Stjórnmálaflokkar eiga að haga sér eins og fyrirtæki á markaði.

Hvernig ætli neytendur myndu bregðast við, ef  framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis kæmi fram í sjónvarpi og segði að keppinautur hans væri gjörspilltur glæpamaður sem svindlaði á neytendum hægri vinstri?

Það myndi stuða fólk og hætt er við að fyrirtæki framkvæmdastjórans myndi tapa talsvert í framhaldinu.

En þetta gera stjórnmálamenn, þeir koma fram í fjölmiðlum og saka hvern annan um spillingu, heimsku, afglöp og það, að hugsa ekki um hag kjósenda. Kjósendum þykir meira að segja flott ef einhver stjórnmálamaður kemur með krassandi samsæriskenningu um andstæðinginn, beri hann kenninguna fram á sannfærandi hátt og hún nær til hjarta kjósenda.

Þrátt fyrir þessa áráttu kjósenda, að trúa um of á samsæriskeningarnar, þá er þetta líka hluti vandans, varðandi gjána á milli þings og þjóðar.

Vitanlega eiga stjórnmálamenn að koma fram í fjölmiðlum og segja hvað þeir ætli að gera, nefna dæmi um góð verk sem þeir hafa unnið osfrv.

Það hefur fallið blettur á alla flokkanna fjóra, þeir þurfa að taka sig á og bæta sína ímynd, ef þeir ætla að lifa. Þeir þurfa líka að breyta um nálgun við kjósendur.

Þeir þurfa að útskýra sínar stefnur á mannamáli, viðurkenna sín mistök á heiðarlegan hátt og lofa bót og betrun af fullum heilindum.

Þeir verða að horfast í augu við það, þótt það sé sárt, að sumir innan þeirra raða njóta ekki trausts. Þá geta þeir sem hafa fallið mikið í trausti sýnt iðrun, vilji þeir halda áfram í pólitík og athugað hvort þjóðin er tilbúin til að fyrirgefa.

Það getur enginn gengið að þingsæti sínu vísu, þjóðin bæði velur og hafnar.

Oft er það víst þannig, að lífið er ekki endilega réttlátt, sumir eru ranglega dæmdir og aðrir eiga skilið að fá harða dóma. Það er þjóðarinnar að skera úr um það.

Stjórnmálamenn eru að komast á vissa endastöð, réttlætingar ganga ekki lengur og það þýðir ekki að reyna að ljúga sig út úr neinu, fólk er komið með nóg af því.

Nú er rétti tímin fyrir stjórnmálaflokka að skoða vel sínar afstöður í öllum málum og benda á raunhæfar leiðir, sem hægt er að standa við.

Persónulegt skítkast í pólitík ætti að heyra sögunni til.

Stjórnmálaflokkar eru að vissu leit eins og fyrirtæki á markaði, þeir þurfa að selja ímynd sína og ekkert annað, sannfæra fólk um einlægan vilja sinn til að efla sína þjóð og styrkja.

Sá flokkur sem sannfærir þjóðina um heilindi sín og auðmýkt gagnvart fortíðinni, iðrast þes að hafa ekki gert rétt, hann hlýtur að sigra að lokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband