Reykvískum börnum er gróflega mismunað.

Dagur B. Eggertsson hikar ekki við, að ljúga blákalt í beinni, að markmið frístundastyrkja til barna og unglinga, sé að ungmenni geti stundað áhugamál óháð fjárhagsstöðu foreldra.

Og hrekklausir kjósendur trúa blekkingameistaranum betur en syndandi þorskar splunkunýju neti.

Til að hægt sé að nýta styrkinn í líkamsrækt þurfa börn að vera orðin sautján ára eða ná þeim áfanga á árinu sem þeir byrja að byggja upp skrokkinn.

Degi finnst betur henta að ungmenni sem ekki hafa náð þessum aldri stundi dans og áhugamál sem honum líkar.

Líkamsrækt er góð forvörn og styrkir líkamann. Læknirinn Dagur ætti að vita mikilvægi þess að byrja snemma að rækta skrokkinn, það minnkar líkur á sjúkdómum með hækkandi aldri og gerir líkamann hæfari til að sigrast á öllum veikindum.

En komist sjálfstæðismenn til valda munu borgarbúar sjá miklar breytingar í þessum málum.

Þeir sem njóta stykja frá borginni, hvort sem þeir eru til frístunda ungmenna, til að greiða niður daggæslu ungbarna eða þjónustu fyrir eldri borgara, ráða hvernig þeir ráðstafa peningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill að hver og einn hafi frelsi til að velja og hafna á meðan vinstri flokkarnir vilja velja fyrir fólk.

Þeir sem kjósa vinstri flokkanna vilja láta velja fyrir sig á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokksins kjósa valfrelsi hvers og eins.

Í hvorum hópnum ert þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón það er ljótt að ljúga að fólki.

Frístundarkortið er fyrir öll börn í Reykjavík og nýtist í íþróttaiðkun og tónlistarnám.

En það eru reglur hjá líkamsræktarstöðvunum að yngri en 17 ára fá ekki  æfa þar nema í fylgd foreldra

Halldór Jóhannesson 21.5.2014 kl. 08:16

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það eru stór orð að saka menn um að ljúga Halldór og þá þarftu að hafa góð og gild rök.

Sonur minn sem er nýorðinn sautján ára er búinn að vera talsvert í ræktinni, bróðir hans er nýorðinn fimmtán ára.

Líkamsræktarstöðin sagði mér að fimmtán ára börn gætu ekki lengur nýtt frístundastyrkinn, það væru nýlegar reglur frá borginni.

Þannig að ég þurfti að borga fyrir son minn tuttugu og fimm þúsund krónur, þá getur hann stundað eins mikla líkamsrækt og hann vill.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2014 kl. 09:56

3 identicon

Þú hikar samt ekki við að segja Dag B Eggertsson ljúga. En mér skylst að krakkar undir 17 geti notað kortið á líkamsræktarstöðvum á lokuð námakeið, það er til að það sé hægt að fylgjast með mætingu þeirra því það var mjög algengt að krakkar skráðu sig í ræktina og mættu í einn tíma og borgin greiddi stöðinni, er ekki stefna allra framboða að spara hjá borginni.

Ég veit að örvænting sjálfstæðismanna í Reykjavík er ansi milil núna en þetta finnst mér ansi mikil lágkúra, án þess að ég sé neitt að verja núverandi valdhafa, en rétt skal vera rétt.

Halldór Jóhannesson 21.5.2014 kl. 10:46

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég segi hann ljúga og stend við það Halldór minn.

Hann segist hafa skapað sátt en það er ekki rétt. Ef þú lest skýrsluna um úttekt á stjórnsýslu borgarinnar, þá kemur fram að það voru sjálfstæðismenn sem sköpuðu þverpólitíska sátt og núverandi meirihluti setti hana í uppnám.

Og sú sátt gerði það besta úr málum sem hægt var í kjölfar hrunsins.

Hinsvegar hafa sjálfstæðismenn því miður staðið sig mjög illa í stjórnarandstöðunni, það er líklegasta skýringin á þessum frið í borginni. Ég er ekkert örvæntingafullur þótt við náum líklega lélegri kosningu, hugsanlega þeirri verstu í sögu flokksins. Þá þurfum við bara að gera betur næst.

Og varðandi frístundakortið, þá er það rétt, hægt er að nota þau á lokuð námskeið en ekki í tækin. Ég sagði ekkert rangt, borgin breytti reglunum og ég er á móti forsjárhyggju. Og varðandi það sem þú segir að fimmtán ára börn þurfi að vera í fylgd með fullorðnum, þá er það rangt.

Ég hringdi í World class og fékk það staðfest, að fimmtán ára börn megi fara í tækin eins og þau vilja. Enda fara synir mínir fimmtán og sautján ára saman í ræktina.

Og ef þau kaupa námskeið, sem dugar til að nýta kortin þá mega fimmtán ára börn valsa í salnum eins og þeim hentar.

Hverju var ég þá að ljúga?

Jón Ríkharðsson, 21.5.2014 kl. 11:38

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það væri áhugavert að sjá skotheldan rökstuðning Halldór minn, frá þér.

En hann er sjaldgæfur í umræðunni.

Nú segir þú mig ljúga þegar ég segi að fimmtán ára börn geti ekki lengur notað styrkinn til að fara í tækin.  Samt var það rétt hjá mér eins og þú hefur líka viðurkennt.

Í hverju var þá lygin hjá mér fólgin?

Og er það rangt af mér að segja Dag ljúga þegar hann þykist hafa skapað sátt sem er raunverulega ekki til staðar? Það er heilmikill ágreiningur í borgarstjórn Reykjavíkur og hefur alltaf verið.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2014 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband