Vantraustsyfirlýsing á Össur.

Ósk þingmanna stjórnarndstöðunnar um að samskipti við ESA og EFTA, vegna Icesave, sé á forræði Árna Páls er augljóslega vantraust á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Enda þekkja þingmenn vel undirlægjuhátt Össurar gagnvart ESB og hann hefði vafalaust uppfyllt ítrustu kröfur vina sinna í Bretlandi og Hollandi, hann hefur sýnt það og sannað að hagsmunir íslendinga skipta hann minna máli en hagsmunir Evrópusambandsins.

Flestir muna þegar hann sagði á þingi að hann skyldi halda fast í kröfur íslendinga varðandi sjávarútvegsmál, en skömmu síðar kvað hann okkur ekki þurfa sérstakar sérlausnir.

Reyndar má segja að afstaða Árna Páls í Icesave líkist meira afstöðu málflutningsmanns en stjórnmálamanns.

Stjórnmálamaður á að hafa skýra stefnu og vita hvað hann vill.

Árni Páll tók þát í því ásamt öðrum stjórnarliðum að berjast fyrir því að íslenskur almenningur tæki á sig gríðarlegar skuldbindingar án þess að skýr lagafyrirmæli lægju þar að baki.

Svo þegar þjóðin hafnaði Icesave í annað sinn, þá kom málflutningsmaðurinn Árni Páll og snarbreytti um kúrs, þá bar okkur ekki skylda til að borga, að hans sögn.

Alltaf er slæmt þegar þjóðin veit ekki hvaða stefnu stjórnmálamenn hafa, þeir tala sjaldan með skýrum hætti. Árni Páll hefði þá vitanlega átt að segja, að hann hefði séð að hann hafði rangt fyrir sér varðandi Icesave samninganna og ekki hefði veri verra ef hann hefði beðist afsökunar.

Icesave málið allt er til háborinnar skammar fyrir ríkisstjórnina, það mál eitt og sér ætti að nægja til afsagnar hennar. Ef þjóðin hefði ekki barist svona vel fyrir réttlætinu, eð forsetann í fararbroddi, þá værum við í verulega slæmri stöðu í dag.

 


mbl.is Icesave verði í höndum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Postulíns garðdvergur myndi gera meira gagn í þessu máli. Að minnstakosti myndi einn slíkur ekki opinbera tómarúmið milli eyrnanna, með því að opna þverrifuna.

NN 20.12.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband