Hvað eiga stjórnmálamenn að gera?

Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að fólk fái vernd gegn glæpum og viðunandi heilbrigðisþjónustu og sjá til þess að menntun sé viðunandi. Einnig eiga þeir að hugsa um hag þeirra sem eru ósjálfbjarga sökum örorku eða elli.

En þegar þeir telja sig hafa meira vit en hinn almenni borgari hefur, þá verða þeir hættulegir.

Færa má rök fyrir því, að með forsjárhyggju hafi stjórnvöld í Bandaríkjunum byggt upp glæpaveldi sem stendur enn, þegar ákveðið var að fólk ætti ekki að drekka áfengi.

Bann við vændi, eiturlyfjum osfrv. gerir lítið annað en að byggja upp stórveldi í undirheimunum og stefna hinum almenna borgara í hættu.

Við lifum í ófullkomnum heimi og stjórnmálamenn geta engu um það breytt. Stjórnmálamenn eru heldur ekkert vitrari en gengur og gerist, þeir eru hinsvegar duglegri við að telja öðrum trú um eigið ágæti og hafa betra sjálfsmat en gengur og gerist, stundum reynist það ofmat.

Sá stjórnmálamaður sem sýnir auðmýkt og þekkir sína bresti, hann er vitur. Vitur stjórnmálamaður veit að boð og bönn gera lítið gagn, en oftast ógagn.

Stjórnmálamenn eiga að tengjast þjóðinni og skynja hjartslátt hennar, þá fyrst geta þeir stjórnað.

Einfaldar og skýrar reglur virka best, flókin regluverk sem hægt er að túlka á ótal vegu verða til þess að virðing fólks fyrir lögum og reglum fer þverrandi, slíkt veldur siðrofi í samfélaginu.

Sjómannamál er mörgum  tamt og oft er talað um þjóðarskútuna. Það gildir sama lögmálið við að stýra þjóðarskútunni og skipi.

Hreyfa stýrið sem minnst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi stjórnmálamenn ættu að hætta, fá sér annað starf meira við þeirra hæfi.. eins og að moka skurð. 4flokkurinn gæti farið saman í þetta að handmoka skurð, jarðgöng og brjóta grjót. Þannig munu þeir læra auðmýkt og virðingu fyrir peningum og fólki sem þarf að strita til að eiga til hífa og skeiðar.
Þú ættir líka að átta þig á því að ef þú hreifyr stýrið að þá munum við steyta á skerjum spillingar og vanhæfis... það sjá allir að stefna 4flokks getur bara steypt okkur ó glötun

DoctorE 21.8.2012 kl. 09:47

2 identicon

Fix
"Þú ættir líka að átta þig á því að ef þú hreyfir EKKI stýrið að þá munum við steyta á skerjum spillingar og vanhæfis... það sjá allir að stefna 4flokks getur bara steypt okkur í glötun"

DoctorE 21.8.2012 kl. 09:48

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert svolítið ónækvæmur í tölfræðinni DoctorE, þegar þú talar um "alla", þá ertu að tala um minnihluta kjósenda. Meirihlutinn kýs fjórflokkinn enda er hann skömminni skárri en hitt sem í boði er.

Svo er líka svolítið vont að átta sig á hvað þú meinar með því að segja fyrst, að ef ég hreyfi stýrið þá munum við steyta á skerjum spillingar og vanhæfis og það sama mun gerast ef ég hreyfi ekki stýrið.

Það er frekar snúið að lesa í heilræðin þín þegar þú ert svo elskulegur að lofa mér að njóta þeirra, en ég tek viljann fyrir verkið.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2012 kl. 10:33

4 identicon

Þetta er ekki eins erfitt og þú vilt vera láta.. ef þú skilur smá í ensku þá stóð þarna "Fix"; þar sem ég leiðrétti fyrri athugasemd

DoctorE 21.8.2012 kl. 11:11

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir leiðbeiningarnar DoctorE, það er fallega gert að útskýra fyrir mér hvað þú áttir við.

Oft er ansi snúið að skilja ykkur menntamennina, þið talið annað tungumál en við almúgafólkið.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband