Litlausir stjórnmálamenn.

Það kemur ekki á óvart að virðing fyrir stjórnmálamönnum fer þverrandi.

Hérna fyrr á árum var gaman að hlusta á umræður á þingi. Menn voru fljúgandi mælskir og gátu rasskellt hvern annan með orðum. Þeir þekktu líka margir hverjir hina raunverulegu lífsbaráttu.

Í dag eru þetta mestmegnis í besta falli þokkalegir embættismenn. Þá vantar alveg þennan mikla eldmóð sem hinir eldri státuðu af og fljúgandi mælsku.

Oft þegar ég horfi á umræður frá alþingi verð ég óþolinmóður. Það þarf alltaf að bíða eftir að þeir segi eitthvað. Margir horfa niður fyrir sig og lesa af blaði, stundum kemur eitt og eitt orð sem hægt er að grípa og jafnvel hafa gaman af.

Þessi stjórnmálastétt er að verða svo litlaus að eftirhermur eru í stökustu vandræðum. Það er bara hægt að herma eftir Steingrími Joð, Össuri og Jóhönnu. Restin virðist vera svo litlaus að það er varla hægt fyrir skopteiknara að ná einhverju almennilegu fram.

Stjórnmálamenn eiga að hreyfa við fólki, koma manni til að hlægja, gera mann öskuillan eða vekja von og trú.

Þeir sem mögulega hafa þessa eiginleika nenna ekki í pólitík. Þeir leita oftast í betur launuð störf.

En taka skal fram að sem betur fer leynist einn og einn sem hreyfir við manni, en þeir eru fáir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Kannski drífur þú þig á þing?? Kannski kemur maður þá í fyrsta skipti inní Alþingi til að hlusta á umræður? :-)

Steingrímur kunni nú alveg að rífa kjaft á meðan hann var í stjórnarandstöðu - hann virðist ekki kunna annað en að vera í stjórnarandstöðu. Hann er algjör jójó bolti fyrir Jóhönnu - já ráðherra.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir elsku Rósa mín, þetta var nú fallega sagt.

En ég hef nú ekki mikla löngun til að fara á þing, þótt ég mundi örugglega treysta mér til þess. Það þarf ekki að hafa mikið til að bera til þess að komast að sem þingmaður, þannig að ég yrði örugglega ekki sá versti. Og miðað við mannvalið í dag þá held ég að ég yrði nokkuð góður.

Þetta kann að þykja sjálfshól, en er það ekki. Þetta endurspeglar álit mitt á stjórnmálamönnum dagsins í dag.

Það er rétt hjá þér, Steingrímur kann að rífa kjaft, en menn sem eru stöðugt reiðir og rífandi kjaft verða full einhæfir til lengdar. Honum vantar líka þennan hárfína húmor og beittu orð sem gömlu mennirnir höfðu svo gott vald á.

Ég er ekki viss um að það sé gaman að vera á þingi og hlusta á þetta þvarg alla daga. Það hlýtur að vera niðurdrepandi.

Ætli ég haldi ekki bara áfram á sjónum Rósa mín, það hentar mér ágætlega. Stundum næ ég ekki að horfa á fréttir heilu túrana ef þannig stendur á vöktum, þá er ég endurnærður þegar ég kem í land.

Þessi pólitík getur verið skemmtileg en oft ansi fáránleg og þreytandi.

Jón Ríkharðsson, 14.8.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sæll jón..ég bara bið um fólk sem er tilbúið að reka fyrirtækið Ísland eins og á að reka fyrirtæki..en ekki vera með endalaus halla á fjárlögum..sem hefur einkennt stjórnina síðustu ár...það þarf meiri niðurskurð.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 00:10

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammál þér Ægir, en slíkir menn eru vandfundnir. Þeir sem kunna að reka fyrirtæki græða miklu meira á því heldur en að vasast í pólitík. Skynsemin á heldur ekki alltaf auðvelt uppdráttar á hinu háa alþingi.

Ég get tekið Churchill sem dæmi, John F. Kennedy, De Gaulle, Franklin D. Rooswelt, Ólaf Thors osfrv., en allir þessir menn gerðu landi sínu gott og kunnu listina að hafa áhrif á fólk. Það eru fáir núlifandi stjórnmálamenn sem hrífa mig, en þeir eru vissulega til.

Gallinn við allt of marga stjórnmálamenn er sá að þeir eru alltof mikið á atkvæðaveiðum. Þess vegna bruðla þeir allt of mikið með almannafé. Ríkið á bara að sinna grunnþjónustu og spara eins mikið og hægt er.

Jón Ríkharðsson, 15.8.2010 kl. 00:36

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Rétt mat..ég held svei mér þá að það sé enginn...og þá meina ég enginn, sem ég get virkilega sagt..hugsi um þjóðarhag..Pétur Blöndal hugsar fyrst og fremst um fjármagnseigendur..en það er eins og þessi fjárlög séu copy/paste...menn nenna ekki að fara yfir þessi fjárlög..og laga þau til...vilja halda í sukkið sem almenningur borgar 4-flokknum 2 MILLJÓNIR Á DAG til!!!!!!!!!!!!!...heldurðu að sé flott..Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.8.2010 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband