Holdtekjur frægra sögupersóna í umræðunni?

Þorvaldur Gylfason virðist vera hrifinn af aðferðum Gróu á Leiti, því hann vitnar oft í ónafngreinda menn sem segja honum ýmsa hluti, "ólyginn sagði mér" var haft eftir Gróu, en munurinn á henni og þorvaldi er sá, að hún bað fólk um að hafa það ekki eftir sér, Þorvaldur hleypur með það í blöðin.

Því miður er Þorvaldur ekki einn um hrifningu sína á aðferðum húsfreyjunnar á Leiti, en margir ástunda þennan vafasama málflutning.

Svo er það "hið ljósa man", Snæfríður Íslandssól. Hún vildi frekar drykkfelldan óþokka en þokkalegt mannsefni "frekar þann versta en þann næstbesta".

Margir telja það skárri kost að velja alversta kostinn í landsstjórninn en þann næstbesta.

Vinstri flokkarnir tveir eru vitanlega alversti hugsanlegi kosturinn sem við höfum, Sjálfstæðisflokkurinn sá næstbesti, en við eigum ekki kost á þeim besta.

Sálfstæðisflokkurinn er myndaður af venjulegu fólki sem gerir mistök, en stefnan er rétt þannig að mistökin verða færri og ekki eins afdrifarík.

Besti kosturinn er vitanlega fullkominn einstaklingur sem aldrei gerir mistök og aðeins einn einstaklingur hefur fæðst á jörðina sem státar af fullkomnun, það er Jesú Kristur.

Hann fékk fremur óblíðar mótttökur þegar hann ákvað að leyfa jarðarbúum að njóta visku sinnar og þar sem að heimurinn hefur lítið breyst á tvöþúsund árum rúmum, þá er ólíklegt að frelsarinn sjái einhvern tilgang í að bjóða upp á þjónustu sína.

Snæfríður og Gróa eru skemmtilegar sögupersónur, en við höfum slæma reynslu af holdtekjum þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður Jón.

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2012 kl. 20:43

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk Gunnar minn.

Jón Ríkharðsson, 15.7.2012 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband