Styðjum öll ljósmæður í verki.

Stjórnmálamönnum þykir eðlilegt að þiggja há laun vegna þess að þeir telja sig bera mikla ábyrgð. Staðreyndin er sú að þeir bera enga ábyrgð aðra en missa mögulega vinnuna eftir að kjörtímabili líkur. Þeir geta gert fjölda mistaka sem þeim ýmist tekst að laga eða tíminn og/eða aðrir bjarga málum.

Mistök stjórnmálamanna er m.ö.o. alltaf hægt að laga - tekur bara mismikinn tíma. Fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í fjármálageiranum réttlætir himinhá laun með því að störfin feli í sér svo mikla ábyrgð. Fjármálahrunið kenndi okkur að peningaleg áföll lagast alltaf með tímanum. Yfir heiminn hafa gengið kreppur öldum saman en þær hafa yfirleitt ekki varanleg áhrif til langs tíma.

Ljósmæður bera miklu meiri ábyrgð en allir stjórnmálamenn þjóðarinnar til samans, allir stjórnendur opinberra fyrirtækja og yfirmenn í bönkum - því þeirra mistök getur enginn mannlegur máttur sjaldan lagað og nánast aldrei að fullu.

Eitt er það sem er dýrmætara en allur veraldlegur auður - það er lífið og nýkviknað líf sem slokknar vegna mistaka kemur aldrei aftur. Það er horfið að eilífu og eftir stendur sorgin sem aldrei verður sefuð.

Það má færa gild rök fyrir því að ljósmæður beri miklu meiri ábyrgð en ofangreindir hópar og þær hafa axlað þá ábyrgð með sóma. Þess vegna er dánartíðni ungbarna og mæðra á Íslandi með því lægsta sem gerist.

Þess vegna eigum við öll að sjálfsögðu að standa með ljósmæðrum og leggja okkar af mörkum til að forðast atgerfisflótta úr þessari mikilvægu stétt.

Í ríkisstjórn sitja bæði feður og mæður sem notið hafa fagmennsku ljósmæðra.

Ef vilji er til að meta ábyrgð til launa skal það sýnt í verki og ljósmæðrum borguð verðskulduð laun.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón: æfinlega, sem og aðrior gestir, þínir !

Jón !

Það er nú ekki amalegt: að 2  stækustu flokkar ÞJÓFRÆÐISINS í landinu (stundum nefnt lýðræði: í háðungar- og afbökunarskyni) Engeyinga þjófabælið Sjálfstæðisflokkur annarrs vegar / svo og Marx- Lenínista uppsóp Vinstri grænna, marglyttunnar Katrínar Jakobsdóttur (lesizt: Steingríms J. Sigfús sonar) hins vegar, skuli vera að merja undan eðlilegu mannlífi í landinu, með hjálp rolunnar úr Ytri- hrepp (Hrunamannahreppi):: breikkandi gjána milli þings og landsmanna, yfir í HYLDÝPIS gljúfur, Jón minn.

Hefurðu ekkert lært - af Myrkraverkum alþingis og stjórnarráðs á liðnum árum og áratugum, fornvinur góður ?

Lífeyrissjóða- og Banka Mafían, spilar frítt gegn almannahagsmunum, í skjóli Bjarna / Katrínar (lesizt: Steingríms J.) og Sigurðar Inga, af enn meiri ákafa, en nokkru sinni fyrr.

Finnst þér þetta viðunandi: Jón minn ?

Með kveðjum - þó í þyngra lagi séu, í anda Kúómingtang hreyfingar Chiang´s heitins Kai- shek (1887 - 1975), af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason 27.4.2018 kl. 22:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri svo sannarlega betur að hægt væri með einu pennastriki að bæta kjör ljósmæðra. En er ekki vandinn að um leið og það yrði gert risu upp á afturlappirnar alls kyns hópar með kröfur um sömu launahækkanir, og væntanlega myndi heyrast hæst í þeim sem minnst þörf er fyrir eins og gjarna? Ég held ekki að það standi á stjórnvöldum, en fyrst verða hinir að samþykkja að hleypa ekki öllu í bál og brand.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2018 kl. 21:09

3 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Jón fornvinur Ríkharðsson !

Ertu ekki örugglega: gengin af FLOKKSTRÚNNI Jón minn, í ljósi nýjustu scandalanna, sem flokkurinn með kúnstuga nafninu:: Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að, s.s. vinnubrögð Ásmundar Einars Daðasonar og Braga Guðbrandssonar / Benzínþjófsins stórtæka Ásmundar ökumanns Friðrikssonar, að ÓGLEYMDUM þjófnuðum Steingríms J. Sigfússonar undir YFIRSKINI húsnæðiskostnaðar hans,, allar götur frá árinu 1983, til þessa ?, t.d.

Að minnsta kosti - kinokar þú þér við, að svara pílum mínum Jón minn, hvernig sem standa má á því.

Hefur siðferðisþrek þitt hrörnað svo mjög: síðan við áttum hið gagnlega Kaffispjall hér:: heima í Hveragerði, í áliðnum Júlímánuði 2011 ?

Með ágætum kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason 29.4.2018 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fonrvinur góður og afsakaðu svartöfina. Varðandi siðferðisþrekið  þá er ekki mitt að dæma um það. En litlar breytingar hef ég orðið var við á sjálfum mér síðan kaffispjallið góða átti sér stað og þar sem mínir náustu hafa ekki gert neinar athugasemdir - hlýt ég að ætla að allt sé í þokkalegu standi.

Varðandi mína meintu "flokkstrú" sem þú kýst að kalla svo vil ég segja að hún hefur ekkert breyst. Mín fylgispekt við Sjálfstæðisflokksins er sú sama og hún var árið 2011 og ég sé að þínar skoðanir eru þær sömu og áður. Eins og árið 2011 hefur ekkert annað framboð komið og sýnt betri árangur en Sjálfstæðisflokkurinn í landsstjórninni og engin spilling sannast á minn ágæta flokk. En mörg eruð þið sem teljið hann spilltan eins og margir hafa gert áratugum saman.

Um leið og þið sem hafið þetta álit á Sjálfstæðisflokknum sýnið betri takta og náið árangri með ykkar áherslur skal ég fúslega endurskiða mína afstöðu.

En á meðan ekkert breytist held ég minni skoðun.

Með góðum kveðjum sem áður úr Grafarvogi og ósk um annað gott kaffispjall.

Jón Ríkharðsson, 29.4.2018 kl. 20:30

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Góður punktur Þorsteinn og vissulega er nauðsynlegt að vinna þetta í samstarfi við aðrar opinberar stéttir. Sú hætta er vissulega til staðar að mikil hækkun til ljósmæðra verði til þess að aðrir krefjist þess sama.

Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld semji um sátt varðandi meiri hækkun til ljósmæðra á þessum tímapunkti því þær eru það mikilvæg stétt. Það er oft nauðsynlegt að forgangsraða og það getur verið flókið. Enda hefur enginn sagt að starf stjórnmálamannsins sé auðvelt - það er nefnilega gríðarlega erfitt og krefjandi, verst hversu fáir standa undir því.

Jón Ríkharðsson, 29.4.2018 kl. 20:35

6 identicon

Sælir: á ný !

Jón !

Allt það - sem ég hefi skrifað hér að ofan stendur, því miður / og ætti því ekkert að verða þér til fyrirstöðu, að yfirgefa þennan ósæmilega klúbb, sem þú hefur fylgt:: allt frá unglingsaldri, Jón minn.

Því ég veit Jón Ríkharðsson: að sjálfur ert þú gegnheill til orðs og æðis, og treysta myndi ég þér persónulega, fyrir ÖLLUM auðæfum þessa heims, einum og sér.

Öðru máli - gegnir um flokkssystkini þín, eins og Engeyjar Mafíuna (Bjarna Benediktsson og fjölskyldu), ásamt öðrum óviðurkvæmilegum attaníossum hans.

Meira að segja: Hindúarnir vinir mínir, austur á Indlandsskaga viðurkenna, að þeir geti víxlað átrúnaði sínum á einhvern tiltekinn Apa Guð sinn / og þess vegna hafið trú á Uxanum t.d., einn góðan veðurdag.

Hvað - ætti að vera í vegi fyrir, að þú kastaðir áratuga gamalli hugljómun þinni fyrir róða Jón minn, og snérir þér frá greni einhvers illræmdasta þjófabælis landsins (meðfram flestum hinna flokkanna), sem dirfist meira að segja, að kenna sig við Sjálfstæði:: AF ÖLLUM ???

Jú Jón: læt mig svo sannarlega hlakka til næsta Kaffispjalls við þig, ef verða mætti, enda ekki á hverjum degi, sem ég tylli mér niður með viðlíka öðlingum sem þér, ágæti fornvinur.

Sú skoðun mín - stendur þó óhögguð, hvað: sem öðru líður.

Með þeim sömu kveðjum: sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason 29.4.2018 kl. 23:48

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll á ný fornvinur kær. 

Ég neyðist til að leiðrétta eitt sem þú segir varðandi fylgisspekt mína við Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur sannarlega ekki varað eins lengi og þú telur. Á mínum unglingsárum var ekkert eins fjarlægt og fylgisspekt við ákveðinn stjórnmálaflokk því mér hugnaðist enginn flokkur þá. Árið 1987 voru fyrstu kosningarnar sem ég gat tekið þátt í. Mér datt ekki í hug að mæta vegna þess að ég hafði ekkert álit á neinum flokki. En sannfærður var ég um að versti kosturinn sem mögulegt var að kjósa var Sjálfstæðisflokkurinn.

Það var ekki fyrr en í kjölfar hrunsins sem ég ákvað að skoða ástæðu þess að allir flokkar réðust á Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að þeir allir hefðu verið tilbúnir að sitja með honum í ríkisstjórn - það þótt mér merkilegt.

Eftir að hafa lesið sögu stjórnmála allan lýðveldistímann og kynnt mér hana með samtölum við mér eldri og reyndari menn sá ég að ekki var hægt að efast um algera yfirburði Sjálfstæðisflokkinn í samanburði við aðra flokka á Íslandi.

En margir minn góðu vina og þú þar með talinn eru sannfærðir um að Sjálfstæðisflokkurinn sé gjörspilltur eins og svo margir síðan hann var stofnaður. Engum hefur tekist að sanna með viðeigandi hætti þessar mörgu og stundum hörðu ásakanir og ennþá er Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka á þingi ásamt því að sitja í ríkisstjórn.

Þar sem ég er ekki alvitur er stundum ekkert annað en treysta á visku frá öðrum og það neyðist ég til að gera varðandi stjórnmálin.

Ég tek þá ákvörðun að treysta sögunni ásamt fjölda samtímaheimilda sem staðfesta ágæti Sjálfstæðisflokksins í stað þess að trúa skoðunum minna góðu vina.

Hvort reynist rétt að lokum verður tíminn að leiða í ljós - en eins og ég hef oft sagt við þig fornvinur góður, þá þarf mikið til að sannfæra mig.

Og ekkert annað en staðfestar heimildir og haldbærar sannanir. Komi í ljós að flokkurinn er raunverulega eins og þú og fleiri segja mun ég að sjálfsögðu endurskoða mína afstöðu og henda henni. En í óbreyttu ástandi held ég núverandi sannfæringu á lofti.

Með bestu kveðjum sem áður.

Jón Ríkharðsson, 30.4.2018 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband