Pólitískar ofsóknir gegn Geir H. Haarde.

Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde eru ekkert annað en pólitískar ofsóknir, því augljóst er að hann olli ekki efnahagshruninu.

Ef fólk les skýrslu finnska bankasérfræðingsins Kaarlos Jäänari, þá kemur þar m.a. fram, að engin stjórnsýsla getur komið í veg fyrir gjaldþrot fjármálastofnana, stjórnendur þeirra bera fyrst og fremst ábyrgð.

Múgsefjunin í samfélaginu var slík, að enginn stjórnmálamaður hafði kjark eða burði til þess, að setja lög til að minnka bankanna eða þvinga þá til eins eða neins. Við megum ekki gleyma því, að enginn sá hið raunverulega hrun fyrir, alls enginn lifandi maður.

Ekki svo löngu fyrir hrun, sögðu stjórnendur bankanna að þeir væru svo sterkir, að þeir gætu staðið af sér þá lánsfjárkreppu sem komin var, forstjóri Glitnis sagði m.a. í viðtali að styrkur bankanna væri helst sá, að þeir væru bæði viðskipta og fjárfestingabankar, það dreifði áhættunni.

Hafi Geir H. Haarde dottið til hugar að þvinga bankanna til að selja eignir eða eitthvað annað sem hamla myndi stærð þeirra, hefði hann strax verið skotin í kaf. Minna má á að mörgum þótti það ábyrgðarleysi hjá Davíð Oddsyni að tala um væntanlega lækkun á íbúðarverði, allt að 30%, það átti að hafa slæm áhrif á markaðinn.

Í ljós hefur komið að bankarnir sendu inn rangar og villandi upplýsingar til eftirlitsaðila, það var ekki vitað fyrir hrunið, það kom margt í ljós, varðandi óábyrga hegðun stjórnenda þeirra þegar málin voru skoðuð, eftir að hrunið skall á.

Öllum ber saman um, pólitískum andstæðingum og samherjum Geirs, að hann sé vandaður og heiðarlegur maður. Hann hefur mun betra orðspor heldur en ráðherrar dagsins í dag. Þegar atburðarrásin hefur átt sér stað, þá er hægt að sjá ýmislegt sem betur mátti fara, þannig er það alltaf.

Heiðarleiki Geirs birtist m.a. í því, að hann skipaði rannsóknarnefnd til að rannsaka eigin störf.

Mun Steingrímur J. Sigfússon skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka þátt hans í því, að færa skjaldborg fyrirtækja og heimila til erlendra vogunarsjóða, sem enginn veit hverjir eru, nema þá hann sjálfur og hans nánasta samstarfsfólk?

Ástæðan fyrir réttarhöldunum er mjög einföld.

Vinstri menn hafa lengi beðið eftir tækifæri til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og fólk með kommúníska hugsun hikar ekki við að beita óþverrameðölum, til þess að verja málstaðinn.

Flestir vita að ríkisstjórnin er ósamstíga í flestum málum, hún ætti ekki að geta setið af þeim sökum, en það er eitt sem heldur þeim saman og það er mjög sterkt lím, það er hatrið á Sjálfstæðisflokknum.

Lögfróðir menn hafa bent á það, að óþekkt sé í lýðræðisríkjum að ákæruefni séu birt á vefsíðu sem er aðgengileg öllum. Það virðist vera búið að dæma hann sekan áður en réttarhöldin hafa farið fram og honum ekki gefin kostur á að verja sig.

Ef þjóðin vill réttlæti, þá á hún að krefjast þess, með fullum þunga og án þess að gefa nokkuð eftir, að núverandi ríkisstjórn þurfi þá líka að svara til saka varðandi Icesave málflutninginn, þar sem átti að blekkja þjóðina til að borga gríðarlegar upphæðir, skjaldborgina til vogunarsjóða osfrv.

Geri hún það ekki og láti málaferlin yfir Geir standa, þá eru kröfur Þjóðfundarins um réttlæti ómarktækar með öllu.

 


mbl.is Málsvörn til stuðnings Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Ekkert er ómögulegt segir orðatiltækið og það sannast hér heldur betur. Að vammlausasti stjórnmálamaður síðari tíma skuli vera stefnt fyrir rétt, fyrir brot sem enginn getur fest hönd á, af fólki sem hefur brotið svo stórlega gegn þjóð sinni eins og þau lítilmenni hafa gert sem að þessari skömm standa, já allt getur gerst þar sem hugarfar illskunar ræður för.

Góð grein Jón, Sjálfstæðismenn munu mynda skjaldborg um sannleikan í máli Geirs H. Haarde.

Sveinn Egill Úlfarsson, 7.6.2011 kl. 06:23

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sveinn, að sjálfsögðu styður allt réttsýnt fólk Geir í þessu máli.

Hann er ekkert annað en fórnarlamb pólitískra ofsókna, en það er víst það eina sem vanhæfir stjórnmálamenn geta stundað til þess að dreifa athyglinni frá eigin klúðri.

Jón Ríkharðsson, 7.6.2011 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband