Hvers vegna er best kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borginni?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í sárum síðan 1994 vegna þess að borgin - hans helsta vígi alla tíð tapaðist þá. Í aldarfjórðung tæpan hafa sjálfstæðismenn tapað  í nánast öllum kosningum fyrir utan 2006 - en fáir eru stoltir af því kjörtímabili sem var öllum flokkum í borginni til háborinnar skammar.

Árið 2014 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn verstu kosningaúrslit í borginni sem þekkst hafa í langri og að mestu leiti farsælli sögu hans í borgarstjórn. Fáir eru eins vel meðvitaðir um hörmungarsögu Sjálfstæðisflokksins í borginni síðustu ár en við sem erum virk í grasrótarstarfinu. Þess vegna m.a. var ákveðið að prufa nýja leið sem aldrei hafði áður verið reynd og hún skilaði af sér öflugum lista sem óhætt er að binda miklar vonir við.

Í efstu sætum er fólk sem hefur ekki atvinnu af pólitík heldur mikinn áhuga á að láta gott af sér leiða. Þau eru öll meðvituð um að hefðbundin pólitík virkar ekki lengur - við þurfum ný og fersk vinnubrögð í stjórnmálin byggð á farsælum grunni sjálfstæðisstefnunnar. En það er sú stefna sem hefur reynst borginni best eins og sagan sýnir.

Allir á listanum eru meðvitaðir um að Sjálfstæðisflokkurinn er á skilorði - náist góður árangur í vor. Kjósendur hafa ekkert umburðarlyndi gagnvart sjálfstæðismönnum í borginni og það mun halda þeim við efnið.

Af hverju á fólk að kjósa flokk sem fáir treysta og honum hefur mistekist að sanna sig árum saman í borginni? Góð spurning sem auðvelt er að svara. Eyþór Arnalds sýndi raunverulegan árangur í Árborg - það geta allir kynnt sér. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun stórra fyrirtækja og það er góður kostur. Borgarstjórinn er framkvæmdastjóri stærsta fyrirtækis landsins og eitt af þeim mikilvægustu. Hann mun hafa sér til ráðgjafar Kjartan Magnússon sem státar af mikilli þekkingu á málefnum borgarinnar og langri pólitískri reynslu þar.

Flestir á listanum eru ósköp venjulegt fólk sem býr í Reykjavík og þekkir stjórnmálin með sama hætti og hinn almenni kjósandi - ásamt einstaklingum með mikla pólitíska reynslu.

Sterkustu rökin eru að sjálfsögðu þau - að allir á lista sjálfstæðismanna í borginni eru meðvitaðir um eina mikilvæga staðreynd.

Ef þau standa sig ekki á næsta kjörtímabili er Sjálfstæðisflokkurinn endanlega búinn að vera í borginni, því netið gleymir engu.

Þess vegna er ekki vit í öðru en gefa sjálfstæðismönnum eitt tækifæri - þeir vita að ekkert annað gefst ef þau standa sig ekki vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband