Indriði H og Steingrímur Joð gleðjast.

Nú gleðjast þeir félagar Steingrímur Joð og Indrið H., það er nefnilega von á nýjum skattahækkunum.

Fyrir kosningar reiddist fjármálaráðherrann mönnum sem bentu á það fyrir síðustu kosningar, að hann myndi hækka skatta. En nú ætti landsmönnum að vera það fulljóst að ef það kemur vinstri stjórn, þá hækka skattar. Það er eins öruggt og sólin kemur upp þegar nóttin kveður.

Ekki er ég nú viss um að margir deila þessari gleði með þeim fóstbræðrum. Skoðun flestra hagfræðinga er sú, að skattahækkanir í kreppu séu glapræði. En Indriði, hann er svo mikill skattakall, að hann sagði eitt sinn að skattahækkanir gætu nú örvað hagvöxtinn. Erfitt held ég, að hægt sé að sannfæra aðra hagfræðinga um þessa vafasömu speki. Jú kannski Þórólf, hann er mjög veikur fyrir sérstæðum kenningum.

Ég geri ráð fyrir að flestir hafi vitað að þegar Steingrímur Joð setti vin sinn Indriða H. í endurskoðunarnefnd um skattamál, að skattar yrðu hækkaðir.

Nú á fjármálaráðherra eftir að berja þessar tillögur í gegn um þingið og eflaust telur hann sig eiga inni greiða hjá samstarfsflokknum.


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nágrími og Handriði er því miður ekki ljóst að skattar eru ekki reiknaðir með línulegum skilum og að það borgar sig að setja dæmi upp í Excel en ekki notast við talnagrind og reglustriku....

Þessir steingerfingar væru best geymdir 6 fet undir eins og fyrirmyndir þeirra Stalin og Maó...

Óskar Guðmundsson, 14.8.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Skattar og skattsvik eru samtvinnuð.

Ein reglugerð er sett,þá eru 4-5 leiðir í kringum þær.

Oftast er það hinn berskjaldaði launþegi,eldri borgari eða öryggi,sem verða fyrir barðinu á skattayfirvöldum.Þar sem þeim er ekki fært að leyna  uppgjörum frá vinnuveitanda eða frá bönkum.

Lögaðili getur aftur á móti,breytt eigin nauðsynjum í kostnað fyrirtækja." Það fer oft illa í mínar fínustu taugar,er stend í biðröð við kassa verslanna,þegar fólk biður um sérnótu með kennitölu fyrir matvörum fyrir heimili sitt"

Nú er enn ráðist á sparifé aldraða með hækkun fjármagnstekjuskatt,þá spyr maður.Hvað getur fólk gert,því til varnar?Ein lausnin er að taka fé út úr bönkum til geymslu án vaxta í bankahólfum eða bara undir koddanum.

Hver yrðu áhrifin?Fólk misstu af vöxtum(neikvæðum),en losnuðu við fjármagntekjuskattinn og skerðingu tryggingarstofnunnar.

Bankarnir misstu af fé,sem þeir á ávaxta í lánum eða kaupum af skuldabréfum Seðlabankans.Fyrirtækin fengu ekki lán til framkvæmda.Hagvöxtur yrði enginn.

Jóhanna hefur sagt fólki að eyða og versla,það bætir hagvöxt,á sama tíma vinnur stjórn hennar að hirða allar innstæður og eignir þjóðarinnar með sköttum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.8.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband