Lífeyrissjóðir eiga ekki að reka fyrirtæki.

Stofnun Framtakssjóðsins skekkti samkeppnistöðu á markaði og velvilji stjórnvalda í hans garð er enn eitt tákn um vanhæfni þeirra.

Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta peninga eigenda sinna en ekki rekstur og uppbygging fyrirtækja.

Framtakssjóðurinn rak Húsasmiðjuna í bullandi samkeppni við Byko og það er að öllu leiti óeðlilegt ekki síst í ljósi þess að starfsfólk og stjórnendur BYKO eiga sinn hlut í lífeyrissjóðunum.

Lífeyrissjóðir geta ávaxtað fé með útlánastarfsemi eins og þeir reyndar gera. Ef við tökum Húsasmiðjuna sem dæmi, þá var það fyrirtæki illa rekið. Stjórnvöld áttu ekki að skipta sér af því, í frjálsu markaðshagkerfi eiga illa rekin fyrirtæki að verða gjaldþrota.

Ef það er eftirspurn eftir vörum illa rekinna fyrirtækja, þá munu væntanlega starfsmenn þeirra eða aðrir geta tekið reksturinn yfir og jafnvel samið við lífeyrissjóði um lán, sú leið á að vera fær, ef stjórnvöld vilja endilega að þeir taki þátt í að byggja upp atvinnulífið.

Eðlilegra er að sjálfsögðu að bankar láni og lífeyrissjóðir ávaxti mest í útlöndum, en ef nauðsyn ber til þá er eðlilegt að þeir láni, með sama hætti og almennir bankar.

Til þess að lífeyrissjóðir geti fjárfest erlendis, þá þarf að endurskoða gjaldeyrishöftin. Það er skynsamlegra en að þvinga lífeyrissjóði til að vera með starfsemi sem virkar íþyngjandi á vel rekin fyrirtæki, því enginn getur keppt við lífeyrissjóðina, það segir sig sjálft.

Vonandi hugsar næsta ríkisstjórn um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, stóru fyrirtækin og fjármálastofnanir geta séð um sig sjálf, og sér til þess að lífeyrissjóðir hafi engin ítök á vinnumarkaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt hjá þér Jón!

Framtakssjóðurinn var stofnaður að tilstuðlan stjórnvalda og í raun ekkert annað en dulbúinn ríkisrekstur. Auðvitað átti að láta þau fyrirtæki sem sjóðurinn tók yfir, á almennan markað. Ef lífeyrissjóðirnir vildu ávaxta sitt fé í þessum fyrirtækjum gátu þeir sem best lánað til kaupa á þeim. Að rekstri þeirra áttu þeir aldrei að koma, enda ekki hlutverk lífeyrissjóða að standa í fyrirtækjarekstri!

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2012 kl. 21:57

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Gunnar, við erum sammála í þessu eins og mörgu öðru.

Bankar og lífeyrissjóðir eiga alls ekki að reka fyrirtæki á almennum markaði, heldur að lána fyrirtækjum.

Jón Ríkharðsson, 8.8.2012 kl. 22:55

3 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Sæll Jón.

Hér gætir misskilnings hjá þér á því hvað framtakssjóður er og hvernig hann starfar, þar á meðal Framtakssjóður Íslands.

Lífeyrissjóðirnir reka ekki fyrirtæki. Þeir geta hins vegar átt hlutabréf í fyrirtækjum. Framtakssjóður Íslands er ekki jafn auðveldlega skilgreindur. Það er ekki rétt að hann reki fyrirtæki, en ekki heldur fyllilegarangt. Hann á fyrirtæki, skipar þeim stjórnir og gerir breytingar á rekstrinum. Ekki um að ræða eiginlegan rekstur.

Varðandi Húsasmiðjuna. FSÍ keypti hana, gerði breytingar á stjórn og setti henni fyrir, seldi síðan fyrirtækið. Hvorki FSÍ né lífeyrissjóðirnir settu fé í rekstur Húsasmiðjunnar né bættu eigin fé í hana. Það er lífseig mýta sem á sér ekki stoð í veruleikanum, launþegar keppniauta (BYKO, Múrbúðarinnar) þurftu því ekki að sjá á aftir einni einustu krónu í að halda einhverjum vonlausum rekstri á floti. Sú fullyrðing er einfaldlega röng.

Staðreyndin er að aðkoma lífeyrissjóðanna að fyrirtækjum, hvort sem er bein eða í gegn um FSÍ, er alfarið í gegn um hlutabréfaeign eftir ströngum reglum sem settar eru í lögum, reglugerðum, reglum Fjármálaeftirlitsins og eigin fjármálastefnu sjóðanna, sem byggist m.a. á lögunum. Þetta er einfaldlega bísniss á markaði. Þeir geta tapað á þessum bísniss og þeir geta grætt á honum. Það síðara er algelngara (Lífeyrissjóður verzlunarmanna er t.a.m. í talsverðum hagnaði frá upphafi hlutabréfakaupa til ársloka 2009, þrátt fyrir tjón af hruni).

Ég ráðlegg þér að lesa þér til um málið , talsverðan fró'ðleik er að finna á vef Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, www.live.is og um þetta mál sérstaklega sem þú vekur máls á bendi ég á þessa grein: http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/844 

Bestu kveðjur

Þórhallur Jósepsson, starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Þórhallur Birgir Jósepsson, 8.8.2012 kl. 22:55

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Þórhallur og þakka þér fyrir upplýsingarnar.

Ég mun taka mér tíma í að kanna þessi mál seinna, rétt er það að nauðsynlegt er að staðreyndir komi fram í öllum málum.

En eftir stendur Þórhallur minn, að tortryggni í garð lífeyrissjóða er mikil eins og allir aðilar sem ráða yfir miklu fjármagni um þessar mundir þurfa að búa við.

Ég skal hinsvegar segja þér á hverju ég byggi þennan pistil. Ég þekki ágætlega til í BYKO, því ég var í talsverðum viðskiptum við þá þegar ég starfaði í byggingageiranum. Eftir að Framtakssjóðurinn keypti hlutabréfin í Húsasmiðjunni sagði mér einn úr hópi lykilstarfsmanna BYKO að Húsasmiðjan væri farin að auglýsa svo mikið og koma með hagstæðari tilboð en þeir geta ráðið við, þ.e.a.s. eyddu meira fé í markaðssetningu en BYKO gat gert.

Svo sagði hann mér fra því, að Húsasmiðjan hefði komið með blómabúð á Íslafirði og drepið niður eða skaðað blómabúð sem var til staðar. Það er vissulega ekkert að eðlilegri samkeppni og blómabúð sem verið hefur á Ísafirði hefur engfan einkarétt á blómasölu þar, ef einhver annar getur boðið betur. En mér skildist á viðmælanda mínum að eftir að Framtakssjóðurinn hafi komið að Húsasmiðjunni, þá hafi það fyrirtæki skyndilega gert ýmislegt til að ná forskoti á markaði en fyrir þann tíma var Húsasmiðjan deyjandi fyrirtæki. Einnig sagði hann mér að hann teldi ástæðuna fyrir þessari áherslu á að bjarga Húsasmiðjunni vera, að Húsasmiðjan leigði mjög mikið af húsnæði sem bankarnir ættu og lífeyrissjóðir hugsanlega að einshverju leiti. Þ.e.a.s. vildu fá leigutekjurnar og voru hræddir um að sitja uppi með hundruði eða þúsundir fermetra af tómu húsnæði.

En það er sjálfsagt og eðlilegt að starfsmenn lífeyrissjóða komi með leiðréttingar og útskýri sína hlið, hafðu þökk fyrir það. Hinsvegar er það mín skoðun, að eðlilegast er, eins og ég gat um í pistlinum, að lífeyrissjóðir láni fé til reksturs en kaupi ekki hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum. Þótt allt sé gert á heiðarlegan hátt og farið að ströngustu lögum, þá vekur þetta upp tortryggni og því miður, þá er traust fólks á starfsemi lífeyrissjóða ekki mikið.

Vonandi breytist það, ég hef alltaf viljað meina að mikill meirihluti fólks sé heiðarlegt og vilji vel, það er þessi örsmái hópur óheiðarlegra sem skapar ósanngjarna tortryggni.

Bestu kveðjur til þín líka.

Jón Ríkharðsson, 9.8.2012 kl. 12:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blómabúðin sem fyrir var, gafst upp þegar rætt var um þessa tilhögun, þeir fengu líka eina starfsmanninn frá blómabúðinni sem hafði menntun í skreytingum.  En þeir gerðu fleira, þeir stórskertu einu garðplöntustöðina sem hér er.  Það get ég borið vitni um, því ég á hana og rek hana.  Það er ólíðandi að stjórnvöld skuli taka svona afstöðu með einu fyrirtæki í samkeppni og skekkja þar með alla stöðu fyrirtækja sem fyrir eru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 01:23

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því Ásthildur, það er slæmt þegar ríkið skiptir sér af fyrirtækjum á frjálsum markaði.

Jón Ríkharðsson, 14.8.2012 kl. 18:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það á ekki að eiga sér stað, skekkir markaðinn allverulega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2012 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband