"Af hverju er íslensk blaðamennska svona léleg?"

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður DV spyr þessarar spurningar í nýlegum pistli.

Svo svarar hann henni að hluta til sjálfur, það er m.a. vegna þess að hann veit ósköp lítið um það sem hann ritar í umræddum pistli.

Blaðamaðurinn fjallar í pistlinum um nýjustu bók Styrmis Gunnarssonar, þar sem segir frá upplýsingaöflun um íslenska sósíalista. Og Styrmir sendi þær til Bandaríkjanna.

Ingi Freyr segir eftirfarandi um það mál; "Erfitt er að líta á þessa upplýsingaöflun með neinum öðrum hætti en landráð".

Það er þá ekki bara slök söguþekking blaðamannsins, sem veldur þessum vanda sem hann nefnir, heldur opinberar hann skilningsleysi sitt á orðinu; "landráð".

"Landráð" þýðir smkv. íslenskri orðabók (og reyndar almennum skilningi) "maður sem svíkur land sitt".

Styrmir var ekki að svíkja land sitt heldur verja hagsmuni þess. Og til að skilja framangreint er nauðsynlegt að þekkja sögu kalda stríðsins og setja sig inn í hugsunarhátt þess tíma.

Íslenskir sósíalistar tjáðu sig með þeim hætti, að auðvelt var að óttast fyrirætlanir þeirra, án þess að fullyrt sé nokkuð um hvort þeir hefðu látið til skarar skríða. Líklegt er að þeir hefðu ekki framið þau illvirki sem menn óttuðust, en ótti manna við kommúnismann var alls ekki ástæðulaus.

Hugarfar sósíalista í kalda stríðinu birtist m.a. í leyniskýrslum sem SÍA (Sósíalistafélag íslendinga austantjalds) gerðu. Um lýðræðislegar kosningar sagði hópurinn m.a. :"Við álítum að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja neitt, nema á grundvelli sósíalismans". Og á öðrum stað í sömu skýrslu segir; "Fyndist okkur heiðarlegar, ef valdhafar lýstu yfir að þeir hefðu tekið völdin og létu engan komast upp með mótmæli, stefnubreytingar eða annað múður".

Hefði Ingi Freyr byrjað á að kynna sér söguna og vitað hvað orðið "landráð" þýðir, þá myndi hann gera sína eigin blaðamennsku skárri og vonandi myndu aðrir fylgja á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki lesið bókina hans Styrmis en ég tel mig hafa séð einhversstaðar að hann sendi skýrslurnar eingöngu til ritstjóra mbl en hafði grun um að þær færu í einhverjum tilvikum lengra.

Einhver benti á að það sem Styrmir var að gera væri í dag kallað rannsóknarblaðamennska, þótt það megi hugsanlega deila um hvað það athæfi ritstjóranna að senda upplýsingarnar lengra mætti kallast. Samt langt seils að kalla það landráð en menn kalla nú orðið ýmislegt landráð.

ls. 10.12.2014 kl. 10:21

2 identicon

Orðið landráð hefur lengst af þýtt viðleitni til að koma landi sínu og þjóð undir erlenda stjórn og afnema þannig sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar.  Fyrir slíkt afhæfi voru menn gjarna festir upp áður fyrr.  Þetta virðist vera stefna vinstri manna á Íslandi um þessar mundir, semsé að koma Íslandi undir stjórn Evrópusambandsins og afnema þar með sjálfákvörðunarrétt okkar.

Þorvaldur Guðmundsson 10.12.2014 kl. 11:05

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hef heldur ekki lesið bókina Is., en er búinn að lesa svolítið um pólitíkina í kalda-stríðinu.

Okkur þykir þetta svolítið svakalegt í dag, en á þessum tíma ríkti raunverulegur ótti við framgang kommúnismans og ekki að ástæðulausu. íslenskir kommar í stöðugu sambandi við Sovétríkin og ýmislegt í fari sósíalista benti til hættu.

Guðmundur J. Guðmundsson segir frá því í æfisögu sinni, að sú hugmynd hafi komið upp í röðum sósíalista að heltta ammóníaki yfir þingheim. Á sömu slóðum segir hann frá fyrirætlunum sósíalista, að hefta för lögreglu frá stöðinni og niður á Austurvöll. Það er vissulega alvarlegt mál, en sem betur fer hættu menn við báðar þessar fyrirætlanir. Og GUðmundur getur þess að njósnari úr röðum sjálfstæðismanna hafi verið á svæðinu.

Ætli þetta hafi ekki verið ástæðan fyrir njósnunum? Menn höfðu spurnir af ýmsum yfirlýsingum sósíalsita og vildu koma í veg fyrir þær.

Jón Ríkharðsson, 10.12.2014 kl. 12:31

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þorvaldur, ég túlka það ekki sem landráð, að vilja ganga í ESB, finnst það of sterkt til orða tekið. En ég er mjög andvígur inngöngu og er m.a. búinn að vera mörg ár í stjórn Heimssýnar.

Ég vill varast að ofnota orð, landráð er glæpur sem er innan refsiramma laga og saka fólk um alvarlega glæpi, því tek ég ekki þátt í.

Jón Ríkharðsson, 10.12.2014 kl. 12:33

5 identicon

DV er arftaki Þjóðviljans sáluga. Fyrir 30 árm hefði Ingi Freyr verið upptekinn við að telja okkur trú um hversu miklu betra það væri fyrir okkur að vera í Sovétinu. Þrátt fyrir ungan aldur, hefur maðurinn fullkiomið vald á kaldastríðshjalinu.

Og vissulega njósnuðu ríkisstjórnir vesturlanda um útsendara Sovétsins, og það af fullkomlega gildum ástæðum, þetta var hættulegt fólk. Landráðafólk.

Inga Frey er fullkomlega ljóst að Styrmir var ekki að njósna. En það skiptir engu máli fyrir áróðursmann. Fólk af kaliberi Inga lætur smáatriði eins og sannleikann ekkert þvælast fyrir sér. Ingi Freyr er gangandi dæmi um að fólk breytist ekkert. Sumir eru bara illa innrættir, óháð tíma og rúmi.

Hilmar 10.12.2014 kl. 16:27

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Alveg rétt sem þú bendir á Hilmar, íslenskir kommar voru í stöðugu sambandi við Sovétríkin og sú hætta var til staðar, að þeir byggju til kommúnískt ríki á Íslandi, sem hefði vissulega verið landráð.

Veit ekki hvað Ingi Freyr hefur mikla þekkingu. Hann skrifaði t.d. einu sinni um pólitík og sagði að Frosti Sigurjónsson ætlaði sér að hagnast á pólitík. Nú erum við Frosti ágætis kunningjar og ég veit að hann þarf enga pólitík til að græða á. Honum gekk nokkuð vel í viðskiptum.

Svo talaði hann eins og Jónína Bens, væri allt í einu farin að tjá sig um pólitík. Jónína hefur tjáð sig í mörg ár um pólitík. Pistlarnir hans lykta oft af vanþekkingu. Ég hef ekki lesið bókina hans, en gæti trúað að hún feli ekki í sér djúpa samfélagsgreiningu.

Jón Ríkharðsson, 10.12.2014 kl. 17:33

7 Smámynd: Baldinn

Það er semsagt í lagi að njósna um vonda fólkið og rússarnir gera innrás.  Síðan þegar við höfum ekkert gáfulegt að segja lengur að þá gerum við lítið úr blaðammanninum.

Þegar Björn Bjarnason var spurður um símhleranir sem faðir hans hafði heimilað að þá sagði hann. " þetta voru nátturulega vont fólk ".

Og hér er ég dottinn inn á síðu góða fólksins, þar sem sannleikurinn er.

Ég hef oft lesið bloggið þitt Jón, stundum sammála.  Hef litið á þig sem hófsaman hægri mann.  Hér ert þú að gefa afslátt á mannréttindum og vitnar í eitthvað sem einhver sagði einhvern tíman.

Þú veist að eins og með öll mál að þá má snúa þeim við og þá er komin sannleikur einhvers annars sem með sömu röksemdar færslu fer að hlera símann þinn.  Er ekki sagan að kenna okkur að hlutirnir voru bara ekkert svona svart/hvítir á tímum kalda stríðsins. 

Ég man vel eftir þeirri tilbúnu hræðslu " Rússarnir gera innrás".  Árið 2014 eigum við að vita að þetta var bull og í raun hafa Rússarnir reynst okkur alveg ágætlega.

Jóla kveðja.

Baldinn, 11.12.2014 kl. 10:50

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég veitt ekki annað að Rússar höfðu við okkar tvihliða samnig á nokkra ára bili og höfðum við vöruskyfti íog engin annar bauð hið sama,og var Kaninn hérna þá,Nei þessi Rússa hræðla hjá félga okkat B.B. var bara áróður að mestu leiti og hún byrjuð aftur/Kveðja Halli vinur þinn

Haraldur Haraldsson, 12.12.2014 kl. 18:21

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Baldinn, þú ert greinilega að misskilja mig, ef þú heldur að ég sé að gera árás á blaðamanninn. Eina sem ég bendi á eru sögulegar staðreyndir.

Það er vonlaust fyrir mig, að fullyrða eitthvað um þessi mál, ég var ekki fæddur þegar þessir atburðir áttu sér stað. En ég hef lesið söguna. Og á þessum tíma ríkti mikil tortryggni á báða bóga. Vitað er að íslenskir kommúnistar voru í nánum tengslum við Sovétríkin. Hvort raunveruleg hætta hafi stafað af þeim, við getum ekkert fullyrt um það. En það eru ólíkar skoðanir í gangi eins og allir vita.

Raunverulega það sem mér finnst helst gagnrýnivert hjá blaðamanninum er þessi fullyrðing um landráð hjá Styrmi. Hann stefndi íslenska þjóðríkinu aldrei í hættu með þessari upplýsingaöflun.

Og tilvísanirnar sem ég birti, eru hafðar eftir íslenskum sósíalstum. Ekki er hægt að fullyrða að þeir hefðu staðið við stóru orðin, en það var ekki vitað á þessum tíma og er ekki vitað ennþá.

Jón Ríkharðsson, 16.12.2014 kl. 15:37

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Halli minn góði vinur, ég veit um samningana við Rússa og þeir voru okkur í hag. Ég þekki alla þessa sögu.

Á tímum kalda stríðsins, eins og þú veist, var mikil tortryggni á báða bóga og ekki ætla ég, áratugum seinna að dæma hver ætlaði að gera hvað.

Ég var bara að túlka hugsunarhátt þessa tíma og vankunnáttu blaðamanns DV á sögunni.

Jón Ríkharðsson, 16.12.2014 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband