Hvað geta stjórnmálamenn lært af Jóni Gnarr?

Þrátt fyrir að vera slakur borgarstjóri náði Jón Gnarr að tala inn í tómarúm sem stjórnmálamenn hafa skapað, hann talaði um heimspekilega hugmyndafræði á tungumáli fólksins.

Hugmyndafræðin er of grunn til að gagnast í pólitík en lýsir samt fallegri hugsun og það fundu kjósendur hans.

Til rökstuðnings skal nefnd aðferð borgarstjórans til að sýna friðarviljann í verki, þá óskar hann ekki eftir heimsóknum herskipa frá vinaþjóðum og fordæmir alla heri. Herskip starfa sem björgunarsveitir á friðartímum og eru til að verja þjóðir fyrir árásum. Þjóðverjar, Danir og Norðmenn ráðast ekki á aðrar þjóðir.

Hann heldur því fram að Jesús Kristur hafi verið krossfestur fyrir samkynhneigð, amk. gefur það í skyn. Rök hans í þessu máli eru að hann hafi verið umkringdur karlmönnum og stöðugt verið að faðma þá og kyssa.

Þetta lýsir mikilli vanþekkingu á samskiptum fólks, á tíma Krists var það siður að faðma og kyssa vini sína, margir gera það í dag án þess að vilja lifa kynlífi með þeim.

Það var engin þungi í því sem hann sagði, lítil dýpt og hann hefur greinilega takmarkaða þekkingu á sögunni. En sökum vanrækslu stjórnmálamanna og þorsta kjósenda eftir speki frá þeim, eignaðist Jón Gnarr marga aðdáendur sem telja hann mikinn hugsuð.

Allir mestu stjórnmálamenn söguna voru miklir hugsuðir og vitrir. Oft er vitnað í orð frá þeim löngu eftir þeirra dag, speki Lincolns hefur ratað í bækur sem fjalla um mannrækt osfrv.

Stjórnmálamenn eiga að leiða og vera til fyrirmyndar, tala við fólk á tungu sem það skilur og vekja það til umhugsunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stjórnmálamenn geta ekkert lært af Jóni Gnarr, nema kannski að þeir átti sig á því að TRÚÐAR eiga ekki að vera í pólitík.....................

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 12:05

2 identicon

Hvað var trúðurinn að sýna stjórnmálafókinu þegar hann vann af þeim Borgina í kosningum og settist á Borgarstjórastól?

Kristján B Kristinsson 31.10.2013 kl. 12:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Trúðurinn" sýndi afskaplega lítið en kjósendur voru að refsa stjórnmálamönnunum en þeir gerðu sér bara ekki grein fyrir því að refsingin lenti mest á þeim sjálfum..................

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 12:30

4 identicon

Ætti stjórmálafólkið þá ekki að taka þetta alvarlega og gera stjórnmálin vandaðri til að svona uppákoma eigi sér ekki stað aftur?

Kristján B Kristinsson 31.10.2013 kl. 12:41

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega mikill misskilningur að stjórnmálafólkið hafi orsakað hrunið.  Almenningur var bara svekktur og sár og var að leita að sökudólg og stjórnmálmennirnir urðu fyrir valinu............

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 12:59

6 identicon

Ég er ekki að kenna þeim um það, heldur kannski benda á það að þingið þarf að virka sem traustsverð stofnun og reyna að láta ekki örfáa skemma fyrir fjöldanum.

Kristján B Kristinsson 31.10.2013 kl. 13:43

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá er niðurstaðan sú að stjórnmálamenn geta EKKERT lært af Jóni Gnarr...

Jóhann Elíasson, 31.10.2013 kl. 14:14

8 Smámynd: Reputo

Hehehe Jóhann að ausa úr viskurbrunni sínum. Þú ert nú almennt álitinn meiri trúður en Jón Gnarr, Jóhann, þannig að þú gætir sennilega lært margt af honum. Þessi greining þín á hruninu t.d. er ja.... hvað skal segja....... spes, svo ekki sé meira sagt.

Reputo, 31.10.2013 kl. 17:26

9 identicon

Leiðindapistill sem lýsir engu nema yfirborðsmennsku, hroka og sjálfsupphafningu pistlahöfundar. Pistill sem hefur ekkert nýtt né áhugavert sjónarmið fram að færa, hvorki breikka né víkkar viðfangsefnið á einhvern hátt og er bara settur fram til að vera með skítkast. Sem það skítkast sem hann er hann eins konar klósettpappír, eða stafrænn klósettpappír í þessu tilfelli, því engin tré misstu lífið við framsetningu þessa þvaðurs.

PHD 31.10.2013 kl. 18:07

10 identicon

Endursögn á þessum pistli 

"Jón var aumingi og fáviti og grunnhygginn,

en greykallinn, hann sagði nú stundum eitthvað sætt.

(Útúrdúr um samkynhneigð sem kemur málinu ekkert við, og er í enga staði hið minnsta áhugaverður).

Ég ætla með slepjulegu samúðarbrosi á vör að níða manninn.

Jóni til málsbóta ber að taka fram, að ekki bara hann, heldur almenningur, er fávitar, sem skilur ekki, ólíkt hinum mikla Einstein mér, mannamál.

Hér lýkur groundbreaking og þýðingarmikilli ræðu minni,

Jón Ríkharðsson"

PHD 31.10.2013 kl. 18:10

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér sýnist þú nú bara vera að lýsa hinum almenna stjórnmálamanni með Jóni Gnarr.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.10.2013 kl. 19:38

12 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Heiðarleika...?

Haraldur Rafn Ingvason, 31.10.2013 kl. 21:55

13 identicon

Æi hvað þetta er eitthvað léleg skrif.  Þetta mun verða miklu betra þegar Július Vífill tekur við og við fáum gömlu stjórnmálin aftur í borgina.

Brynjar 1.11.2013 kl. 09:43

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sæll Jón.

Þorsta eftir speki frá stjórnmálamönnunum. Ég get ekki annað en hlegið. Hversu langt er eiginlega orðið síðan íslenskir stjórnmálamenn hafa stjórnað af speki. Ég held að fólk sé orðið afvant þeirri hugsun, sú dyggð er nánast dauð í hugum fólks þegar pólitík á í hlut.

Hvað borgarstjórann okkar snertir held ég að það að gefa engin loforð nema í hálfkæringi og út í loftið hafi verið hans sterka hlið, því þá er svo lítið að svíkja, en fólkið vill ekki þessi endalauasu hátíðlegu og mér liggur við að segja siðlausu loforð.

Líttu bara á nýju ríkisstjórnina okkar sem hafði ekki undan að lofa á loforð ofan fyrir kosningar og hefur ekki undan að svíkja í dag. Hvert skyldi fylgið hennar fara næst?

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2013 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband