Þetta er engin velferðarstjórn.

Fátækar barnafjölskyldur þurfa ekki stuðning úr opinberum sjóðum, ef heilsan er í lagi þá geta flestir bjargað sér sjálfir. Atvinnugreinar, hvort sem þær teljast vera skapandi eða grænar, að mati stjórnvalda, þær þurfa heldur ekki fjármagn úr opinberum sjóðum.

Þeir sem að þurfa á fjárhagsaðstoð að halda er sá hópur fólks, sem býr við sjúkdóma og ýmsa vanheilsu, ríkisstjórnin hunsar þann hóp.

Á sama tíma og lofað er að setja tugi milljarða í ýmis verkefni og búið er að setja hundruðir milljóna í ESB umsókn, tugi milljarða í misheppnaðar björgunaraðgerðir og stjórnvöld fullyrtu að hægt væri að standa við skuldbindingar varðandi Icesave, þá vantar nauðsynleg tæki á spítala landsins, til að hægt sé að veita nauðsynlega þjónustu.

Ríkisstjórn sem getur fundið hundruði milljarða í hina ýmsu málaflokka, sem ekki skera úr um líf og dauða en sveltir heilbrigðiskerfið, hún getur aldrei kallast "velferðarstjórn". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega satt og rétt, meðan skoðunartæki á Landspítala eru límd saman með límbandi og virka bara stundum, er verið að kasta fé í háskólasjúkrahús og Hörpu einnig Vaðlaheiðagöng og ýmisgæluverkefni ríkisstjórnarinnar á kostnað velferðar og heilsu almennings.  Ég verð bara svo reið þegar ég les svona, og veit að ég get ekkert gert nema rifið kjaft.  Svei þessu liði og allri lyginni í þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Skil þig vel Ásthildur, en við skulum passa okkur á reiðinni. Hún veldur okkur vanlíðan en lagar ekki neitt.

Ég hef þurft að takast á við helvítis reiðina undanfarið, þess vegna hef ég lítið bloggað. En ég hef sigrast á henni í bili og vonandi sem lengst.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er fullmeðvituð um það Jón minn.  Það er bara svo erfitt að hugsa til þess góða sem hægt hefði verið að gera ef stjórnvöld hefðu sett fólkið sitt í forgang en ekki peningana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 10:19

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég veit það Ásthildur mín, þú ert skynsöm kona og þekkir þetta allt. Það er erfitt þegar skynsemin tekst á við tilfinningarnar, þá sigra þær allt of oft og það kemur fyrir hjá okkur öllum.

Það hafa verið gerð mörg stór mistök, því miður allt of lengi og enginn flokkur er saklaus. Það eina sem við getum gert er að læra af mistökunum og gera betur í framtíðinni. Almenningur þarf að taka virkari þátt í pólitísku starfi og veita stíft aðhald.

Versta leiðin er sú, að skammast út í stjórnvöld eða leiðtoga eigin flokks, miklu betra er að vera með málefnaleg rök og standa fyrir yfirveguðum samræðum. Það vilja allir gera sitt besta og enginn, að ég tel, er meðvitað að klúðra málum. Stundum tapar fólk jarðsambandi þegar það sest á þing og reiðiviðbrögð almennings gera bara illt verra. Ríkisstjórnin virðist trúa því, að þau séu að gera rétt, afneitun er vel þekkt fyrirbæri. Og á meðan bjargfastar sannfæringar, sem eru ólíkar, takast á með reiðina að vopni, þá finnst engin lausn.

Það telja sig allir vera að segja og gera rétt, þar liggur vandinn. Þjóðin þarf í sameiningu að koma sér saman um viðmið og leiðir og kjósa samkvæmt því.

Jón Ríkharðsson, 31.8.2012 kl. 10:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það virðist bara vera í ljósárafjarlægð að fólk geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut.  Og margir eru svo skyni skroppnir að ef fólk vill breyta til og reyna að bæta hlutina eru þeir hrópaðir niður sem lýðskrumarar og lygarar.  Við verðum að fara að hugsa upp úr hjólförunum og skilja að hér þarf að breyta og endurnýja forystur flokka og leyfa nýjum öflum að komast að.  þeir sem eru búnir að vera í þessum bransa allt upp í 20 - 30 ár eru orðnir svo samdauna valdinu að þeir sjá ekki út fyrir rammann og er í rauninni orðið sama um allt nema völdin.  Það er nú vandinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 10:39

6 identicon

Vaðlaheiðar og Norðfjarðar göng eru kosningabeitur sem ég held að afar fáir bíti á.

Kristján B Kristinsson 31.8.2012 kl. 12:58

7 identicon

4flokkurinn er mesta mein íslands. Við sjáum það aftur og aftur... það er sami rass undir þeim öllum

DoctorE 31.8.2012 kl. 13:47

8 identicon

Þetta er spurning um grundvallar afstöðu fólks til ríkisins og hlutverk þess. Sumir álíta að ríkið eigi að koma þeim í foreldra stað þar sem menn afsala sér sjálfákvörðunarréttinum geng því að fá húsaskjól, mat og vasapeninga. Mér sýnist úr fjarlægðinni héðan af vinstri ströndinni að núverandi stjórn líti á sig á sama hátt. Ég þekki margann vinstri manninn og eru þeir langflestir betru gefnir en almennt gerist. Þess vegan virðast þeir svo margir falla í þá gryfju að telja sig betur fallna til að taka ákvarðanir fyrir pöpulinn sem má bara vera þakklátur fyrir að eiga svona góða að.

En hitt veit ég, að hversu vel gefnir sem þeir eru, þekkja þeir ekki mínar aðstæður né geta þeir haft mína hagsmuni fyrir brjósti. Íslendingar hafa löngum haft það orðspor að vera dugnaðarfólk, og mér sýnist að smátt saman sé verið að rækta þetta úr landanum. Þar sem ég er hægri öfgamaður telja margir að ég sé á móti sköttum og öllum ríkisafskiptum. Ég tel hvortveggja eiga fullan rétt á sér, en þetta er komið út í öfgar. Þeir sem þurfa hjálp eiga að fá hana, öðrum á að gera kleyft að hjápa sér sjálfum og það gerist helst þegar stjórnin lætur fólk sem mest afskiptalaust.

Oft er talað um að þeir séu bestir dómararnir sem láta leikinn ganga á meðan þeir gæta þess að reglunum sé fylgt. Svoleiðis sjórn held ég að sé langsamlega farsælust. Finnst svoleiðis fólk á Íslandi?

Það veit ég ekki en hins vegar man ég það að þegar í flutti erlendis fyrir hart nær 30 árum var þetta sama fólk á þíngi og hefur litið breyst né lært síðan.

Erlendur 31.8.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband