Lausn á peningamálunum?

Robert nokkur Mundell sem er prófessor í hagfræði við Columbia háskólann benti á hugsanlega lausn á peningamálum okkar.

 Hann benti á tvo möguleika, annað hvort að tengja krónuna við dollar eða evru.

Á honum var að skilja að heppilegra væri fyrir okkur að bindast dollar því eins og hann sagði orðrétt;"ef þið sameinist evrusvæðinu þá væruð þið að binda ykkur dýpra stjórnmálalega séð".

Ég tel það góðan kost að skoða gaumgæfilega tengingu við dollar frekar en evru.

Ástæðan er fyrst og fremst sú, að við höfum betri reynslu af samstarfi við Bandaríkin, þau hafa stutt okkur vel í gegn um tíðina, nefna má Marshall aðstoðina sem dæmi, en þar fengum við meira fé en okkur raunverulega bar. Einnig höfum við átt ágætt samstarf við BNA í gegn um NATO osfrv.

Ekki hefur þess orðið vart að Bandaríkjamenn hafi mikið verið að íhlutast í hvernig við höguðum okkar lagasetningum eða rekstri samfélagsins að öðru leiti.

ESB hefur aftur á móti þá leiðindaáráttu að vilja stöðugt vera að skipta sér af, þeir eru óþarflega stjórnsamir. Ennfremur er það mitt mat og margra annarra að við eigum meira sameiginlegt með Bandaríkjunum en Evrópulöndum, við stöndum þeim nær karakterlega séð.

Mandell sem einnig er Nópelsverðlaunahafií hagfræði og sérfræðingur í peningamálahagfræði segir það hættulegt fyrir okkur að búa við fljótandi gengi, auðvelt er fyrir ríkustu menn og ríki heimsins að hafa geigvænleg áhrif á svona lítið hagkerfi ef gengið er fljótandi.

Ég tel það hyggilegra fyrir stjórnvöld að geyma allt óþarfa föndur um stund og einbeita sér að efnahagsmálunum. Ef hægt væri að lagfæra gengismálin þá yrði það mikil búbót fyrir samfélagið í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband