Málsvörn Indriða H.

Blessaður kallinn hann Indriði H. fer mikinn á ritvelli Fréttablaðsins í dag. Þar finnur hann sér flest til réttlætingar og heldur ennþá fram okkar skuldbindingum við Breta og hollendinga og endar á að segja að við eigum ekki að ganga með "betlistaf í hendi".

Ástandið sem skapaðist við hrunið haustið 2008 gerði það að verkum, að skynsemi þjóðarinnar hvarf að mestu leiti, hvort sem um er að ræða almenning eða stjórnvöld. Íslendingar töpuðu allri sjálfsvirðingu um stund og skömmuðust sín fyrir framgöngu fjármálamanna þjóðarinnar. Bretar og hollendingar notfærðu sér ástandið og gengu hart að fulltrúum þjóðarinnar á þessum tíma. Ekki má gleyma, að Gordon Brown þurfti að bjarga sinni pólitísku stöðu. Þess vegna setti hann á hryðjuverkalögin og gekk hart eftir því að Íslenska ríkið tæki ábyrgð á íslenskum fjárglæframönnum.

Íslendingar hafa ávallt viljað standa við sínar skuldbindingar á alþjóðavettvangi og er það ástæða þess góða lánshæfismats, sem bankarnir nutu góðs af í góðærinu fræga. Ég geri ráð fyrir, að fyrri ríkisstjórn hafi ekki haft allar þær upplýsingar ásamt þeim góða rökstuðningi sem nú liggur fyrir, varðandi greiðsluskyldu okkar og ábyrgð.

Hafi málið verið rætt af yfirvegun og skynsemi, bæði af hálfu okkar og viðsemjendanna strax í upphafi, þá hygg ég að niðurstaðan hafi verið önnur. En Bretar og hollendingar eru klókir samningamenn og harðsnúnir, þeir sáu veikleika okkar og gerðu okkur heimaskítsmát í fyrsta leik að heita má. En það var ódrengileg framkoma hjá þeim, eins og bent hefur verið á af lærðum mönnum sem og leiknum.

Hafi menn játað ranga sök, eins og gerst hefur verið í þessu máli, þá eru mörg fordæmi fyrir því að mál hafi verið tekin upp á ný. Það er endalaust hægt að þræta og hártoga mál fram og til baka, en það skilar engu. Nú þarf að byrja frá grunni og nota þá gömlu góðu aðferð sem vel hefur gefist í árþúsundir, styðjast við lög. Samkvæmt laganna hljóðan þá berum við ekki ábyrgð á þessum skuldbindingum. Siðferðilegar skuldbindingar eru mjög óljósar og hæpið að hægt sé að byggja á þeim. 

Í deilum eru ávallt til tvö eða fleiri sjónarmið. Ég get vel skilið að viðsemjendur okkar hafi annað sjónarmið en við, það er eðlilegt. En það er í hæsta máta óeðlilegt að hálærðir háskólaspekingar haldi á lofti sjónarmiðum andstæðinga okkar. Enn fáránlegra er að ríkisstjórnin geri slíkt hið sama.

Og Indriði H., sem ráðin var til að halda okkar sjónarmiðum á lofti, segir gæðakonuna Evu Joly vera "of djúpt sokkna í lögspeki", þegar þessi klára kona ver okkur með oddi og egg út um allan heim. Þetta er undarlegt þakklæti fyrir stuðninginn. Skyldi hann hafa ofmetnast svona mikið þegar Steingrímur Joð fól honum þetta mikilvæga verkefni, að hann sé nú orðinn hæfari heldur en Eva Joly, sem unnið hefur fyrir ESB árum saman. Kannski finnst honum hann Alain, sem tók þátt í að semja viðbætur laganna of djúpt sokkinn í lögspekina líka? "Ja miklir menn erum við Hrólfur minn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður og snarpur pistill hjá þér, nafni! Já, og tímabær – hvort hann er!

Þetta er t.d. laukrétt hjá þér: "Samkvæmt laganna hljóðan þá berum við ekki ábyrgð á þessum skuldbindingum. Siðferðilegar skuldbindingar eru mjög óljósar og hæpið að hægt sé að byggja á þeim." – Höfum það ávallt í huga, að okkur ber jafnan að gera ýtrustu kröfur varðandi réttarstöðu lands og þjóðar og ekki sízt vegna barna okkar. Annað er ósiðlegt.

Og merkilegt, hvað Indriði er í raun "djúpt sokkinn", eins og sýnir sig í því, þegar hann vogar sér að beina spjótum sínum að Evu Joly!

Vesæld og ófyrirleitni í senn birtist í skrifum margra Icesave-sinna, sem þannig hugsa og skrifa. Fréttablaðið birtir þetta með augljósri velþókknan, sbr. leiðaraskrif Jóns Kaldal o.fl. og áður Þorsteins Pálssonar. Þá er Sverri Jakobssyni slegið þar upp með eymdar- og réttleysisboðskapinn, síðast í gær. Ég held það sé í raun rétt, sem Guðmundur Jónas Kristjánsson (zumann.blog.is) hefur endalaust hamrað á, en sumir kannski dregið í efa, að sósíalistum – jafnvel ekki hinum lærðustu þeirra – er hreint ekki treystandi fyrir því að verja rétt landsins og þjóðarhag.

Velkominn í land – gott er að þú hefst strax handa í baráttunni!

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góð úttekt Jón og ég er henni algerlega sammála. Sviksemi Sossanna er eindregin, ærulaus og öllum kunn. Það sem er þó öllu verra er að ekki verður betur séð en stjórnmálstéttin öll sé að sameinast um svið við þjóðina. Um þetta fjalla ég í mínu bloggi í dag.

Afnám þjóðaratkvæðis, sem nú þegar er hafið er landráð. Öllum má vera ljóst hvílíkan styrk við sækjum í þjóðaratkvæðið, þegar Icesave-ábyrgðunum hefur verið hafnað. Nú tala forustumenn Fjórflokksins opinskátt um að afnema atkvæðagreiðsluna í miðjum klíðum. Hvílík skömm !!

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.2.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hann ætti að gæta að því að fólkið í landinu þurfi ekki að ganga með betlistaf í hendi, mann garmurinn.

Eyjólfur G Svavarsson, 10.2.2010 kl. 11:18

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Jón!

Fín úttekt sem ég er svo hjartanlega samála, þú hefur þök fyrir fá mér.

Þórólfur Ingvarsson, 10.2.2010 kl. 22:15

5 Smámynd: Elle_

Gott Jón.  Já, hvaða betlisstaf ætli Indriði meini?  Ekki þó betlisstaf þeirra Icesave-sinna og ræningjanna úr Evrópu, sem ætla að stela af okkur skattpeningunum okkar???  Og hvað á það að þýða að ráðast gegn verndar-engli okkar, Eva Joly?

Elle_, 10.2.2010 kl. 22:48

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Langt síðan að ég hef látið í mér heyra. Frábær pistill og athugasemdir fróðlegar.

Ótrúlegt hvað sumir geta verið blindir og heilaþvegnir í rauðri sósu.

Lýst ekki á ef það á að aflýsa að við getum greitt atkvæði með eða á móti Icesave.

Nú þarf Loftur að tala við sína menn.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.2.2010 kl. 22:57

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Þakka góðan pistill.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 11.2.2010 kl. 05:20

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem einkennir viðbrögð Indriða öðru fremur er heimska hans. Hann heldur greinilega að skrif sín séu til þess fallin að létta ábyrgð af VG-klíkunni. Með því að draga fram kröfugerð Breta og Hollendinga, sem sýnir að VG-klíkan hefur gengið að öllum þeirra kröfum, er Indriði þvert á móti að sanna eigin vanhæfni.

 

Indriði reynir að gera lítið úr þerri merku viðspyrnu sem tókst að skapa með Brussel-viðmiðunum. Það er í góðu samræmi við hvernig Svavars-nefndin hélt á málinu, það er að segja hneygja sig djúpt fyrir nýlenduveldunum. Með málflutningi sínum er Indriði því að staðfesta það sem flestir hafa lengi vitað, að hann er einhver vanhæfasti embættismaður ríkissins.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.2.2010 kl. 08:45

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður pistill hjá þér, Jón. Það er erfitt að skilja hvaða hvatir liggja að baki sjónarmiða þeirra félaga í fjármálaráðuneytinu og þeim sem tengjast þeim í gegnum Icesave-klúðrið. Og þvælan í prófessornum er alveg með ólíkindum og ætti að halda henni innan veggja háskólans. Helst í læstum skáp.

Ómar Bjarki Smárason, 11.2.2010 kl. 12:56

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sektartilfinning spilar án efa inn í, svo er hugleysi til skammar. 

Júlíus Björnsson, 11.2.2010 kl. 14:32

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Góður pistill,þakka þér.

Þetta Icesave-mál ætlar að vera mál aldarinnar.Það virðist alveg sama hversu mikið er fjallað er um þetta mál.Alltaf skal nýtt fram á sjónarmiðið.

Maður er búinn að fá svo mikið leið á þessu máli,að maður þorir ekki að leggja það til,að málið verði tekið upp á nýju og þá frá rótum þess.En þá þarf að leggja til að málið fara til dómsvalda,ekki síst vegna þess að það er full þörf á því,að stjórnin og alþingismenn fari að sinna öðrum málum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.2.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband