Nú er Steingrímur með kvef.

Alltaf þegar hæstvirtur fjármálaráðherra þjáist af pólitísku kvefi, þá kemur Ólafsfirðingurinn knái og hnerrar í gríð og erg fyrir hönd meistara síns.

Hnerrarinn hnerrar á bloggsíðu sinni og kveður Ísland hafa spillst ægilega mikið í tíð ríkisstjórnar sjálfstæðis og framsóknarmanna.

Vesalings maðurinn gerir sér ekki grein fyrir því, að með þessum yfirlýsingum öllum, í hnerrakastinu, þá er hann að fella áfellisdóm yfir eftirlitskerfi heimsins, hvorki meira né minna.

Greco er heiti yfir stofnun sem fylgist reglulega með spillingu í ríkjum Vestur Evrópu. Sú ágæta stofnun hefur alltaf komist að þeirri niðurstöðu að hér á landi sé spilling með minnsta móti, í samanburði við önnur lönd álfunnar.

Hrunið hér á landi er vissulega staðreynd, en það er víst ansi víða vandræði vegna hins ódýra fjármagns sem flæddi um heiminn hér fyrr á árum.

Erfitt er að skilja þá ofurtrú á íslenskri stjórnsýslu, að halda að hún hafi getað komið í veg fyrir að afleiðingar hruns fjármálamarkaða heimsins gættu hér á landi.

Það er ekkert sem bendir til þess, að hér á landi ríki meiri spilling en annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Rétt hjá þér, hér ríkir ekki sama spilling og annarsstaðar,,,ennþá. En hún VAR svo sannalega til staðar fyrir hrun. Og hún lúrir þarna undir ennþá, meðan ekki er hreinsað út úr valdastofnunum og ráðuneytum sem sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn kepptust við að koma inn vinum, vandamönnum og vel "innmúruðum". Besta dæmið um þetta er Hæstiréttur.

Dexter Morgan, 3.8.2011 kl. 15:28

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Spilling er hluti af mannlegu eðli, þannig að hún verður alltaf til staðar.

En þær rölsemdir sem komið hafa varðandi spillingu hér á landi halda ekki vatni.

Engum hefur tekist, með óygjandi hætti að sanna að þeir hæstaréttadómarar sem valdir hafa verið, séu vanhæfari en þeir sem ekki voru valdir.

Ég nenni ekki að taka þátt í slúðri og órökstuddum dylgjum, aldrei hef ég lagst svo lágt að saka núverandi stjórnvöld um spillingu, þótt mér finnist þau alls eki vera að valda sínu hlutverki.

Spilling hefur snarminnkað eftir að almenningur fór að þroskast ásamt stjórnmálamönnum og fyrirgreiðslupólitíkin hætti að mestu leiti.

Jón Ríkharðsson, 3.8.2011 kl. 16:25

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf í rauninni ekki annað en að taka smá dæmi, til þess að komast að þeirri niðurstöðu, að í besta falli þá er ,,ástandið lítt skárra.

 Það var vitað, fljótlega eftir fall bankana þriggja, að ársreikningar og árshlutauppgjör þeirra, nánast fram að hruni þeirra, voru ,,fölsuð" gögn.  Þessi ,,fölsuðu" gögn endurskoðaði sama fyrirtækið, hjá tveimur bönkum af þremur, Price Waterhouse & Cooper.   

Þegar Sp-Kef lendir svo í fanginu á stjórnvöldum, þá ræður FME (þrátt fyrir að þar hafi átt vera allt breytt, frá tímum ,,hinnar spilltu nýfrjálshyggju) PWC til þess að meta stöðu sparisjóðsins. 

Einhver hefði nú eflaust viljað meina, að þessu svokallaða ,,Nýja Íslandi", hefðu menn nú ráðið einhver önnur fyrirtæki, en þau sem voru í rauninni gerendur og meðhjálparar bankanna í svikamillu þeirra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.8.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband