Var Jesús krossfestur fyrir samkynhneigð?

Á mannréttindaráðstefnu í Belgíu sagði borgarstjóri Reykjavíkur að mögulega hafi frelsarinn verið samkynhneigður og krossfestur af þeim sökum.

Varla þarf að fara mörgum orðum um slaka söguþekkingu borgarstjórans eða slæmt minni, því hann var jú starfsmaður kristins safnaðar um skeið og las oft hið heilaga orð.

Svo kvartar hann yfir engum viðbrögðum frá yfirstjórn Moskvuborgar, en þangað sendi hann skammarbréf vegna slæmrar framkomu í garð samkynhneigðra.

Svo nefnir hann það hissa að ekki hafi páfinn svarað erindi hans, sem þó var ritað á latínu og tekið þátt í baráttu Jóns Gnarr fyrir réttindum samkynhneigðra. 

Vissulega er góðra gjalda vert að vekja athygli á mannréttindum og taka stöðu með hópum sem eiga undir högg að sækja. Hrósa má Jóni Gnarr fyrir velvild og stuðning fyrir mannréttindum fólks. En greinilega tekst honum ekki að ná eyrum heimsins.

Miðað við hans orðaval almennt er líklegt að bréfin til Vatíkansins og Moskvu gefi ekki trúverðuga mynd af yfirstjórn höfuðborgar Íslands.

Líklega eru Belgískir mannréttindafrömuðir ekki steini lostnir yfir visku Jóns Gnarr er hann segir Jesú Krist hafa verið krossfestan fyrir samkynhneigð, en flestir íbúar heimsins telja aðrar ástæður liggja að baki aftöku frelsarans.

Hægt er að týna ótalmörg atriði til að sýna vanhæfni Jóns Gnarr í embætti borgarstjóra, spurningin er hvað virkar best til að sannfæra kjósendur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Well, samkvæmt biblíunni þá "drap" guð Jesú svo hann gæti fyrirgefið misheppnuðu sköpunarverki sínu.. Í stað þess að horfa í eigin barm og sjá að það var hann sem gerði mistökin.

Annars er Jón ekkert vanhæfari í starfi en margir fyrirrennarar hans, sem hreinlega rústuðu öllu sem þeir komu nálægt, bæði fyrir og eftir borgarstjórnar tíð þeirra.
Jón á ekkert í vanhæfi þessara manna góurinn, þetta myndir þú sjá sjáflur er þú værir ekki haldin flokksblindu

DoctorE 22.9.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband