"Þeir hlusta þá bara svona mikið á ykkur".

Eftir að foringjar stjórnarandstöðunnar höfðu bent Jóhönnu á þá staðreynd, að landsmenn væru nú ekki alveg sammála hennar sjónarmiðum, varðandi batnandi hag landsmanna, þá sagði hún blessunin; "þeir hlusta þá svona mikið á ykkur".

Það var rétt sem Davíð sagði á landsfundinum forðum daga, hún er alveg eins og álfur úr hól.

Þeir sem fylgst hafa með fjölmiðlum síðustu ára ættu að vita að, þeir hallast flestir til Samfylkingar og eru lítt gefnir fyrir að halda á lofti sjónarmiðum hinna flokkanna, nema ef vera skildi sjónarmiðum VG.

Í hvíld sinni frá erli dagsins settist hún eitt sinn fyrir framan sjónvarpið og horfði á fréttir. Þá kom henni víst alveg í opna skjöldu ofbeldi bankanna gagnvart almenningi, hún sagði frá því í Kastljósi að hún hafi verið rasandi hissa þegar hún sá þetta í fréttunum.

Augljóslega er hún svo upptekin af að ljúga sig út úr allri vitleysunni og halda sér í stólnum frá degi til dags, að hún gleymir því, að hún hefur talsvert um aðgerðir fjármálageirans að segja og ætti nú að fylgjast með hvernig gengur að slá skjaldborg utan um almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband