Var Jóhanna að baka brauð?

Dóttir mín er orðin fullorðin kona og fyrirmyndar húsmóðir í alla staði. Þegar ég heimsæki hana norður í Skagafjörð, þá bíða mín gjarna heimabökuð vínarbrauð og annað góðgæti úr sveitinni.

Dóttir mín náði að þroskast á fullorðinsstig, en það hefur Jóhanna aldrei gert.

Þegar ég las ummæli Jóhönnu varðandi það, að hún væri litla gula hænan sem bakað hefði brauðið rifjaðist upp fyrir mér gömul minning tengd minni yndislegu dóttur.

Hún var tveggja ára gömul, að mig minnir og ég hafði komið í land um nóttina. Móðir hennar var farin til vinnu og ég var einn með blessuðu barninu.

Ég hafði sest inn í stofu og var að lesa bók og dóttir mín lék sér á gólfinu fyrir framan mig, róleg og indæl eins og hún ævinlega er.

Eitthvað hef ég verið syfjaður, enda ekkert sofið um nóttina, allt var svo kyrrt og hljótt hjá okkur feðginum, þannig að ég steinsofnaði í stólnum.

Svo rankaði ég við mér eftir ca. einn og hálfan tíma og sá að stúlkan litla var ekki lengur á gólfinu.

Þá gekk ég inn í eldhús og þar sat þessi elska á gólfinu, búin að henda öllu úr ísskápnum, brjóta fullt af eggjum á gólfið og strá helling af hveiti yfir. Það fauk dálítið í mig, en þegar ég sá sakleysið í svipnum og hún sagði við mig á sínu fallega barnamáli; "babbi, eg er að baka handa oggur", þá mýktist ég allur og tók til við að þrífa eftir hana og skellti henni í bað á eftir, ég gat ekki fengið það af mér að skamma hana, enda hefði ég átt að halda mér vakandi, en mistökin voru vitanlega mín.

Það er svipað með Jóhönnu, hún heldur að hún sé að baka, en í raunveruleikanum gerir hún eins og barnið, óhreinkar allt í kring um sig og sjálfa sig líka.

Það þýðir ekki að skamma hana, þau sem völdu hana í embættið áttu að vita betur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Jón

Verð að sega þetta barnið óhreinkar sig vegna ástar á Móður og Föður við að baka.

 En Jóhanna óhreinkar sig af hatri á Davíð og sjálfstæðisflokknum og lætur það bitna á þjóðinni.

Með vinsemd og virðingu Jón Sveinsson.

Jón Sveinsson, 14.4.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér fyrir nafni, það er mikið til í þessu hjá þér.

Þetta var kannski ekki góð samlíking hjá mér, ég var að leitast við að benda á þroskastig Jóhönnu, það er á við eðlilegan þroska hjá barni.

Dóttir mín les flest sem ég skrifa, þannig að eflaust á ég ekki eftir að fá þakklæti frá henni, fyrir að vera líkt við Jóhönnu.

En hún hefur ágætis húmor og góða greind, þannig að hún áttar sig örugglega á hinni réttu merkingu.

En ég er innilega sammála þér með Jóhönnu, hún er blinduð af hatri og það er ekki góð blanda, þegar hatur, greindarskortur og heimska sameinast í huga manneskju í ábyrgðarstöðu.

Það er stórhættulegt og verst af öllu er, að hún fær að halda áfram. Ég passaði betur upp á dóttur mína eftir þennan atburð, sem var nú ekki alvarlegur, ég hafði gaman af þessu eftir að ég var búinn að hreinsa allt upp og baða barnið.

Jón Ríkharðsson, 14.4.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband