Lýðræði - bara ef það hentar.

Fyrir síðustu kosningar talaði Jón Gnarr og Besti flokkurinn um mikilvægi þess að auka lýðræðið í borginni og taka tillit til allra skoðana. Þetta var sett fram með svo sannfærandi hætti að hægt var að efast um að þau yrðu svikin, þrátt fyrir loforð um að svíkja allt.

En orðheldni borgarstjórans er slík, að hann ákvað að svíkja fólk um lýðræðið líka, til að vera sjálfum sér samkvæmur að öllu leiti.

Okkur Grafarvogsbúum er enn í fersku minni þegar sameining skóla var keyrð í gegn og ekkert hlustað á mótmæli foreldra. Það og margt annað varð til þess að maður í hópi mestu ljúflinga sem ég hef kynnst, gat ekkert annað en kallað meirihluta borgarstjórnar "hyski". Já, lengi má brýna deigt járn til að það bíti.

Flestum þykir sextíu og níuþúsund manns talsverður fjöldi, ef tekið er tillit til manfjölda á Íslandi. En borgarstjórinn er orðinn víðsýnn mjög, eftir viðtöl við erlenda miðla og fjölda ferða til útlanda, þannig að honum finnst þetta ekkert mikið, hann bjóst við miklu fleiri undirskriftum en þetta. Sérstaklega í ljósi þess að mikil vinna hafði verið lögð í þetta.

Honum þykir hæpið að fólk hafi mikla þekkingu á flugvellinum. Þrátt fyrir að hafa setið sem flugfarþegi í mörgum ferðum til útlanda, þá er líklegt að atvinnuflugmenn hafi meiri þekkingu á flugvöllum en hann.

Flugvöllurinn skapar hundruði starfa, það er atvinnuleysi í Reykjavík, þó eflaust minna en á mörgum stöðum. Borgarstjórinn hefur kannski gert ráð fyrir nýjum störfum og reddað peningum til að byggja nýjan flugvöll í Reykjavík?

Þótt það sé á kostnað ríkisins, þá hefur það ekki efni á að byggja nýjan völl.

 

 


mbl.is „Töluvert færri en ég bjóst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Af hverju að eyða 69.000 bókstöfum á þetta fyrirbæri? Ef hann og trúðaskólinn við Tjörnina ætla að virða þennan fjölda mennskra íslendinga að vettugi, þá kann fólk að kveðja hann í næstu kosningu og senda hann út fyrir ysta sporbaug sólkerfisins. Þar á þetta kreppugrey heima, á feykistjörnunni STRÆTÓ - eða í lélegri auglýsingu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.9.2013 kl. 07:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekki sama séra Jón eða Jón :(

Sigurður Haraldsson, 21.9.2013 kl. 07:36

3 identicon

Hrokinn í Jóni hefur náð nýjum hæðum

Að hann skuli vera hala inn 80 M frá Borgarbúum fyrir að leika borgarSTJÓRA án þess að telja sig bera ábyrgð á neinu er sorglegt

Grímur 21.9.2013 kl. 09:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stefna meirihluta borgarstjórnar í flugvallarmálinu jafngildir því að samþykkt væri að leggja Reykjavíkurhöfn niður 2016 af því að mun styttra sé frá útlöndum til Njarðvíkur en Reykjavíkur. Síðan yrði byrjað að reisa íbúðabyggð á hafnarsvæðinu áður en neitt hefði verið gert til að gera hafnarmannvirki í staðinn í Njarðvík.

Ómar Ragnarsson, 21.9.2013 kl. 12:13

5 Smámynd: Aztec

Já, Jón Gnarr er sorglegt fyrirbæri.

Aztec, 21.9.2013 kl. 14:43

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála ykkur öllum og Ómar, það yrði fáránlegt að leggja flugvöllinn niður því allir sem vit hafa á flugmálum mótmæla því með mjög eindregnum hætti.

Jón Ríkharðsson, 21.9.2013 kl. 18:07

7 identicon

Takk Jón Ragnar.

Vonandi fara kjósendur Besta að átta sig á því að grínið er á þeirra kostnað.

Annars situm við áfram uppi með sambland vanhæfni, vanþekkingar og hroka.

Sigrún Guðmundsdóttir 21.9.2013 kl. 21:21

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því Sigrún mín, en ég er ekki mjög bjartsýnn.

Af einhverjum ástæðum halda margir að Jón Gnarr sé ágætur borgarstjóri, það er m.a. okkar fólki að kenna, reyndar mér líka.

Við höfum ekki verið dugleg að gagnrýna hans störf og Besta flokksins á þesu kjörtímabili. Roluháttur kemur alltaf í bakið á manni, því miður.

Jón Ríkharðsson, 21.9.2013 kl. 22:47

9 identicon

Því miður hefur enginn fjölmiðill eða fréttamaður haldið úti almennilegri gagnrýni á störf núverandi borgarstjórnar og borgarstjóra. Ef svör þessara aðila eru skoðuð, skortur á samráði við íbúa borgarinnar og hvernig þessir aðilar koma fram þá held ég að það fari hrollur um flesta aðila. Ég er alinn upp í öðru bæjarfélagi hér á höfuðborgar svæðinu en bý í Reykjavík í dag. Ég hef aldrei skammast mín fyrir opinberan starfsmann fyrr en eftir að svokallaður borgarstjóri Jón Gnarr tók við því embætti.

Þegar skóla sameiningin var hér í hámæli sögðu þessir aðilar að þeir hefðu að fengnu samráði við foreldra gert hlutina svona og hinsegin. Þessi ósk kom til mín eins og margra annarra. Sá hópur sem ég var í á þessum tíma svaraði því að það væru engin framlögðgögn í okkar höndum sem yllu því að við gætum tekið upplýsta ákvörðun um hvað best væri að gera. Engu að síður var talað um samráð. Þetta er bara lítið dæmi um vinnubrögðin og sjálfsagt geta fleiri sagt svipaða sögu.

When the clown run for office its called democrasy. When the colwn are woted for office its called idiocracy no one has anything out of the election not even the clown. Gs.

Guðlaugur 22.9.2013 kl. 15:39

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt sem þú bendir á Guðlaugur, það hefur enginn gagnrýnt Jón Gnarr, varla hægt að segja að stjórnarandstaðan í borginni hefur gert það, hvað þá fjölmiðlar.

Tek undir allt hjá þér, hef engu við það að bæta.

Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband