Frjálshyggjan verðskuldar að fá að sanna sig til fulls.

Hægt er að færa rök fyrir því, að ekkert samfélag hafi byggst upp með jafnaðarstefnu að leiðarljósi.

Nú spyrja sig margir, getur þetta verið rétt? Hvað með hin Norðurlöndin, t.d. Danmörku og Svíþjóð, er ekki ástandið hvað best þar?

Vissulega hafa þessi ríki verið ansi rausnarleg, varðandi framlög í sín velferðarkerfi, en hvað byggði þau upp?

Svíþjóð byggðist á iðnaðarframleiðslu og frjálsum viðskiptum, Danmörk byggðist upp á kaupmennsku ýmiskonar og frjálsum viðskiptum.

Það var kapítalisminn sem gerði þessum ríkjum kleyft að búa við jafnaðarstefnu áratugum saman, en samt sem áður hefur kostnaðurinn við þesi ofþöndu velferðarkerfi þeirra oft verið ansi íþyngjandi, þrátt fyrir mikla verðmætasköpun áður en jafnaðarstefnan komst til valda.

Miðað við reynslu þessara ríkja af jafnaðarstefnunni, sem stöðugt þarf á meiri hagvexti að halda til að standa undir sér, þá er frjálshyggjan það eina sem getur bjargað okkur íslendingum.

Nú fer reiðin að krauma í mörgum sem lesa þessi orð, þeir spyrja sig að því, hvort þessi skrítni pistlahöfundur sé orðinn endanlega snargalinn, var það ekki frjálshyggjan sem olli hruninu?

Nei, frjálshyggjan boðar ekki ríkisvæðingu á tapi einkafyrirtækja, heldur eiga þeir að tapa sem fara illa að ráði sínu. Frjálshyggjan hefði aldrei leyft það, að ríkið gerði tilraun til að semja um Icesave-skuldir einkabanka.

Frjálshyggjan hefði heldur aldrei leyft ofþanin ríkisútgjöld, því slíkt er eitur í beinum frjálshyggjufólks.

Það sem að vantaði hér á landi á árunum fyrir hrun, var einmitt hrein og tær frjálshyggja, því ekki er hægt að neita því, að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði frjálshyggju upp að vissu marki, en fór aldrei alla leið, þess vegna fór sem fór. 

En Bandaríkin, Mekka frjálshyggjunnar spyrja sumir, er ekki þar allt á öðrum endanum?

Jú, það er vegna þess að Bandaríkjamen eiga það sammerkt með þeim sem fóru með völd fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, að vera hrifnir af frjálshyggju, en leyfa henni ekki að njóta sín til fulls. Segja má að það sé vegna þess samspils á milli stjórnmálamanna og kjósenda, sem þekkist í flestum löndum, stjórnmálamenn verða að gefa kjósendum vinsældanammi til að hljóta atkvæði þeirra.

Bandaríkjastjórn ákvað það, að allir ættu að eiga húsnæði óháð efnahag. Ósangjarnt er að segja það einu ástæðu hrunsins, en undirmálslánin vógu ansi þungt.

Svo má ekki gleyma öllum þessum ofurríku Bandaríkjamönnum, sem hafa stjórnmálamenn í vasanum. Þeir sem að kaupa sér hlunnindi, með því að styrkja stjórnmálamenn, eru ekki frjálshyggjumenn, enda er þesi hópur lítt hrifinn af frjálshyggju yfirhöfuð, þeir vilja ekki samkeppni.

Frelsið er okkur ákaflega dýrmætt, en það er erfitt að höndla það. En sú staðreynd er einmitt helsti kosturinn við frelsið, því án erfiðleika þá kemur enginn þroski.

Sumir telja það, að vitrir og góðir stjórnmálamenn reddi öllum málum.

Gefum okkur það, að við fáum vitra og réttsýna stjórnmálamenn, sem gera allt 100% og það verður ekkert vesen, öllum líður vel. Vissulega er það ákaflega notaleg tilhugsun, en engin rós er án þyrna.

Þegar hugsað er fyrir fólk í einu og öllu, þá sljóvgast öll sjáfsbjargarviðleitni, fólk líður áfram í sæluvímu og allt gengur upp.

Stjórnmálamenn eru dauðlegar skepnur og þeir hafa ekki endalaust starfsþrek, einhver þarf að taka við.

Þegar sterkir leiðtogar hverfa, þá myndast ákveðið tómarúm sem erfitt er að fylla í, þannig að það koma erfið ár, upplausn og jafnvel óeirðir í kjölfarið.

Þess vegna er betra að hver og einn, sem er sjálfbjarga, treysti á sjálfan sig og gæti sín sjálfur á lífsins hálu braut. Menn hljóta harðar byltur, en rísa upp og halda áfram, læra af mistökunum og verða á endanum betri menn.

Frjálshyggjan ætlast ekki til þess að allir verði ríkir, en þeir sem vilja verða ríkir fá tækifæri til þess.

Það er göfugt að veita fólki frelsi, en frjálshyggjan getur ekki breytt mannlegu eðli. Sumir eru sterkari en aðrir og það er gott, því aðrir njóta góðs af því. Þeir sem eru sterkir á viðskiptasviðinu veita fólki atvinnu, þeir sem eru sterkir á fræðasviðinu veita fólki fræðslu osfrv. Svo er það markaðarins að ákveða kaup og kjör, ríkið á hvergi að koma nálægt því.

Ríkið á að sjá borgurunum fyrir grunnþjónustu, sjá til þess að hlúð sé að þeim sem eru ósjálfbjarga af ýmsum sökum, ríkið á að sjá til þess að skýrum og einföldum leikreglum sé fylgt eftir og að enginn geti troðið öðrum um tær.

Sjálfstæðisflokkurinn á að ganga alla leið og boða alvöru frjálshyggju en ekki eithvað hálfkák. Við erum sköpuð með samkennd í okkar hjarta, þannig að við viljum ekki að illa sé farið með neinn.

Það er siðleysi að fara illa með fólk og frjálshyggjan er ekki siðlaus stefna, heldur mannræktarstefna byggð á kristilegum gildum.

Í hinni helgu bók segir m.a. að;"eins og maðurinn sáir mun hann uppskera", það er frjálshyggjan í hnotskurn.

Frjálshyggjan er líka algerlega litblind, hörundslitur skiptir engu máli né heldur kynhneigð viðkomandi, aðeins að hver og einn sýni sjálfsagða tillitsemi og hlýði einföldum lögum og reglum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Jón nú er nóg komið , hvers konar vörnum heldurðu uppi? hélt að þú værir búinn að upplifa bæði!

allavegaga á Siglufirði .Bíddu ,varst það ekkiþú sem varst á móti frjálshyggjunni í kvótamálunum þegar þú keyptir þinn fyrsta bát hér á Siglufirði.

veit ekki betur.skrítið að upplifa þig sem frjálshyggjumann, búinn að missa allt þitt , ertu virkilega ennþá sömu skoðunar , eftir allt sem á undan gekk?????????

Sveinn Zphoniasson 14.11.2011 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Blessaður og sæll Svenni minn, það er ánægjulegt að hitta þig hér í netheimum og gaman væri að taka með þér kaffibolla í hinum raunverulega heimi, ef þú átt erindi í höfuðborgina og ég verð í landi.

Flestir misskilja frjálshyggjuna og mér sýnist þú gera það, að vissu leiti.

Kvótakerfið er ekki birtingamynd frjálshyggjunnar, það var sett á í tíð vinstri flokkanna og þeir eiga allan heiðurinn af því, en rétt er það að sjálfstæðismenn hafa viðhaldið því. 

Það þarf að fara fram alvöru umræða um fiskveiðimál og meðan þetta er allt í upphrópunum og látum, þá ákveð ég að hvíla mig á þeirri umræðu, en rétt er það, við vorum báðir mikið á móti kvótanum, enda framsalið á fullu og menn að græða óeðlilega mikið á því.

Þetta sem þú bendir á, með mína misheppnuðu útgerð, þegar ég tapaði íbúðinni, bátnum og öllu sem ég átti, það var mér sjálfum að kenna, ég gerði stór og afdrifarík mistök sem ég lærði af.

Af því að ég hef alltaf verið frjálshyggjumaður í eðlinu, þá axlaði ég alla ábyrgð sjálfur.

Ég skuldaði talsvert á Siglufirði þegar ég fór þaðan, einnig var ég einhverjar milljónir í mínus því ég kunni ekki fótum mínum forráð og lifði að mestu leiti á yfirdrætti, því ekki fiskaðist mikið eins og þú manst. Mér var ráðlagt að fara í gjaldþrot, því lögfræðingur sem ég ræddi við taldi stöðuna vonlausa. Það gekk illa að finna vinnu á þessum tíma og allar dyr virtust lokaðar.

En með þrjóskunni tókst mér að borga allt uppi í topp og komast út úr þessu öllu, í dag skulda ég engum neitt, nema Íbúðarlánasjóði. Þetta var erfitt, en ögrandi verkefni og ég er þakklátur fyrir þessa reynslu í dag.

Nú veit ég að það borgar sig að vinna fyrir hlutunum, því öll lántaka er ansi dýr.

En sendu mér endilega póst á jonrikk@gmail.com, það væri gaman að frétta af þér og Sigló.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 00:40

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Skellirðu þér ekki bara í formannsslaginn á Landsfundinum, Jón. Þú ert þó alla vega með stefnu.....!

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2011 kl. 08:46

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hugsa að ég verði frekar óheppilegur sem formaður Ómar minn, maður sem er úti á sjó allt árið hentar illa í það starf.

Án þess að vera haldinn mikilmennsku brjálæði eða hroka, þá hef ég trú á því, að ég gæti orðið ágætur formaður eins og flestir sjálfstæðismenn.

Formaðurinn þarf að hafa trú á sjálfstæðisstefnunni og þekkja hana vel, hann þarf að hafa trú á þjóðinni og hvetja hana til góðra verka.

Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki og þarf ekki að vita alla hluti, hann hefur fullt af góðu fólki sem hann getur leitað til og það er dýrmætt, bæði fyrir hann og flokkinn.

Þegar almennir flokksmenn upplifa sig sem beina þátttakendur í starfi og stjórn flokksins, þá eflast þeir og flokkurinn um leið.

Jón Ríkharðsson, 15.11.2011 kl. 13:42

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Jón. Það aðlaðandi hugsun að allir geti verið frjálsir eins og fuglinn og gert hvað sem þeim sýndist án allra afskipta einhverra stjórnvalda. En það sem gerir þennan draum að engu er, að mannskepnan er eins og hún er.  Kannski væri hægt að framkvæma þessa glæstu sýn eftir tíuþúsund ár. Ef við gefum okkur það að þá verði mannlegt eðli orðið eitthvað skárra en það er í dag. 

Þórir Kjartansson, 15.11.2011 kl. 13:59

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Því miður Þórir minn, þá held ég að mannkynið verði ósköp svipað eftir tíu þúsund ár, ef það gerir ekkert til að breyta sér.

Mér finnst gaman að lesa og kynna mér hin ýmsu mál, varðandi mannlegt eðli og mér finnst hugarfarið ósköp svipað í dag og það var fyrir 1000. árum, jafnvel er hægt að finna samsvörun við hugarfarið í dag enn lengra aftur í tímann.

Maðurinn þroskast ekkert nema hann geri mistök, jafnvel stór mistök.

Öldum saman þóttu stríð sjálfsögð og eðlileg, það þótti hetjuskapur að ráðast á ríki og raunverulega ræna frá þeim, til þess eins að efla eigið ríki. Mannskepnunni þykir vont að láta meiða sig og eftir því sem fleiri voru drepnir og særðir, þá fóru hlutirnir að þróast.

Frjálshyggjan lofar engum gulli og grænum skógum, hún lofar heldur ekki betra samfélagi, enda er það ekki hægt.

En það er spurning hvort almenningur geti lært, smátt og smátt að hugsa og skilja flest sjónarmið, þá komumst við örlítið lengra áfram í þroska.

Því miður eru stjórnmálamenn ekkert öðruvísi en almenningur, þeir eru alveg jafn meingallaðir og þar af leiðandi ekkert betur hæfir til að stjórna.

Ég þekki þig ekkert Þórir, en ég geri samt ráð fyrir að þú sért heiðarlegur og viljir ekki gera öðrum illt, þannig huga langflestir. Það eru ekki margir sem eru óheiðarlegir í þessum heimi, en þessi fáu skemmdu epli valda ansi miklum skaða.

Ef að við, sem kjósum heiðarleika og leitumst við að ástunda hann, beitum okkur í umræðunni, þá held að að við getum náð að færa margt til betri vegar.

Ég skil hinsvegar mjög vel þína hugsun, hún læðist oft í huga minn og oft hefur hún verið ansi ágeng, erum við tilbúin fyrir alvöru frelsi?

Eftir miklar pælingar og lestur, þá kemst ég að jákvæðri niðurstöðu. Stjórnmálamönnum hefur ekki gengið vel, traustið á þeim sannar það og Ísland er ekki eina landið, þar sem traust á stjórnmálamönnum fer minnkandi.

Það segir okkur það, að stjórnmálamenn eru óhæfir til að hugsa fyrir okkur.

Þess vegna þurfum við að prufa eitthvað nýtt, gefa frjálshyggjunni tækifæri og ef hún virkar ekki eins og hún á að gera, þá verðum við að finna eitthvað annað.

Við megum aldrei gefast upp, stöðnun er ekki góð fyrir mannkynið og það hefur verið of mikil stöðnun í pólitíkinni til þessa.

Satt að segja veit ég ekki hvort frjálshyggjan gengur raunverulega upp,það hefur aldrei reynt á það, en ég hef hinsvegar mikla trú á því. Þess vegna vil ég gefa henni tækifæri.

Jón Ríkharðsson, 16.11.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband