Endurreisn Sjálfstæðisflokksins er í fullum gangi.

Við erum nokkrir trúnaðarmenn í Sjálfstæðisflokknum sem hittumst reglulega og förum yfir hin ýmsu mál tengdum flokknum.

Um nokkurt skeið höfum við farið yfir stjórnmálasögu lýðveldisins og leitast við að finna skýringar á, þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið um Sjálfstæðisflokkinn í gegn um árin, sumir vilja meina að meiri spilling sé í Sjálfstæðisfloknum en öðrum flokkum.

Eftir nokkuð ítarlegar athuganir, höfum við komist að raun um, að hægt er að saka alla flokka um sérhagsmunagæslu, því erfitt er fyrir stjórnmálamenn að bera slíkt af sér. Einnig er það undarlegt í ljósi umræðunnar, að hinir flokkarnir, jafnvel þeir sem saka flokkinn hvað mest um spillingu, hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum alloft á lýðveldistímanum.

Höfum við helst komist að þeirri niðurstöðu, að vinstri menn séu ansi herskáir í sínum yfirlýsingum og sjálfstæðismenn hafa lengst af, nær ekkert svarað fyrir sig.

En erfitt er að vera dómari í eigin sök og ef flokkur vill leitast við að fara í alvöru sjálfsskoðun, þá þarf að hlusta á fleiri sjónarmið. Við sem höfum rætt þessi mál erum vitanlega allir sjálfstæðismenn og ósjálfrátt litar það umræðuna.

Þess vegna höfum við óskað eftir því við forystumenn hinna flokkanna, að þeir kæmu og segðu sína hlið á þessum málum.

Næstkomandi laugardag hefur Ögmundur Jónasson ákveðið að mæta til okkar niður í Valhöll og erum við þakklátir fyrir það.

Haldinn verður opinn fundur kl. 10:30 og allir velkomnir, því við köllum vitanlega eftir opinni og lýðræðislegri umræðu. Það er best að sem flest sjónarmið fái að komast að, því Sjálfstæðisflokkurinn vill þjóna þjóðinni allri og það hefur verið hans helsti styrkur, hversu mörg sjónarmið hann hefur rúmað í gegn um tíðina.

Ögmundur og Guðlaugur Þór munu ræða við fundarmenn og svara sem flestum spurningum sem á þeim brenna.

Þetta mun verða fyrsti fundurinn af mörgum, við viljum líka fá að heyra í fulltrúum Samfylkingarinnar og leitast við að skilja, hvað átt er við, þegar vinstri flokkarnir ásaka Sjálfstæðisflokkinn um spillingu og mútuþægni.

Sá flokkur sem múlbindur sig eingöngu við þröngan hóp fólks, á ekkert erindi í stjórnmál. Það þarf að skoða öll mál frá eins víðu sjónarhorni og mögulegt er og það viljum við sjálfstæðismenn sannarlega gera og það eru engar nýjar fréttir.

Það var jú fyrrum formaður flokksins sem skipaði óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka eigin verk, enda höfum við sjálfstæðismenn ávalt sagt: "gjör rétt, þol ei órétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ertu í afneitun ?

Óskar Þorkelsson, 13.6.2011 kl. 20:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar, þú kemur hér með spurningu sem er ekki hægt að svara á fullnægjandi hátt.

Ef ég er í afneitun, þá veit ég líklega ekki af því, því þannig er ástatt með þá sem eru í afneitun. Þess vegna svara þeir sem eru í afneitun oftast neitandi og bregðast ókvæða við.

Ekki get ég merkt að ég sé í afneitun, þegar ég er að leitast við að fá að heyra sem flest sjónarmið og óska eftir fundi með fólki sem hefur ólíkar skoðanir.

En ef þú ert að vísa í ábyrgð sjálfstæðismanna á því sem miður fór, þegar allt hrundi, þá get ég fúslega viðurkennt að mistök voru gerð, þess vegna fór sem fór.

En sjálfstæðismenn voru ekki einir um sofandaháttinn, erlendir aðilar treystu íslensku bankamönnunum fram í rauðan dauðann, þess vegna fór sem fór.

Og meðvirkni þjóðarinnar, sjálfstæðismanna og annarra var alveg fáránleg, ég var steinsofandi eins og flestir og hélt að það yrði allt á stöðugri uppleið um ókomna framtíð.

En ef þú vilt meina að sjálfstæðismenn hafi verið spilltari en gengur og gerist, þá þarf væntanlega ítarlegri rök en einfalda spurningu sem erfitt er að svara.

Það þarf opna umræðu og menn þurfa að leita sannleikans, þótt hann finnist vissulega seint, því fólk er svo ósammla um hvað er satt og hvað er ekki satt.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 21:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki einn sjalli.. ekki einn einasti sjalli hefur sagt af sér þingmennsku þrátt fyrir spillingarstimpil.. sorry þið eruð aumkunnarverðir spillingarsukkarar sem eigið enga framtíð í stjórnmálum lengur.

Óskar Þorkelsson, 13.6.2011 kl. 21:10

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki hægt annað að en að taka rækilega undir orð Óskars Þ....

hilmar jónsson, 13.6.2011 kl. 21:17

5 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega - sem og, aðrir gestir, þínir !

Hilmar ætti nú, að byrja á HREINSUNARSTÖRFUM, í sínum FLOKKS búðum, reyndar.

Tek í flestu undir; með nafna mínum, Þorkelssyni.

Jón minn !

Þið verðið; að smúla út, um 99% FlOKKS manna ykkar, eigi að vera minnsti möguleiki, á endurreisn, fornvinur góður.

Gefur; auga leið.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 13.6.2011 kl. 21:57

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var á tímabili ekki viss, hvort ég ætti að vera að svara þessu bulli í ykkur, en minnugur þess, að sjálfstæðismenn eru of latir við rifrildi, en það hefur fest bull ykkar vinstri manna í sessi hjá þjóðinni, þá ákvað ég að leitast við að svara, á málefnanlegum nótum.

Ég segi bull Óskar, vegna þess að fyrri alhæfing þín er einfaldlega rögn.

Upp í hugann koma tveir sjálfstæðismenn sem báðir sögðu af sér, því það hafði sannast spilling á annan þeirra og hinn var grunaður um skattsvik.

Árni Johnsen sagði af sér þingmennsku, því hann hafði gerst sekur um spillingu og þjófnað. Hann náði reyndar kjöri aftur, en hann sagði engu að síður af sér, það voru svo kjósendur sem ákváðu að treysta honum og veita honum annað tækifæri. Það er vitanlega fyllilega löglegt.

Albert heitinn Guðmundsson var sterklega grunaður um skattsvik, en það sannaðist ekki hvort hann eða sonur hans ætti þar hlut að máli, en hann sagði af sér engu að síður.

Nú má kannski segja að hvorugur þeirra hafi gert það að eigin frumkvæði, en óvíst er hvort stjórnmálamenn geri það yfir höfuð, oftast þarf að þrýsta á þá.

Um framtíðina getur enginn sagt neitt, ég hef ekki hugmynd um, hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér framtíð eður ei, það kemur bara í ljós.

Ef þú ert að vísa til þeirra sem voru í ríkisstjórn fyrir hrun, þá er það meginreglaí réttarríki, að enginn er sekur uns sekt er sönnuð, það líkar okkur hægri mönnum, en þið vinstri menn viljið frekar notast við tilfinningar en rök.

Þorgerður Katrín hætti reyndar sem varaformaður og vék tímabundið af þingi, meðan verið var að fara yfir hennar mál, Illugi Gunnarsson vék af þingi vegna sjóðs 9. í Glitni, hann hefur ekki snúið til baka ennþá og óvíst hvort hann geri það. En ekkert hefur sannast á þau, sem telst beinlínis varða við lög.

Ef við gefum okkur það, að ykkar staðhæfingar séu réttar, þá eruð þið jafnframt að gefa það út, að ykkar flokkar séu handónýtir með öllu.

Vinstri flokkarnir hafa lengst af setið í stjórnum með Sjálfstæðisfloknum, þannig að ef þeir hafa leyft spillingunni að viðhafast, þá er ekki mikið í þá spunnið vægast sagt.

Svo ykkur til upplýsingar, þá hefur ekkert bent til þess, að spilling sé mikið vandamál hér á landi, þótt hún sé vissulega til staðar.

Það eru reglulega gerðar rannsóknir á spillingu í heiminum og íslendingar hafa oftast komið vel út úr þeim rannsóknum.

Ef ykkur dettur í hug, að það sé auðveldara að fela spillingu hér á landi en annarsstaðar, þá tel ég það misskilning hjá ykkur.

Það er vitað hvar spillingin er mikil, forsætisráðherra Grikkja t.a.m. lét í ljósi áhyggjur af grasserandi spillingu, það er erfitt að fela spillingu, á Spáni vita menn að mútur til ráðamanna þekkjast og viðskiptamenn ganga út frá því sem vísu eins og kom fram í úttekt DV fyrir nokkru síðan.

En þið vinstri menn kunnið ekki að rökræða, kom ið með sterk lýsingarorð; "spilling", "einkavinavæðing" osfrv., en hafið sjaldan fyrir því að rökstyðja nokkurn skapaðan hlut.

Við þurfum að standa vörð um réttarríkið og sanna ásakanir á hendur stjórnmálamönnum, það þýðir ekki að vera með órökstuddar dylgjur.

Ég er sannfærður um það, að í vinstri flokkunum er mikið af víðsýnu fólki, en það heyrist of lítið í því.

Miðað við það sem þið setjið fram og teljið röksemdir, þá tilheyrið þið ekki víðsýna hópnum, nema að þið séuð húmoristar sem hafið gaman af að stríða öðrum, það getur oft verið gaman, en það þarf að skilja á milli rökræðna og spaugs.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 22:12

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Komdu nú æfinlega sæll og blessaður Óskar minn Helgi, fornvinur góður.

Hissa er ég á þér, svona djúphyggnum manni að taka undir heilshugar með nafna þínum Þorkelssyni.

Þeir sjálfstæðismenn sem mest eru áberandi, eru ekki stórt hlutfall af flokknum, þannig að það er kolröng alhæfing, í besta falli mjög hæpin, að segja alla sjálfstæðismenn gjörspillta, eða meiri hluta þeirra.

Það hefur engin könnun eða rannsókn verið gerð á því, hverskonar fólk er í Sjálfstæðisflokknum, þannig að ef við gefum okkur að allir kjörnir fulltrúar séu gjörspilltir, þá er samt ekki hægt með neinum rökum að heimfæra það upp á alla sjálfstæðismenn, eða meirihluta þeirra.

Fólk þarf að notast við áþreyfanlegar staðreyndir ef röksræður eiga að skila árangri.

Að lokum sendi ég kærar kveðja auðstur fyrir fjall og það styttist í að ég þyggji af þér gott kaffi.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 22:22

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mjög gott framtak hjá ykkur nafni. Öll heiðarleg umræða er af hinu góða. Þetta er fundur sem maður má ekki missa af ef þess er nokkur kostur.

Jón Baldur Lorange, 13.6.2011 kl. 22:34

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Erum við Eyjamenn altaf útundan? Við erum ekki sælir með foristu Sjálfstæðisflokksins í dag..það voru fáir hér í Eyjum sem kusu Árna Jonsen.það voru rollubændur upp á fastalandi.

Vilhjálmur Stefánsson, 13.6.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Eitt er heiðarleg umræða.......Annað er Sjálfstæðisflokkurinn og það sem hann stóð og stendur fyrir.

Flokkurinn hefur verið blóðsuga á þjóðinni og engin teikn á lofti um að breytingar verði þar á. Gagnkvæmar strokur ykkar náhirðarplebba breyta þar engu um.

hilmar jónsson, 13.6.2011 kl. 23:07

11 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Eigið þið vinstri menn ekki fullt í fangi með ykkar blóðsugur Hilmar? Það held ég bara.

Jón Baldur Lorange, 13.6.2011 kl. 23:32

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hlakka til að sjá þig á laugardaginn nafni, en við skulum ekki taka hann Hilmar alvarlega, hann er bara að fíflast í okkur til þess að æsa okkur upp.

Menn sem koma með örfá orð, sem segja ekki neitt eru bara að æsa fólk upp í rifrildi og ekkert annað.

Vitanlega hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið fyrir helstu framförum hér á landi, þótt vissulega hafi hann gert mistök, stundum ansi stór. En við sjálfstæðismenn getum vel viðurkennt þau, vinstri menn eru of litlir í sér til þess að horfast í augu við sannleikann.

Orðið "náhirðarplebbi" virkar kannski til að æsa einhvern upp, en mér finnst það bara fyndið Hilmar minn, en þú mátt alveg koma með eitthvað meira krassandi, þetta er hálf máttlaust hjá þér.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 23:46

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vilhjálmur, þið eyjamenn eruð svo sannarlega ekki útundan, ég vonast til að hitta sem flesta úr Vestmannaeyjum nk. laugardag, einnig er ykkur velkomið að vera í sambandi við okkur og koma með hugmyndir varðandi endurreisn floksins, við hlustum á allar hugmyndir.

Vestmannaeyjingar eru stórskemmtilegt og kraftmikið fólk, einn ágætur vinur minn úr eyjum sagði mér eittsinn að honum þætti alltaf gaman að koma á stærstu eyju Vesmannaeyjaklasans og það er víst Ísland að hans sögn.

Jón Ríkharðsson, 13.6.2011 kl. 23:50

14 identicon

Komið þið sælir á ný; piltar !

Jón Ríkharðsson !

Svo vel; hefi ég náð að kynnast þér, að ég veit, að starfi þinn, í endurskipulagningu mála, suður í Valhöll (við Háaleitisbraut Reykvízkra), fer fram af drenglyndi einu - sem og kostgæfni og af heiðarleika og artarskap.

Þess vegna veit ég; að þú tekur ekki óstinnt upp, þó svo ég bendi á þann napra veruleika, hjá ykkur D lista fólki, sem frá mínum bæjardurum blasir, ágæti drengur.

En; tækist að umvenda flokki ykkar, þá væri það einvörðungu, fyrir hlutdeild valmenna, sem þín, Jón minn.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 14.6.2011 kl. 00:04

15 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er svo sannarlega von til þess að þér og ykkur sé alvara Jón.

Frá mínum bæjardyrum séð þarf að "reboot" fram fyrir Davíð. 

Þegar BÚR var notað til að hysja buxurnar upp um Ísbjarnar fjölskylduna upphófst sóða saga flokksins sem endaði með hruninu. 

Hvers vegna nýtt fólk i flokknum hefur ekki náð sér út úr þeirri spillingar-stefnu sem Davíð innleiddi er ráðgáta og dæmi um blindu á galla innan flokksins.  Það verður að breyta og það þarf hugrekki til. Þorir forysta að breyta með Kvótapúkan tístandi á hanabjálka Valhallar. 

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera málpípa hagsmuna samtaka í þjóðfélaginu heldur vörður um frelsi og viðringu einstaklingsins og byggja á einkaframtakinu og skapa því umhverfi við hæfi. 

Einkaframtakið hefur ekkert með einkavæðingu að gera. Þjóðin á rikisfyrirtæki og stjórnmálaflokkar eiga ekkert með það að vera kássast í að selja eignir þjóðarinnar. 

Einkaframtakið byggir sín eigin fyrirtæki í umhverfi sem "góðar" ríkisstjórnir skapa.

Ég óska ykkur alls hins besta og vona að hugur fylgi verki. 

PS Hendið Þorsteini Má út úr Valhöll hann er að nota ykkur sér til framdráttar eins og hann notar LÍÚ. Þetta er skíthæll sem enginn ætti að koma nálægt. 

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 00:17

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei minn kæri vinur Óskar Helgi, ekki tek ég neitt óstinnt upp sem sagt er við mig, þótt ég sé ekki sammála öllu.

Mér finnst ekkert slæmt að fólk hafi ólíkar skoðanir, þannig getum við þroskast og lært hvert af öðru.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 00:39

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ólafur minn, jú okkur er svo sannarlega alvara með þessu, þótt ég sé sannfærður um, að við getum aldrei búið til flokk sem öllum líkar við, enda væri það ekki gott.

Við þurfum að hafa ólíkar stefnur upp á að bjóða í lýðræðisþjóðfélagi, því við höfum ólíkar skoðanir og enginn er til þess bær, að fullyrða um hvað er rétt og hvað er rangt. Fyrir mér er sjálfstæðisstefnan eins sönn og nokkur stefna getur orðið, en sumir eru á því, af einhverjum ástæðum að jafnaðarstefna og sósíalismi sé það eina sem virkar.

Vitanlega yrði það ekki gott fyrir flokkinn að vera einráðan í landinu, þá er hætt við að menn færu að gleyma sér um of, því of mikil völd eru engum til góðs.

Um kvótakerfið erum við að vissu leiti sammála, nema að ég vil síður afnema það eins og staðan er í dag.

Núna hafa flestar útgerðir keypt sér kvóta og ég gæti ekki hugsað mér að setja á lög sem yrðu til þess að einhverjir töpuðu á þeim.

Vitanlega eru til óheiðarlegir og óvandaðir útgerðarmenn, en þeir eru líka til sem eru heiðarlegir. Af tvennu illu finnst mér betra að óheiðarlegir njóti heiðarleika annarra heldur en að heiðarlegir gjaldi fyrir óheiðarleika einhverra.

Við hefðum í upphafi átt að fara aðra leið í fiskveiðimálum, færir skiptsjórar hefðu átt að hafa meira um þessi mál að segja, því þeir hafa oft betri yfirsýn en fiskifræðingar varðandi hegðun fiska, eins og þú þekkir mætavel sjálfur. Það er mjög slæmt að Hafró sé einráð í umræðunni, Jón Kristjánsson hefur margt fram að færa.

Það er alltaf slæmt, þegar einn aðili er ráðandi í umræðunni, ef árangur á að nást, þá þurfa mörg og ólík sjónarmið að komast að.

En ég er hundrað prósent sammála þér með svínaríið sem var hér fyrr á árum, þegar menn gátu verið með skip bundin við bryggju og stórgrætt á kvótaleigu, það fór úr böndunum, algerlega. Einnig er ég óhress með allt brottkastið og ómarkvissar friðunaraðgerðir fiskifræðinga sem ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

Við þurfum að ná sátt, öll þjóðin, um fiskveiðistjórnunarkerfi sem virkar vel varðandi friðun og hagkvæmni, en það má ekki verða til þess að neinn tapi.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 00:56

18 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér gott svar Jón. Þú ert enn í vörn en tel að ef menn séu á leið með réttu hugarfari í þessa "breytingu" eigi þessi þjóð von.

Hægri menn  áttu sameiginlegan hljómgrunn innan flokksins fyrir Davíð þó tekist væri á og jaðraði við klofning. 

Best er að stefnan sé skýr áður en leiðir eru skrifaðar. Sjálfstæðismenn höfnuðu kvótakerfinu frá byrjun. Af hverju? 

Frelsi einstaklingsins er misþyrmt með allri kvótastýringu. Samkeppni má aldrei verða "skammaryrði"í túlkun flokksins.

Af kvótastýringu sama í hvaða mynd sem er hlýst sérhagsmuna pot og spilling. 

Sjálfstæðismenn verða að bera saman sitt eigið stjórnkerfi fiskveiða sóknarmarkið og kvótakerfið þá sést munurinn á réttlæti og ranglæti gagnvart einstaklingum í greininni. 

Gagnvart sjómönnunum (sérstaklega skipstórum), útgerðamönnum og fiskvinnslu.  

Í samanburði þessara tveggja kerfa sést munurinn á sjálfstæðismönnum og vinstri mönnum.  Munurinn á samkeppni og einokun. Þeir sem hafna samkeppni eiga ekki lengur heima í atvinnurekstri. Neistinn er slökknaður og hræðslan tekin við. 

Góð spurning er fyrir alla sjálfstæðismenn sem segjast vilja gera breytingar og freista þess að komast aftur á braut sjálfstæðis stefnunnar er að spyrja sjálfan sig sig hversvegna fer ekki allur fiskur á markað? 

Varðandi atvinnulífið í heild sinni þarf að skapa umhverfi sem er "einstaklings vænt". Höft og handstýringar lágmarkaðar og afnumið. Núna er frelsi einstaklinsins til orða og athafna háðsyrði um sjálfstæðisflokkinn. Þörf hugleiðing fyrir þá sem spyrja "hvað hefur farið úrskeiðis"? 

Útúrsnúninginn um að sumir séu búnir að kaupa sig "inní greinina" er aðuðvelt að leysa. Þeir sem duttu ofan úr skýjunum og keyptu sig inn með atorku sinni og eigin fé annarstaðar frá er hægt að bæta (munum þeir fá áfram að veiða). Hinir sem voru og eru enn en hafa með sjónarspili "eignast" kvóta ( hans pabba sem fékk milljaraða ) eða hvernig sem þetta hefur verið sett á svið þarf ekki að bæta á einn eða neinn hátt. Þeim er frjálst að stunda þessa atvinnu grein á sama grunni og við hinir. Í samkeppni!

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 07:45

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ólafur, ekki er ég viss um að ég sé í sérstakri vörn, ég túlka bara mínar skoðanir.

Ég get fallist á það sem þú setur fram síðast í athugasemdinni, vel væri hægt að skoða það, að þeir sem hafa keypt sér heimildir fái að halda þeim og aðrir ekki.

Fiskveiðimál eru mikil tilfinningamál hjá okkur íslendingum, enda hafa menn frá aldaöðli haft möguleika á að eignast skip og fiska eins og þeir hafa getu til.

Sökum þess, að auðlindin er talin takmörkuð, þá þarf að takmarka aðgengið að henni og það óhjákvæmilega heftir athafnafrelsi manna sem er aldrei gott.

Ég er ekki viss um að fullkomið athafnafrelsi geti gengið upp að öllu leiti.

Hagsmunaaðilar flestir vilja vernda sína hagsmuni með því að hleypa ekki of mörgum að.

Leigubílstjórar gera þetta og hafa gert lengi, fjöldatakmarkanir þekkjast í hinum ýmsu greinum, ég veit að t.a.m. dúklagningamenn komu sér saman um að takmarka fjölda lærlinga til þess að ekki kæmi offramboð í greinina.

Ég býst við að fullkomið athafnafrelsi þekkist hvergi, hagsmunaaðilar og stéttarfélög gæta sinna hagsmuna og ég veit ekki hvort það væri hyggilegt að breyta því.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 09:15

20 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sósialistar nota höft til að takmarka athafnafrelsi en það þíðir ekki að Sjálfstæðismenn geri það.

Það var hér fiskveiðistjórn (núna í Færeyjum) sem gerði mönnum jafn hátt undir höfði og takmarkaði sóknina. Það virkaði og í algjörum dauða á miðunum byggðum við upp þorskstofninn(sjá árin 1984 og 85 ). Þetta var / er besta fiskveiðistjórnun í heimi.

Davíð var kjörinn á þing til að afnema kvótakerfið og taka þetta kerfi upp aftur þegar hann rann á rassgatið ofan i framsóknarflórinn. Það er eingöngu spilling sem heldur hér gangandi kvótakerfinu. Ekkert annað. 

Ef menn vilja ekki breyta ekki segjast vera til í að breyta og laga. Fáið Styrmir til að hjálpa ykkur Jón hann er orðinn nógu þroskaður til að þora að segja sannleikann.

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 09:44

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég get þá glatt þig með því Ólafur minn, að Styrmir Gunnarsson er með okkur í ráðum, við erum ágætir kunningjar og tölum reglulega saman, hann er hluti af þessum hópi sem ég nefndi.

Hans skoðun varðandi kvótakerfið er sú, að honum finnst að útgerðirnar eigi að borga meira fyrir afnotin af auðlindinni, en hann vill ekki afnema kvótakerfið sem slíkt.

Hans skoðun varðandi kvótakerfið er sú, og hefur alltaf verið, að sjómenn hefðu átt að fá kvóta eins og útgerðirnar, við vorum einmitt að ræða þessi mál fyrir nokkrum dögum síðan.

En ég viðurkenni það fúslega, að ég hef ekki hinn endanlega sannleika í fiskveiðimálunum og hræddur er ég um, að litlar breytingar verði í þjóðfélaginu, þótt kvótakerfinu verið umbylt algerlega og allir fengju að veiða eins og þeir vildu.

Þetta eru umdeild mál og mörg sjónarmið. Þeir sem eru andstæðir kerfinu verða þá sáttir við breytingarnar og hinir ósáttir.

Ég er ekki það heitur í þessum málum að ég fari á límingunum, sama hvað gert verður. Þó verður að viðurkennast, að ef ég horfi á mína eigin hagsmuni, í ljósi sögunnar, þá koma tekjur mínar til með að lækka, því væntanlega verðum við sjómenn látnir taka þátt í kostnaðinum sem hlýst af kaupum á aflaheimildum.

En mínar tekjur skipta litlu máli í heildarmyndinni.

Burtséð frá öllu, þá vil ég skapa víðtæka sátt milli allra hópa samfélagsins, það er erfitt og langsótt markmið sem nær ekki fram að ganga, öðruvísi en að allir séu tilbúnir til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Það þarf hver og einn að breyta sjálfum sér og aðlagast öðrum.

Ef ég væri fullviss um, að róttækar breytingar og afnám á kvótakerfinu væri lykillin að fullkominn sátt, þá myndi ég glaður samþykkja það.

En ég tel að það þurfi meira til, þrasaragenið er of ríkjandi í okkur íslendingum, því miður.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 10:10

22 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þegar ég nefndi það við höfund kvótakerfisins H A á fundi þar sem ég var að skýra fyrir honum aðstöðu mína og áhafnarinnar sem vorum á "milli" skipa þegar úthltun kvóta fór fram þar sem okkur var úthlutað stærsta kvóta landsins að nærtækara hefði verið að úthluta sjómönnum kvótann þar sem þetta væri þeirra reynsla en ekki skipanna? Svar ráðherrans var; Þá gengju Skipstjórar "kaupum og sölum" og það mátti alls ekki.

Þú mátt kalla það þras gen Jón en þegar yfirgangur manna gengur út á það að hafa af mönnum vinnuna og fara eftir þeim ævilangt í þeim tilgangi að knésetja þá fyrir skoðanir þeirra finnst mér of langt gengið þegar stærsti stjórnmála flokkur landsins hefur slíkan ofbeldismann til skýjanna í hagsmunagæslu. 

Ég sá Sjálfstæðisflokkinn sem fjöldahreifinu sem bæri hag og farsæld þjóðar fyrir brjósti í anda frelsi og markaðar en ekki flokk til sölu eins og hóru á horni. 

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 13:54

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki var þessu með þrasaragenið beint til þín sérstaklega Ólafur, þú heldur fram þínum sjónarmiðum og allt gott um það að segja.

Það sem ég átti við var, að þótt kvótakerfið yrði afnumið, þá er ég ekki sannfærður um að friðurinn aukist í þjóðfélaginu.

Það er komin svo mikil reiði í þjóðfélagið, það þarf að skapast meiri sátt.

Ég þekki þína sögu ágætlega, samskipa mér eru þrír menn sem voru með þér á Viðeynni, skipstjórinn sem ég er með var hjá þér til fjölda ára.

Þeir láta allir ágætlega af veru sinni með þér, þeir þénuðu vel og voru nokkuð sáttir.

Afstaða manna mótast vitanlega af þeirra lífsreynslu og þú hefur ekki góða reynslu af samskiptum þínum við nokkra menn.

Sjálfur hef ég allatíð haft efasemdir um allar þessar veiðitakmarkanir, ég aðhyllist grysjunarkenningu Jóns Kristjánssonar, Ásgeir heitinn Jakobsson skrifaði líka fjölda góðra greina um sjávarútvegsmál.

Það væri farsælast ef þjóðin öll gæti sæst á eitthvað ákveðið í þessum efnum, þangað til finnst mér ekki ástæða til róttækra breytinga á kerfinu.

Þetta er nú bara mín skoðun á þessu máli, þót ég geti vel tekið tillit til annarra skoðanna.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 14:39

24 identicon

Heill á ný; Jón - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Jón !

Rétt; er það. Reiðin er að stigmagnast - og henni verður ekki eytt, fyrr en cirka 7000 fyrirbrigði í mannsmynd, sem Íslendingar hafa kallast (stjórnmála- og embættis menn - Prestar - Sýslumenn, auk fjölda annarra), verði til útlegðar dæmdir, af til þess skipuðum Alþýðudómstól, mögulega; framsækinna Byltingar afla, fornvinur góður.

Tækist það ekki; yrði að grípa til mjög harkalegri aðgerða, líkast til.

Með sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason 14.6.2011 kl. 15:26

25 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heil og sæll Óskar minn æfinlega.

Hætt er nú við að lítið breytist, þótt við myndum eyða þessum 7000. "fyrirbrigðum í mannsmynd", það leynast eflaust fleiri svona fyrirbrigði en þesi 7000.

Við þurfum öll að skoða okkur sjálf og leita að réttlæti og heiðarleika innra með okkur, stjórnmálamenn sem aðrir.

Öðruvísi verður engin endurreisn, því óheiðarleikann þarf að uppræta, hann er rót alls ills, en ansi lúmskur.

Sumir láta blekkjast af honum, því hann líkist heiðarleikanum oft á tíðum um of.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 18:44

26 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér góð svör Jón ég verð að óska ykkur alls hins besta. Verst að menn séu hissa á reiðinni.

Hvað á annað að vera þegar fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu og leggja fyrir. Þau fara að ráðum ráðamanna og fjárfest í húsum sínum taka hógvær lán og borga af þeim af samviskusemi  MISSA SÍÐAN ALLT! 

Á sama tíma eru menn að draga sér fé út á óveiddan fisk inní framtíðina og skuldsetja grunn atvinnuveginn svo ekkert er eftir til að byggja upp. 

Við höfum séð samdrátt og kreppur fyrr en þá hafði þjóðin sjávarútveg og við fórum og heltum in fiski og eftir 2 ár var allt komið á fullt.

Þeir sem ekki sjá að þetta kvótakerfis rugl er bara drullupollur spillingarmanna sem með skipulögðum hætti hafa sekkt þjóðinni í þetta, eiga varla viðreisnar von því miður. Best væri að þetta fólk færi í kynnisferð til S Ameríku og sjái þjóðfélagið sem þeir vilja byggja hér þar sem collegar þeirra búa eins og rottur bakvið 3 metra háar girðingar og geta aldrei gengið meal fólks. Kvótapúkinn yrði skroinn  á háls ef hann sæist á götu. 

Talandi um að þetta sé arðvænlegt kerfi? MS var líka rosalega arðvænlegt. Af hverju umhverfist fólk í svona óðagræðgi? Afhverju ekki nóg að komast vel af og sjá fyrir sér og sínum að eiga gott fyrirtæki sem skilar arði til eingenda og samfélags. Þurfa að skilja eftir sig slóð óþverra og eyðimerkur í stað uppbygginar og blómlegs samfélags. 

Kannski er það satt að það taki heila kynslóð í viðbót að losa okkur við þetta kerfi og hyskið sem ver það.  Ég lifi það greinilega ekki að fara aftur út á fjöllin sem við Ingólfur ásamt Magga og Sigga kortlögðum.

Gangi ykkur sem best Jón minn það mæðir mikið á ykkur.  Ég er hræddur um að ég gangi seint aftur í flokkinn en aldrei segir maður aldrei. 

Ólafur Örn Jónsson, 14.6.2011 kl. 23:00

27 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ólafur, ég skil fyllilega reiðina þótt ég sé á þeirri skoðun að hún sé til lítils gagns, en reiði er fullkomlega eðlileg í þesu ástandi.

Við erum alltaf á þínum slóðum, á fjöllunum í karfanum og ufsanum.

Sjálfstæðisflokkurinn rúmar allar skoðanir, það er fullt af fólki innanborðs sem er jafnmikið og jafnvel meira í andstöðu við kvótann heldur en þú, þetta er mikið hitamál og oft rifist um hann á fundum.

Ég óska þér einnig góðs gengis í því sem þú ert að gera við eigum vonandi eftir að skiptast á skoðunum aftur seinna, mér mislíkar það alls ekki þótt menn séu ekki sammála mér, enda hef ég ekki hinn endanlega sannleika á einu eða neinu.

Einnig held ég, að það sé ekki mjög langt á milli okkar í þessum málum, þótt við göngum kannski ekki alveg í takt.

Við viljum jú báðir réttlæti öllum til handa.

Jón Ríkharðsson, 14.6.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband