Þetta er nú meiri sauðurinn.

Sumum kann að þykja það ómaklegt gagnvart blessaðir sauðkindinni, að líkja stjórnarliðum við hana, en það er ekki verið að niðurlægja þá ágætu skepnu. Eflaust veit sauðkindin það af eðlishvöt sinni, að hún er ekki vel til þess fallin, að stjórna landinu.

Sauðseðli hentar ekki í mikilvæg embætti þótt það sé vissulega nóg, til að komast skammlaust í gegn um lífið.

Fólk sem náð hefur miðjum aldri, ætti að vera farið að þekkja styrkleika sína og veikleika.

Steingrímur er frábærlega mælskur, hann hefur gott vald á íslenskri tungu og gæti eflaust orðið þokkalegur í hinum ýmsu störfum. Hann átti góða spretti í stjórnarandstöðu, það var rétt hjá honum að skrifa grein í moggann þess efnis, að okkur bæri ekki að borga fyrir Icesave, eins var það rétt hjá honum að segja, að sá stjórnmálamaður sem treysti ekki þjóðinni til að höndla beint lýðræði, hann væri vart traustsins verður.

En að ljúga því að sjálfum sér, að hann væri hæfastur til að tala máli íslensku þjóðarinnar, fari svo að samningarnir yrðu felldir, það er stórkostlegt ofmat á eigin getu.

Síðustu tvö ár hefur hann sýnt það og sannað, að varla finnst vanhæfari einstaklingur, nema ef vera skyldi vinkona hans Jóhanna, til þess að tala máli íslensku þjóðarinnar.

Já í þessu máli er hann óttalegur sauður karlanginn.


mbl.is Óvíst hvort kjósa þyrfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón þetta er svo mikið klór í bakkann að það hálfa væri nóg, sama vælið á síðustu stundu eins og síðast...

Það tekur því ekki að kjósa vegna þess að það er nýtt og betra í sjónmáli...

Sorgleg staðreynd  fyrir okkur að vera með svona Fjármálaráðherra. Maður skammast sín liggur við fyrir að vera Íslendingur vegna veruleikafyrrtrar Ríkisstjórnar sem er í engum takt við Þjóð sína...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl við hreinsum út úr alþingi eftir helgi og ekki van þörf á!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 16:11

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir innlitin Ingibjörg og Sigurður, það þarf að endurnýja á þingi, það er alveg rétt.

Ingibjörg mín, við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir neitt, það eru til asnar í öllum löndum, oftast komast þeir ekki í æðri stöður.

En sökum reiði og ótta, þá álpaðist fólk til að kjósa þessa flokka yfir sig.

Jón Ríkharðsson, 8.4.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband