"Hrunflokkar."

Orðið "hrunflokkar" hefur verið óskaplega vinsælt hjá mörgum. Það hefur verið í tísku að veita þeim sem með landstjórnina fóru síðustu tuttugu árin fyrir hrun þessa vafasömu nafnbót.

En hvað hefði gerst ef "hin tæra vinstri stjórn" hefði verið mynduð t.a.m. eftir kosningar árið 1999?

Það komu ábendingar þess efnis erlendis frá m.a. frá OECD að æskilegt væri að einkavæða banka. Reynsla annarra þjóða af því var góð, nægir að nefna Svíþjóð í því samhengi.

Samfylkingin fylgir oftast nær tískunni, þannig að bankar hefðu verið einkavæddir, VG. hefði örugglega verið jafn viljugir að hlýða boðum SF, því ráðherrastólar hefðu glatt þá jafnmikið þá sem nú.

Samfylkingin sýndi það á síðustu árum, að henni líkar prýðilega félagsskapur við auðmenn. Eflaust hefðu þau valið menn úr úr sínum vinahóp til að kaupa bankanna, en vitað er að vinir þeirra voru síst betri í fjármálum heldur en vinir sjálfstæðis og framsóknarmanna.

Eflaust værum við núna komin í ESB, en ekki má gleyma því að regluverk fjármála var samið eftir þeirra bókum. Það má vel færa rök fyrir því að minnihlutahópar ýmsir hefðu átt bjartari tíma í "góðærinu", því sparnaður ríkisútgjalda er ekki ofarlega í huga vinstri manna né heldur áheyrsla á niðurgreiðslur skulda. Og nú væri verið að skera niður hjá minnihlutahópunum, því ríkið hefði ekki lengur efni á hinni meintu góðsemi vinstri manna.

Bankarnir hefðu hrunið, við hefðum verið í sömu stöðu og Grikkland, þ.e.a.s. stórt vandamál fyrir ESB og óvíst hvernig sambandið góða hefði afgreitt okkur.

Icesave værum við byrjuð á að borga upp í topp, ESB hefði hreinlega skikkað okkur til þess, við værum jú hluti af því. Már Guðmundsson væri eflaust seðlabankastjóri og hann hefði eytt margfalt meira fé til að bjarga bönkunum heldur en þeir sem sátu þar í aðdraganda hrunsins. Niðurgreiðsla skulda hefði ekki verið á dagskrá, þannig að skuldastaðan væri margfalt verri.

Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir fyrri ríkisstjórn, margt hefði mátt betur gera hjá þeim.

En meginorsök hrunsins er sú, að fjármálamenn fóru offari. Sofandaháttur heimsins var allsráðandi.

Ekki var mikið rætt á opinberum vettvangi um að þetta væri gervihagnaður. Fjölmiðlar, almenningur og stjórnmálamenn kepptust við að dásama útrásarvíkingana.

Þetta var okkur öllum að kenna og við eigum að læra af því en ekki kenna einhverjum flokkum um allt sem miður fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég mun aldrei láta mér segjast og hætta að rifja upp viðbrögð forsætisráðherra þegar ítrekað var af útlendum sérfræðingum við yfirvofandi stórslys.

Og margir voru þeir fleiri í stjórnsýslunni sem brugðust á vaktinni.

Og það var varað við hækkun íbúðalána og það var margítrekað varað við svo mörgum þensluskapandi efnahagsaðgerðum á sama tíma og stjórnvöld hlógu að öllu og hæddu sendiboða válegra tíðanda samkvæmt venju aldanna.

Bjánaleg og vítaverð stjórnsýsla seinni ríkisstjórnar skánar hinsvegar ekki hætis hót við það þótt á þetta sé bent. Ég held að pólitískir vanburðir og pólitísk heimska þessarar ríkisstjórnar sé alveg fordæmalaus í upplýstu, vestrænu samfélagi. 

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

...útlendum sérfræðingum varað við yfirvofandi.....

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 22:53

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Árni, margir vöruðu við. En margir sögðu þetta allt í góðu lagi.

Á þessum tíma komu matsfyrirtæki með neikvæða dóma, þá komu önnur og sögðu ástandið ekki eins svart. Enn önnur komu þar á eftir og kváðu bankanna sterka.

Skynsemin segir okkur að þetta gat ekki gengið svona til lengdar því engin verðmæti lágu að baki. En skynsemin var ekki vinsæl á þessum tíma eins og þú manst.

Það eina sem ég var að leitast við með þessum pistli, var að benda á að það sé of mikil einföldun að kenna eingöngu ríkjandi yfirvöldum um hrunið. En ég neita því ekki að þau gerðu stór og alvarleg mistök.

Heimurinn allur þarf að læra að hugsa upp á nýtt og læra af þessari vitleysu.

Við lærum ekkert ef við erum stöðugt að eyða orku í að finna sökudólga, það er hlutverk dómsstóla og rannsóknaraðila.

Það er einhvernvegin þannig að viss vitleysa virðist komast í tísku. Ef tískan verður of ríkjandi þá eru vandfundir þeir stjórnmálamenn sem geta staðið gegn henni. Og þótt þeir standi gegn henni þá hlustar almenningur ekki á þá.

Þó ég sé harður sjálfstæðismaður, þá get ég viðurkennt núna að betra hefði verið að hlusta á ýmislegt sem Vinstri græn og Frjálslyndi flokkurinn sögðu fyrir hrun. En svona er þetta, enginn hlustar á skynsemi þegar heimskan ríkir. 

Jón Ríkharðsson, 15.8.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband