Misvísandi túlkun laga.

Umræðan um innistæðutryggingar hefur staðið lengi. Virtir fræðimenn í lögum hafa tjáð sig um þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu beri ekki að borga. Einnig hafa útlendingar sem vel þekkja til laga sambandsins verið sammála okkar hámenntuðu og reyndu lögspekingum, nægir þar að nefna Evu Joly og Alain Liepitz, menn hljóta að vera sammála um að þau hafi góða þekkingu á löggjöf sambandsins.

Framkvæmdastjórn ESB segir einnig að ríki á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innistæðum í föllnum bönkum.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er nú samt að þvarga um þetta mál og bendir á að í ljósi þess að íslendingar veittu fé inn í bankanna til að verja kerfið í heild sinni þá beri okkur að borga. Eftirlit með fjármálakerfi ESB ríkja brást, það er hægt að segja að eftirlit nær allra ríkja hins vestræna heims hafi brugðist. Þess vegna eru flest lönd búin að dæla stórfé í sína banka til að halda andlitinu.

Þetta bendir til þess að túlkun á reglum innan sambandsins getur verið mjög snúin, enda er það eðli lögfræðinnar að finna rök með og á móti.

Styrkur þjóða felst í samstöðu. Það er ekki heppilegt þegar íslendingar sem hlustað er á í útlöndum taka undir sjónarmið andstæðinganna. Hefur það nokkurn tíma gerst í stríði að einhver snúi sér við og fari að skjóta niður eigin hersveit vegna þess að þeim finnst eigin her svo þröngsýnn og leiðinlegur?


mbl.is Bera ekki ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband