Gengur samningaleiðin ekki upp?

Það er afskaplega þreytandi að hlusta á stjórnmálamenn tala, sem engan skilning hafa á eðli þess máls sem þeir eiga að fjalla um

Steingrímur og Jóhanna segja bæði að samningaleiðin hugnist ekki íslensku þjóðinni, það er ekkert annað en rakalaus þvættingur. 

Íslendingar hafa alltaf vilja semja, hægt er að lesa fornsögurnar til að skilja þann rótgróna samningsvilja sem ríkir hjá þjóðinni og þjóðin hefur ekkert breyst, í grundvallaratriðum.

Samningar þeir sem gerðir hafa verið við Breta og Hollendinga taka eingöngu tillit til hagsmuna viðsemjenda okkar.

Samningar eiga að endurspegla sjónarmið og hagsmuna beggja aðila. Ef samningur hallar um of á einn aðila, þá telst það að sumra mati kúgun og það ekki að ástæðulausu.

Ef íslenska samninganefndin hefði látið reikna út, með raunhæfum hætti, það tjón sem íslendingar þurftu að bera vegna hryðjuverkalaganna, tekið álit ESA til meðferðar og svarað því eins vel og kostur er, þ.e.a.s fá það á hreint, hvort innleiðing innistæðutryggingakerfissins væri að einhverju leiti ábótavant.

Ef svo hefði verið, þá hefði mátt spyrja ESA, hvers vegna engin athugasemd hafi verið gerð áður. Það hlýtur að vera áfellisdómur yfir störfum ESA ef stofnunin fylgist ekki betur með störfum þeirra ríkja, sem hún á að hafa eftirlit með.

Hægt hefði verið að sýna fram á það með góðum rökum, að viðsemjendur okkar beri einnig stóra ábyrgð á því sem gerðist varðandi Icesave, fjármalaeftirlit landanna beggja leyfði Icesave reikninganna og gerðu ekki athugasemdir við þá himinháu vexti sem Landsbankinn bauð.

Ef litið er til ofangreindra röksemda og ef þeim hefði verið haldið nægjanlega á lofti, hefði eflaust fengist niðurstaða sem leitt hefði til þess, að öll ríkin hefðu deilt jafnt með sér kostnaði, hafi það komið í ljós að innistæðutryggingar okkar væru í raun gallaðar. Þá værum við að tala um sanngjarnar og viðráðanlegar upphæðir.

En megin mistök stjórnvalda voru vitanlega þau, að bíða ekki eftir því að búið væri að ganga frá uppgjöri þrotabúsins. Það að flýta sér um of í svona málum er aldrei til góðs.

Við eigum alltaf að semja, en það þurfa þá að vera alvörusamningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Jón, hví semja um ICESAVE sem er ekkert nema ólögleg og rakalaus krafa, kúgun.  Og ég skil ekki hvað þú meinar með að við eigum ALLTAF að semja.  Maður semur ekki um kúgun. 

Elle_, 10.4.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Elle_

Og ÞJÓÐARHEIÐUR var stofnað á þeim nótum að semja alls ekki um ICESAVE.

Elle_, 10.4.2011 kl. 22:19

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Elle, það er alltaf gott að semja um alla hluti.

Hefði komið í ljós, sem ég veit ekki, að við hefðum ekki stofnað til innistæðutryggingasjóðsins á réttan hátt, þá bærum við vissa ábyrgð þar, en við bærum þá ábyrgð alls ekki ein.

Jón Ríkharðsson, 10.4.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Elle_

Jón, nei, maður semur ekki um ALLA hluti og ég skil ekki að þú skulir halda þessu stíft fram.  Krafan var RÍKISÁBYRGÐ, ólögleg, ósvífin og með öllu ótæk.  Maður sem stendur í lappirnar semur ekki um rugl nema maður sé stjórnmálamaður á Íslandi.  Maður semur ekki við glæpamenn og kúgara. 

Elle_, 10.4.2011 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband