Hvers konar hvatir búa að baki?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag, veltir veltir Óli Kristinn Ármannson því fyrir sér, hvers vegna menn séu á móti Ice save samningnum. Hann spyr hvort menn séu hræddir við að eitthvað misjafnt komi í ljós varðandi stjórnsýslu liðinna ára.

Ég get náttúrulega aðeins svarað fyrir mig, ég er algerlega gallharður andstæðingur þessa hlandvitlausa samnings, sem Svavar og Indriði álpuðust til að gera. Steingrímur Joð sagði reyndar í viðtali í umræðuþætti Zetunnar á mbl.is, í mars 2009; "ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti, "OG ÉG LOFA ÞÉR ÞVÍ" að það er í sjónmáli, að hann landi, og hans fólk, "GLÆSILEGRI NIÐURSTÖÐU FYRIR OKKUR". Ég held að við getum átt þar í vændum farsælli niðurstöðu en kannski leit út fyrir að vera". Þetta er ekki skáldskapur minn, heldur hans eigin orð, það er hægt að nálgast viðtalið á mbl.is.

Ekki skil ég hugleiðingar leiðarahöfundar, varðandi andstæðinga samningsins. Það kemur ekkert við mig persónulega þótt eitthvað misjafnt komi í ljós, enda algerlega saklaus af öllum stjórnvaldsákvörðunum lýðveldisins. Enda er ég mestan part ársins úti á sjó, oft í lélegu símasambandi, þannig að það er erfitt fyrir mig að gera nokkurn skapaðan hlut í stjórnsýslunni. Mínir einu hagsmunir eru þeir, að geta lifað þokkalega í þessu landi og að geta brauðfætt mína fjölskyldu sómasamlega. Ég vildi gjarna vera í friði fyrir þessu norræna velferðarkerfi ríkisstjórnarinnar, sem gengur út á það að snarhækka skatta. Einnig vil ég að þau fækki skjöldum skjaldborgarinnar, hún gengur nefnilega út á það, að hækka álögur og gjöld á allan fjandann og það hækkar afborganir af húsinu mínu.

Það er nefnilega svo, að ef við þurfum að borga öll þessi ósköp til Breta og hollendinga, þá fer ríkisstjórnin að þétta skjaldborgina og efla norræna velferðarkerfið. Þótt við sjómenn séum vellauðugir, þá stöndum við illa undir fleiri skjaldborgum og norrænni velferð.

Svo veltir leiðarahöfundur því fyrir sér, hvort það sé andstaðan við ESB aðild og þess vegna vilji menn helst ófrið við aðrar þjóðir. Ég vil nú helst frið við alla menn og allar þjóðir. Færa má rök fyrir því, að ágæt leið sé að játast undir allt til að halda friðinn. En mér finnst nú betra að lenda í smá stælum, heldur en að lyppast niður fyrir andstæðingunum. Ekki veit ég hvort blessaður kallin hafi fylgst vel með umræðunni undanfarið. Við eigum nefnilega trausta og sterka bandamenn víða, meira að segja í Bretlandi og Hollandi, þannig að okkar málstaður er ekki alslæmur.

En andstaðan við ESB aðildina. Hún kemur til vegna þess, að mér finnst ástandið í ESB löndunum ekki vera neitt sérstaklega gott. Auk þess finnst mér vond tilhugsun að tapa yfirráðum yfir auðlyndum og utanríkismálum.

Mér finnst það afleit tilhugsun, að fæðast í sjálfstæðu lýðveldi, en deyja í litlum hrepp innan ESB.

En gott væri ef fleir svöruðu Óla Kristni og upplýstu hann um ástæður andstöðu okkar, hann virðist ekki vel upplýstur um þessi mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Málfundafélagið Óðinn

Sæll Jón, þetta er góður punktur.

Málfundafélagið Óðinn, 13.1.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll og blessaður gleðilegt ár flott grein hjá þér við verðum að verja okkur sjálf ekki virðist hrokastjórn Jóhönnu ætla að gera það.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll og blessaður!

Velkominn í bloggvinahópinn minn.

 Kveðja úr Garðabæ

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 14.1.2010 kl. 23:41

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka ykkur báðum fyrir innltið, Sigurður og Halldóra Lára.

Það er rétt hjá þér Sigurður, almenningur þarf að vinna verk ríkisstjórnarinnar, hún getur það ekki.

Takk fyrir Halldóra Lára og ég vertu einnig velkominn í minn hóp.

Jón Ríkharðsson, 15.1.2010 kl. 09:17

5 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Jón. Ekki finnst mér nokkur leið að skilja svona rök að við viljum kannski ófrið við aðrar þjóðir ef við sættumst ekki á Icesave og þú kemur með góð mótrök þarna.  Hvaða friður væri það að láta undan kúgun og ofbldi?  Kallar það ekki á aukið ofbeldi ef við leyfum fólki að fara þannig með okkur?  Maður getur aldrei sættst neitt ofbeldi eða skuld sem maður skuldar ekki og ég skil ekki hvað maðurinn er að fara.

Elle_, 16.1.2010 kl. 15:27

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.Góður pistill hjá þér,enda segir hann það,sem meginhluti vill segja.

Þeir sem ekki eru þér sammála eru þeir,sem vonast eftir einhverjum bata.Skiptir litlu þó hann sé skammvinnur.Þeir vilja bjarga sínum tota,en hugsa ekki um sína afkomendum.Fórna þjóðerni,stolti og auðæfum og framtíð landsins.

Ástand þjóðarbúsins er í erfiði stöðu,sem getum unnið okkur úr,þegar okkur hefur tekist að leiða alþjóð að því að við viljum sanngirni og réttlæti,og erum ekki tilbúnir að láta vaða yfir okkur með skítugum skónum.Þó að það taki langan tíma,að gera fólki það ljóst ,að við munum gjalda þess,sem okkur gjalda ber,en ekki skrifa undir óútfylltan víxil,sem mun leiða okkur í glötun til aldurs og ævi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.1.2010 kl. 22:33

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill Jón.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband