Engin ástæða til að óttast Moody' s.

Ótti er stórhættulegt fyrirbæri þegar fólk lætur stjórnast af honum, það var m.a. vegna óttans og reiðinnar reyndar líka, sem ríkisstjórnin komst til valda.

Og nú ætla sumir að láta óttann lengja líf ríkisstjórnarinnar.

Besta leiðin til að sefa ótta er að nota almenna skynsemi.

Fjármálaheimurinn hlýtur að láta fleiri atriði ráða sínum gjörðum heldur en lánshæfismat fyrirtækja, sem hafa reynst ómarktæk á umliðnum árum. Þeir sem starfa við fjárfestingar og lánastarfsemi meta heildarmyndina í stað þess að taka mark á einstökum matsfyrirtækjum, það liggur í augum uppi.

Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum hugsandi manni í hug sú þvæla, að einhver sé hæfari til að greiða skuldir, ef skuldabyrðin eykst til muna eins og gerist ef við borgum Icesave?

Ef við neitum að samþykkja vitleysuna, þá verðum við allavega í skjóli næstu árin og þá er hægt að nýta tímann til að kynna okkar málstað erlendis og auka fjárfestingar.

Hverjum dettur í hug að halda því fram, að erlendar lánastofnanir séu að spekúlera í Icesave? 

Ef einhver er með góða viðskiptahugmynd og tekst að sannfæra erlenda banka, þá lána þeir, því þeim er nákvæmlega sama hvers lenskur viðkomandi er. reyndar er eina hættan sú, að ríkisstjórnin komi í veg fyrir lánin með asnaskap sínum og fábjánahætti, en Icesave spilar þar ekki inn í að nokkru leiti.

Ég hvet alla íslendinga til þess að eiga notalegt kvöld, slaka vel á og vakna jákvæðir og glaðir í fyrramálið. Þá er hægt að skreppa á kjörstað og segja JÁ við hagsmunum þjóðarinnar, með því að segja NEI við Icesave.


mbl.is Viðtal: Óvíst að vextir hækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm mitt svar verður NEI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 23:02

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón og Ásthildur" Nei, er komið á blað hjá mér, Lifið heil. Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.4.2011 kl. 00:43

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já hér má sjá mitt svar :)  http://huxa.blog.is/blog/huxa/

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2011 kl. 00:58

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Daníel Sigurðsson, 9.4.2011 kl. 05:52

5 Smámynd: Þórður Einarsson

Búinn að segja NEI vona að allt okkar fólk skili sér á kjörstað.

Þórður Einarsson, 9.4.2011 kl. 13:15

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gott að vita baráttuandann hjá ykkur Ásthildur Cecil, Eyjólfur, Jóna Kolbrún, Daníel og Þórður.

Ég segi vitanlega nei við þessari þvælu, eins og þið.

Jón Ríkharðsson, 9.4.2011 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband