Foringjadýrkun vinstri manna.

þessi ummæli Lilju Mósesdóttur sýna það með augljósum hætti hversu auðsveipir vinstri menn eru og hræddir við að berjast gegn vilja forystunnar. Oft hefur því verið logið í fjölmiðlum að sjálfstæðismenn eigi við þennan vanda að etja, en svo er ekki.

Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vildi forystan að þingflokkurinn gerði málamiðlun varðandi ESB. Fundurinn reis upp og mótmælti kröftuglega og fékk sínu framgengt. Við sjálfstæðismenn höfum nefnilega sjálfstæðar skoðanir og erum óhrædd við að láta þær í ljós, jafnvel þótt forystan sé ekki á sama máli.

Enda rúmar Sjálfstæðisflokkurinn margar ólíkar skoðanir, þótt öll séum við vitanlega fylgjandi meginstefnu flokksins varðandi frelsi einstaklinga til orða og athafna.

En sjálfstæðismenn hafa lítt verið að gorta af þessu, okkur finnst einhvern veginn það liggja í hlutarins eðli að allir séu jafnir og hafi þar af leiðandi jafnmikið um málin að segja.

Þeir sem setið hafa fundi flokksins muna eflaust eftir mörgum dæmum þar sem hurðum var skellt og hart tekist á um hin ýmsu mál. En það er ekki alltaf verið að auglýsa öll rifrildi sem fram fara, á endanum tekst yfirleit að ná sáttum sem betur fer.

En Vinstri grænir eru stöðugt að grobba sig af miklum byltingarhug og að þeir standi svo fast við sínar sannfæringar.

Mér dettur í hug gamalt og gott máltæki; "hæst gellur í tómri tunnu".

 


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er ekki það eina. Það er einmitt alveg eikennandi fyrir vinstir menn og allra helst kommúnista að allt er öfugt sem frá þeim kemur, eins og ég hef reyndar margbent á. Segi þeir hvítt, er það svart og öfugt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.11.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Vilhjálmur, þeta er hárrétt hjá þér.

Það er óskiljanlegt hversu vel þeim hefur gengið að fá fólk til að trúa sér.

Jón Ríkharðsson, 21.11.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála því að blind foringjadýrkun er stórhættulegt fyrirbæri eins og sagan hefur svo oft sannað. Þessvegna fór mjög illa fyrir íslensku þjóðinni þegar þetta fyrirbæri reið húsum samtímis í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Afleiðingarnar finna allir núna á eigin skinni.

Þórir Kjartansson, 21.11.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband