Gamli ritsóðinn.

Þegar ég er í landi þá ferðast ég gjarna um netheima til þess að stytta mér stundir. Ég hef orðið var við að sumir vitna í gamalmennið Jónas Kristjánsson og ergja sig yfir skoðunum hans.

Ég hef gaman af undarlegu fólki og þess vegna les ég stundum skrifin hans, en að vitna í hann eða taka mark á honum, það hefur mér aldrei dottið í hug.

En hann má eiga það að honum tókst oft að plata mig til að kaupa DV meðan hann hélt um stjórnvölinn. Fyrirsagnirnar bentu oft til þess að eitthvað áhugavert lesefni leyndist í blaðinu, en eftir að hafa flett í gegn um það henti ég því oft ansi argur í ruslatunnuna. Samt tókst honum að plata mig aftur og aftur, sennilega vegna þess að ég er afskaplega einfaldur og trúgjarn að eðlisfari.

Það er vel hægt  að skilja reiði hans yfir kosningaþátttökunni varðandi stjórnlagaþingið.

Áratugum saman hefur hann reynt að vera marktækur í samfélaginu en ekki tekist það. Innihaldslaust reiðinöldur biturs gamalmennis höfðar illa til  fjöldans.

Svo langar honum á stjórnlagaþing til að reyna að hafa áhrif á samfélagið og þá er enginn þátttaka.

Vitanlega finnst honum kjósendur vera fífl, þeir eru fáir sammála honum. Reiðum gamalmennum finnst allir vera fífl sem eru ekki á sömu skoðun og þau.

Og fyrst fjöldi manns lýsti ekki yfir aðdáun á hans framboði, þá telur hann þá sem ekki kusu vera fávita sem ekkert kunna.

Hver hefur ekki kynnst bitrum gamalmennum sem kalla þá sem eru á öndverðri skoðun fífl og fávita?

Ég skil ekki hvers vegna alltaf er verið að vitna í óráðshjalið hjá honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

ÉG þekki ekki Jónas og er ekki hrifinn af DV, en mér þykir tóninn hjá þér rætinn og ekki málefnalegur.

Smjerjarmur, 30.11.2010 kl. 03:32

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jónas er einn besti penni landsins og nær alltaf hittir hann naglann á höfuðið í pistlum sínum.

Hann fer mjög líklega inn á stjórnlagaþing og á eftir að láta til sín taka.

Níels A. Ársælsson., 30.11.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jónas kann stafsetningu, málfræði og stíl en skortir dómgreind og sómatilfiningu.

Benedikt Halldórsson, 30.11.2010 kl. 08:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einn aðalglæpur þessa frábæra samfélagsrýnis, sem Jónas er, virðist vera aldurinn.

Þessi pistill er upp á 0.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2010 kl. 09:15

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir innleggin Smérjarmur, Níels og Benedikt.

Jónas er umdeildur maður og ekkert athugavert við það að menn hafi ólíkar skoðanir á honum.

Mér mislíkar það mjög þegar menn, eins og Jónas í þessu tilfelli, tekur sig til og kallar þjóð sína fífl og fávita. Fífl og fávitar eru vissulega til hér á landi, en að segja þjóðina í heild sinni tilheyra þessum hópi er óskaplega ómálefnalegt svo vægt sé til orða tekið.

Að mínu viti hefur Jónas ágæta greind til að bera, en mér líkar alls ekki við hans skoðanir og ég er algerlega ósammála honum að flestu leiti.

Mér fannst DV að mörgu leiti óhugnanlegt sorprit meðan hann sat við stjórnvölinn.

Ef einhverjum finnist þessi pistill minn ómálefnalegur og rætinn, þá verður svo að vera. Hann endurspeglar mínar tilfinningar gagnvart hans skrifum.

En nauðsynlegt er að vera jákvæður á tímum sem þessum og Jónasi er ekki alls varnað. Ég get  nefnt það, að oft finnst mér gaman að lesa það sem hann skrifar um mat, á því sviði hefur Jónas ágæta þekkingu. 

Jón Ríkharðsson, 30.11.2010 kl. 09:18

6 Smámynd: Páll Jónsson

Þessi pistill er vissulega ómálefnalegur og rætinn, en það hittir býsna vel á vondan fyrst umfjöllunarefnið er Jónas.

Páll Jónsson, 30.11.2010 kl. 09:56

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar Jenný Anna og Jóhanna Björg.

Ég viðurkenni fúslega að það sem ég ritaði varðandi aldur Jónasar er ómálefnalegt og ég hefði mátt sleppa því. Allar svona lýsingar hefta uppbyggilega umræðu. Þetta snýst sem sagt ekki um aldur Jónasar heldur hans skoðanir og framsetningu hans á þeim.

Ég var ógurlega reiður og sár þegar ég ritaði pistilinn, en það breytir því ekki, ég hefði mátt sleppa aldrinum, enda ber ég virðingu fyrir eldra fólki og þeim þroska sem lífið hefur gefið því.

Skoðanir margra á persónum mótast yfirleitt af því hvort þeir eru sammála viðkomandi eða ekki.

Athyglisvert er Jenný Anna, að þér finnst í lagi að Jónas kalli þjóð sína fífl og fávita. En það er slæmt að ég skuli tala um aldur hans á niðrandi hátt.

Mín skoðun er sú að bæði ég og Jónas vorum með óviðeigandi ummæli sem eiga ekki að þekkjast í vitrænni umræðu. Báðir vorum við sekir um að vera ritsóðar. En af því að þú ert sammála Jónasi, þá finnst þér hans orðalag í lagi.

Jón Ríkharðsson, 30.11.2010 kl. 10:13

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er svo mikið fjör í athugasemdunum að það birtist ein meðan ég var að skrifa þá síðustu.

Ég er sammála þér Páll, en ég ætla að reyna að fara ekki aftur á sama plan og Jónas. Það er engum til sóma.

Jón Ríkharðsson, 30.11.2010 kl. 10:16

9 Smámynd: Billi bilaði

Ég hætti einmitt að lesa Jónas eftir að hann var búinn að kalla mig fífl einu sinni of oft. Hann datt þar með jafnframt út af stjórnlagaþingskjörseðlinum mínum.

Billi bilaði, 30.11.2010 kl. 10:46

10 Smámynd: Jón Þorbjörnsson

Ágætur pistill hjá þér nafni.

Ég get ekki séð að það sé neitt ómálefnalegt að tengja aldur Jónasar við skrif hans og skoðanir. Skrif Jónasar í gegnum tiðina hafa stundum verið umdeild svo ekki sé meira sagt og ég get ekki sé að í skrifum hans hafi hann leitast við að sýna samferðamönnum sínum sérstaka virðinu eða tillitsemi. Síðustu verk hans á DV voru nú ekki til að stæra sig af.  

Hann getur þó verið ágætis kall og virðist vera við ágæta heilsu svona miðað við aldur og fyrri störf. Fyrir 20 árum eða svo virkaði hann á mig sem pirrað gamalmenni, en hann virðist yngjast með hverju árinu og vikar á mig í dag sem hálfklikkaður rúmlega miðaldra karlmaður.

En erum við ekki allir hálfklikkaðir?

Jón Þorbjörnsson, 30.11.2010 kl. 11:05

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni minn Þorbjörnsson.

Jú ég gengst fúslega við því að vara hálfklikkaður og stundum snarklikkaður, það er ósköp mannlegt og á við um alla.

En mér finnst það enn og aftur ómálefnalegt af mér að tengja aldur Jónasar við efnið í pistlinum.

Jónas finnst mér skelfilegur ritsóði, ég fer ekki ofan af því og lýsingar hans á þjóðinni fara mjög í taugarnar á mér. En ég er á því að við þurfum margt hjá okkur að bæta.

Ég er nú mikill matmaður og ef ég hefði kynnst Jónasi í matarklúbbi, þá kynni ég örugglega vel við hann. Ég hef gaman af að elda og hef fengið margar prýðis hugmyndir varðandi matargerð á síðunni hans. Hann er mikið gefinn fyrir sjávarrétti eins og ég.

Það er engum alls varnað, en seint verð ég sammála þjóðfélagsrýni Jónasar, mér finnst hún út í hött.

Jón Ríkharðsson, 30.11.2010 kl. 11:31

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Jónas hefur tamið sér tæpitungulausa framsetningu, eitthvað sem alltof fáir hafa gert í blaðamannastétt...og almennt raunar, hefðum kannski ekki flotið jafn auðveldlega að feigðarósi ef fleyri hefðu haft kjark til að skafa ekki utan af því undanfarna áratugi og kallað hlutina réttum nöfnum, stundum þarf þess þegar mikið liggur við og mönnum ofbýður spillingin og sjálftakan, þá hefði kannski ekki plebbisminn tekið öll völd þótt hjáróma raddir reyndu að ýta við mönnum og benda á ruglið sem var komið í gang.

Ef að íbúar lands haga sér sí-endurtekið eins og fífl og virðast ekki líkleg til að taka sér taki né hrista af sér doðann og neita að láta arðræna sig lengur, má vel kalla þá þjóð samansafn fífla...allavegana þar til blessuð þjóðin hristir af sér það slyðruorð sem hún kallar yfir sig með hegðun sinni og dáðleysi gegn sérhagsmunaöflunum.

Ég er hinsvegar bjartsýnismaður og hef trú á því að íbúar landsins taki sér nú tak og segi hingað og ekki lengra, rétt eins eins og restin af heiminum virðist sem betur fer ætla að gera, á hverjum degi kemur betur og betur í ljós hve víðtækur rotinn er og verður fróðlegt að sjá næsta boðaða Wikileaks leka, en þá verður big buisness og bankakerfið tekið fyrir og mun eflaust margt athyglisvert koma í ljós og stækur fnykur gjósa upp... FORBES 

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband