst að ég er orðinn svona æstur.

Ég býst fastlega við að afturförin sem þú kallar svo hafi ekki falist í vinnu Jóns, öllu heldur að hún hafi verið byrjuð löngu áður þ.e. þegar t.d. Sjálfstæðismenn hráku Ólaf F. úr stóli borgarstjóra. Gjörningurinn sem gekk þá á man fólk eftir enda fékk Jón Gnarr þá yfirburðarkosningu í þeim sveitarstjórnarkosningum. 

Svo Jón það er ekki nóg að virðast sjá eða halda, þú verður að gata sýnt fram á það svart á hvítu  að Jón hafi bara viljað vera andlit borgarinnar.

Það er ósköp eðlilegt að andsdtæðingar Jóns geri allt til að gera lítið úr honum því að ekki hafa þeir getað sett neitt út á hann að öðru leiti.

Það er þín skoðun Jón að þeir sem ég nefndi hér að ofan hafi sinnt skyldum sínum, ekki fannst kjósendum það.

Síðan opnar Jón á þann möguleika að bjóða sig fram til forseta og er ég sannfærður um  að fjöldi fólks sé tilbúið til að ljá honum atkvæði sitt sérstaklega eftir frækilega famgöngu í borginni.

thin 1.7.2014 kl. 16:04

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Eitt er á hreinu tin, það er mjög erfitt, nánast ómögulegt að sanna hæfni eða vanhæfni stjórnmálamanna með óyggjandi hætti.

Einum er oftast þakkað ýmis verk, oftast sá sem er í forystu, jafnvel þótt hans samstarfsmenn eða jafnvel embættismenn hafi tekið mikinn þátt í að móta hugmyndina og koma í framkvæmd.

Því miður finn ég ekki skýrsluna um stjórnsýslu borgarinnar, en þar segir að borgarstjóri hafi ekki sinnt sínum skyldum og það hafi valdið vissu óöryggi í stjórnsýslunni. Það er augljóst að Jón Gnarr vissi ekkert þegar hann byrjaði og það eitt finst mér ábyrgðarleysi af honum. Mín skoðun er sú að fólk þurfu að hafa reynslu áður en það tekur svona hlutverk að sér.

Og varðandi það hvort ég telji þá sem þú nefndir hafa sinnt sínum skyldum, þá tel ég að þau hafi öll gert það, en misjafnlega vel. Þ.e.a.s. ekkert bendir til að þau hafi reynt að koma sér hjá því að vinna ýmis verk.

Í skýrslunni sem ég nefndi kemur líka fram að meirihlutinn undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, vann talsvert afrek með því að skapa þverpólitíska sátt um nauðsynlegar aðgerðir, til að milda áhrif hrunsins. Og það virðist hafa tekist vel, miðað við álit skýrsluhöfunda, en þeir voru fengnir af meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar til að meta stjórnsýslu borgarinnar.

Það er rangt að segja mig andstæðing Jóns Gnarr, ég vill honum aðeins gott og vona að honum gangi allt í haginn. Ég álít hann góðan mann sem vill vel og hann hefur einlægan vilja til að breyta til góðs.

En eins og hann sjálfur benti á, þá er hann enginn stjórnmálamaður.

Væri hann mikill stjórnmálamaður hefði hann ekki gefist upp eftir eitt kjörtímabil, heldur haldið áfram að berjast fyrir sínum hugsjónum, það tekur oftast mjög langan tíma að ná alvöru breytingum í gegn.

Og þótt mér líki ekkert illa við Jón Gnarr, þá vil ég hann ekki sem forseta.

Gjarna vildi ég sjá betri stjórnmálamenn en við höfum í dag og öðruvísi pólitík. Og þótt ég sé sjálfstæðismaður, eins og allir vita, þá tel ég okkur hafa fengið þau úrslit sem við verðskulduðum. Borgarstjórnarflokkurinn okkar hefur ekki staðið sig nógu vel og flokkurinn þarf að leggjast í talsverða naflaskoðun.

Reyndar er ekkert í pólitíkinni sem heillar mig um þessar mundir, hún er óttalega litlaus.

Jón Ríkharðsson, 1.7.2014 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband