Hún er vitlausari en Jóhanna.

Þá hefur Jóhanna glatað þeirri vafasömu nafnbót, að vera vitlausasti stjórnmálamaður lýðsveldisins frá upphafi og Sif Friðleifsdóttir tekið við henni, eftir að hafa komið með þá alvitlausustu hugmynd, sem heyrst hefur á þingi til þessa.

Framsóknarflokkurinn á möguleika á að bæta við sig fylgi, Sigmundur Davíð hefur sýnt mjög góða leiðtogahæfileika og flokkurinn getur styrkt sína stöðu verulega, ef rétt er á málum haldið.

En þá kemur Sif og heimtar að verða hluti af verstu ríkisstjórn sem setið hefur hér á landi frá upphafi lýðveldistímans.

Flestum hættir til að gera mistök þegar þeir eru að tileinka sér ný og framandi hlutverk.

Sigmundur Davíð gerði stór mistök, þegar hann í upphafi formannsferilsins leiddi Steingrím og Jóhönnu til valda. 

Það er hægt að fyrirgefa manni svona aulamistök, sem er nýbyrjaður í pólitík, auk þess voru uppi afar sérstakir tímar þá og furðuleg stemming hjá þjóðinni í kjölfar hrunsins.

En þegar þingmaður með mikla reynslu, heimtar að fá að gera sömu mistökin aftur, þá hlýtur það að teljast merki um stórkostlegan skort á skynsemi og dómgreind.

 

 

 


mbl.is Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Framsókn í ríkisstjórn? Nei, nú segi ég bara eins og Geir, guð blessi Ísland!

corvus corax, 12.4.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: K.H.S.

Hún sagði Já í kosningunum en vill nú vera memm til að koma baráttumálum Nei sinna á framfæri. Hvað er vitlausara. Henni tekst kanski ásamt Grautargrímssyninum að kljúfa Framsókn og setjast endanlega í Samspillinguna.

K.H.S., 12.4.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Jón Sveinsson

LENGI GETUR VONT VERSNAÐ.

Jón Sveinsson, 12.4.2011 kl. 11:40

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Corvus Corax, þótt ég sé ekki framsóknarmaður, þá hef ég aldrei látið flokksgleraugun byrgja mér sýn.

Mér finnst margt jákvætt á ferðinni í Framsóknarflokknum um þessar mundir, Sigmundur Davíð á fína spretti og virðist vaxandi og mikil endurnýjun hefur verið í flokknum.

Vissulega reynir ekki á framsóknarmenn fyrr en þeir komast til valda, en varðandi bæn Geirs H. Haarde, þá hefur hún fengið jákvæðar viðtökur hjá Guði.

Við getum allavega ekki þakkað núverandi ríkisstjórn fyrir það, að íslendingar skrimti ágætlega, svona allflestir enn sem komið er.

Það er kraftaverk að við skulum ennþá vera hluti af hinum vestræna heimi, þrátt fyrir núverandi ríkisstjórn.

Jón Ríkharðsson, 12.4.2011 kl. 12:52

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ætli Siv sakni ekki þess tíma sem hún var ráðherra og sé til í að gera hvað sem er, til að komast aftur í þessháttar stöðu.

Mér skilst að hlunnindi þau sem ráðherraembættum fylgja séu æði góð.

Allavega sagði ágætur vinur minn, sem lengi hefur starfað á þingi, að það hefðu verið mikil viðbrigði þegar hann varð venjulegur þingmaður aftur, eftir að hafa verið ráðherra.

Jón Ríkharðsson, 12.4.2011 kl. 12:54

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég veit það ekki nafni, eigum við ekki að vona að eitthvað fari upp á við á næstu misserum?

Jón Ríkharðsson, 12.4.2011 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband