Hvað er pólitískur rétttrúnaður?

Birgir Örn Guðjónsson er brosmildur laganna vörður, sem tjáði skoðanir sínar á pólitískum rétttrúnaði um daginn.

Þjóðþekktur sjónvarpsmaður, Egill Helgason sá ástæðu til að skammast yfir pistlinum hans Birgis, honum þótti lögregluþjónninn fara talsvert yfir strikið.

Pistill Birgis túlkar hans upplifun á tilverunni en er hvorki árás á, né lítillækkun neinn.

Orð Egils í andsvörum má túlka á þann veg, að hann skilji ekki hugtakið "pólitískur rétttrúnaður og má það undarlegt teljast, þar sem hann er afskaplega víðlesinn og fróður.

Samkvæmt íslenskri orðabók er rétttrúnaður; "trú samkvæmt viðurkenndum kennisetningum eða ákveðnum almennum skoðunum", "pólitískur" þarf ekki að útskýra.

Hópur virkra í athugasemdum hefur sameinast um ákveðnar kennisetningar. Þær segja að allir sem séu á öndverðum meiði séu vafasamir persónuleikar. Og þeir fara ekkert dult með þá skoðun, ráðast með offorsi á hvern sem ekki er sammála þeim í grundvallaratriðum.

Það sem virðist sameina þennan hóp eru ákveðnar skoðanir á þeim sem hafa efasemdir um óheft flæði útlendinga til landsins og óttast múslima. Skoðanir hópsins á svoleiðis fólki eru langt fyrir utan allt velsæmi.

Sökum tíðra ferða til Grikklands ætti Egill að þekkja ágætlega til Grískrar heimspeki, en hún gengur út á leitina að sannleika eða visku. Gríska orðið "filosof" er samsett. "Filo" þýðir "leit" og "sof" viska.

Það finnur enginn hvorki sannleika né visku með árásum á þá sem hafa aðrar skoðanir. Eina leiðin er yfirvegaðar samræður, þar sem báðir aðilar hlusta, takast á um málefnin og sleppa því að hjóla í persónur.

Ofangreindur hópur telur sig geta líst eðliseiginleikum fólks í smáatriðum, sem það hefur aldrei séð berum augum. Það hlýtur að vera hámark heimskunnar.

Ólík upplifun okkar á raunveruleikanum er þekkt staðreynd og ekkert nema gott um það að segja.

Þess vegna er eðlilegt að fagna fjölmenningu og heimta það að múslímar byggi sína mosku. Það er ekkert óeðlilegt að telja sósíalisma einu leiðina að fullkomnu samfélagi.

Að sama skapi er skiljanlegt að óttast fjölmenningu, vilja ekki mosku og vera sannfærður um að kapítalisminn sé eina raunhæfa leiðin.

Hinsvegar er ekki eðlilegt að festast á lærdómsöld, sem átti upphaf sitt á sextándu öld, stóð til þeirrar átjándu. Það var tími galdrabrenna og ýmissa hörmunga. Sem betur fer viðhafa pólitískir rétttrúnaðarsinnar mildari refsingar en kirkjunnar menn til forna. Þeir sleppa því að brenna fólk, en leitast við að eyðileggja mannorð þess. Það er þó skömminni skárra, en engu að síður mjög slæmt.

Pólitískir rétttrúnaðarsinnar eru fangar eigin veruleika og sjá engar aðrar hliðar.

Heimskan er þeirra versti óvinur, þeir ættu að fikra sig í átt til upplýsingaaldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón - sem og aðrir gestir þínir !

Einna pínlegast: sem lágkúrulegast af hálfu Birgis Arnar var það - að biðjast afsökunarinnar / á sjálfsagðri frásögn sinni.

Hvort - sem í hlut hafi átt Múhameðskir / í hans frásögu eða ekki - skiptir ekki nokkru máli Jón minn.

Flokks hörmungin - sem þú hefir aðhyllst til þessa: er eitt þeirra afla / sem umber og líður uppivöðzlu hinna Múhameðsku hérlendis / og tilheyrið því pólitíska rétttrúnaðinum - með þeim Agli Helgasyni og krötunum: auk annarrs vinstra liðs og miðju- moðs.

Ástæða áframhaldandi dvalar Mára og Gyðinga á Spáni: undir lok 15. aldar og á fyrrihluta þeirrar 16. var:: eins og við munum Jón: að gengju hvorir tveggju (Márar og Gyðingar) af óboðlegum trúar kreddum sínum, fengju þeir áframhaldandi landvist á Spáni / að öðrum kosti skyldu þeir til Norður- Afríku fara.

Þar - við sat: fornvinur góður.

Múhameðska í okkar samtíma - hér á Vesturlöndum á að reka purrkunarlaust til sinna eiginlegu heimkynna:: þ.e. Saúdí- Arabíu - algjörlega.

Múhameðstrúin - er svona viðlíka ófögnuður: og Nazismi og Kommúnismi 20. aldarinnar Jón.

Vertu ekki - að gefa ''fjölmenningar'' þvaðrinu neinar gælur - fremur en hinum illvíga Kapítalisma heldur / Jón minn.

Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /

e.s. Heldur: er tekið að kólna í Kaffibolla þeim - sem ég ætlaði þér hér eystra, á sínum tíma, fornvinur góður.   

Óskar Helgi Helgason 1.12.2014 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll fornvinur kær og gaman að hitta þig aftur eftir alllangt hlé.

Ekki viðurkenni ég neinn rétttrúnað í mínu fari, þótt ég hafi marga galla Óskar minn, þá finnst mér ástæðulaust að játa alla bresti mannkyns á mig.

Sem betur fer slepp ég við eitthvað af þeim.

Ætli ég mæti ekki eins og farfuglarnir, til þín þegar vorar. Og þá værir þú vís með að hella upp á nýtt kaffi, ef hitt verður orðið algerlega ódrekkandi þá.

Með bestu kveðju eins og ávalt úr Grafarvoginum.

Jón Ríkharðsson, 1.12.2014 kl. 23:38

3 identicon

takk fyrir frábæra grein :)  en hér kemur óumbeðin og óþarfa leiðrétting.....  "filosof" er samasett úr orðunum : "phileo"  sem þýðir "innilegur og djúpur bróður/vinarkærleikur (sbr Philadelphia : City of brotherly love) og "sophy" sem þýðir  "þekking", "kunnátta".

þannig að orðið þýtt beint yfir á íslensku verður : innilegur kærleikur til þekkingar, eða á ensku "love of wisdom"

en aftur..... frábær grein, þyrfti að finnast í skólum landsins.

Viktor Harðarson 2.12.2014 kl. 06:33

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Viktor og hlý orð í minn garð. Mér þykir alltaf mjög vænt um þegar fólk leiðréttir mig og kemur með nýjar upplýsingar.

Þessa þýðingu sem ég nefndi hef ég úr bók eftir Gunnar Dal, hann hefur kannski orðað þetta svona til að flestir skyldu það?

Jón Ríkharðsson, 2.12.2014 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband