Þetta kom víst formanninum á óvart.

Hinn margtuggni frasi "nýir vendir sópa best" er ekkert annað en hæpin alhæfing, sem sjaldan stenst.

Ekkistjórnmálamennirnir í Besta flokknum eru afar sérstæðir, svo að ekki sé dýpra í árina tekið að þessu sinni. Karl Sigurðsson, sem hefur með umferðarmál í borginni að gera, er víst alveg rasandi hissa á því, að skiltin hafi verið sett um, án þess að samþykki lögreglu hafi verið fengið fyrir því.

Raunar minna viðbrögð borgarfulltrúans á undrun forsætisráðherrans yfir ástandinu í bankamálum, en hún var mjög hissa á þessum fréttum sem hún sá í fjölmiðlum.

Þótt hefðbundir stjórnmálamenn hafi ýmsa galla, þá vissu þeir nú oftast nokkurn veginn hvað var að gerast.

Já, ég sakna þeirra tíma þegar hefðbundnir stjórnmálamenn voru við völd.

Það hefur komið í ljós, að þetta ekkistjórnmálalið er það alvitlausasta sem hægt er að hugsa sér.


mbl.is „Plastpokaskilti“ verða tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband