"Ekkistjórnmálamaðurinn".

I höfuðborginni ríkir afskaplega furðuleg stjórn, eflaust er hún einsdæmi í veraldarsögunni.

Fyrir kosningar síðasta vor kom á sjónarsviðið grínleikari sem engan áhuga hefur á pólitík og að eigin sögn enga hæfileika til að starfa við stjórn borgarinnar, honum er nefnilega lífsins ómögulegt að einbeita sér lengi í einu. Þetta er eftir honum sjálfum haft.

Hann var orðinn þreyttur á þessu eilífðar harki í skemmtanabransanum ásamt tilheyrandi óvissu varðandi sína lífsafkomu, honum fannst upplagt að gerast borgarstjóri, því þá hefði hann öruggar tekjur og þægilega innivinnu, auk þess gæti hann veitt vinum sínum nokkuð trygga afkomu.

Hann lofaði því hátíðlega að svíkja öll kosningaloforð.

Það er greinilegt að vesalings maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera. Fyrirmynd hans í starfi er Sebastían bæjarfógeti Kardimommubæjar og hann vill stofna til vinatengsla við heimabæ Múmínálfa.

Það er vissulega sjónarmið út af fyrir sig, en heimurinn er nú vanari því að stjórnmálamenn haldi sig við raunveruleikann í stað ævintýra, sem aðallega eru dægradvöl fyrir börn.

Svo vill hann víst afnema kapítalismann og frjálsa markaðshagkerfið, því það fer eitthvað fyrir brjóstið á honum.

Nema hann sé að grínast á sama hátt og hann grínaðist við erlenda fjölmiðla er hann sagði frá áhuga sínum á klámsíðum.

Það má vel vera íhaldssemi hjá mér, en ég vil nú frekar hafa stjórnmálamenn í pólitík heldur en skemmtikrafta sem lifa í heimi ævintýra.

Ég er sannfærður um að það er farsælla fyrir þjóðina þegar upp er staðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Hjartanlega sammála þér!

Magnús V. Skúlason, 28.12.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Magnús.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband