Evu Joly í samninganefnd um Ice save!!!

Ef einhver á skilið fálkaorðuna, þá er það Eva Joly, hún er sannur Íslandsvinur.

Hún hefur varið okkur fimlega í fjölmiðlum, enda greind kona með mikla reynslu af alþjóðamálum. Hvers vegna asnast hin "Tæra vinstri stjórn" ekki til, að láta hana sjá um samningana? Nei, það gæti komið sér illa fyrir þau, þá gæti fólk áttað sig á öllu klúðrinu.

Ég vil vekja athygli á því, að Eva Joly hefur það eftir höfundum reglugerðar um innistæðutryggingar, að það sé alls ekki um ríkisábyrgð að ræða. Annars veit ég ekki hvort það nái að sannfæra vinstri sinnaða fylgismenn samninganna. Þrjóska þeirra og heimska er ein sú mesta, sem sést hefur lengi. Þeir gætu talið, að höfundar laganna skyldu ekki eigin lög.

Fjöldi lögfræðinga, innlendir og erlendir, hafa sagt, með traustum rökum, að okkur beri ekki að borga. Meira að segja þeir sem sömdu reglurnar, svo það komi fram einu sinni enn.

Eva Joly er okkar helsta vopn í baráttunni, ég ætla að vona að Hrannar B. láti það vera að skamma hana í þetta skiptið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heimskinginn Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, var nógu vitlaus að rita:

 

Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis? Veit hún ekki að megnið af erlendu lánunum (eiginlega allt nema Icesave) er til að styrkja gjaldeyrisforðann og þar myndast eign á móti? Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.

 

Hvað varðar nýjustu afskipti Evu Joly af Icesave-málinu þá veitir hún okkur ómetanlegan stuðning með þeim. Um þá staðreynd að regluverk Evrópusambandsins bannar aðildarríkjunum að veita ríkisábyrgðir, hef ég ritað mikið og til dæmis þessa grein í Morgunblaðið:

 

Evrópusambandið sjálft bannar Icesave-samninginn ! 

Ég tek undir orð þín Jón Ragnar ! 

  

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.1.2010 kl. 09:16

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Eva Joly stendur sig vel og er meiri Íslandsvinur en þeir sem eru í ríkisstjórn Íslands.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.1.2010 kl. 02:41

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt sem þig segið kæru bloggvinir, Loftur,Hrannar er svo vitlaus, að það tekur ekki nokkru tali. En það er gott að hann sé hjá hinu opinbera, hann þarf þá ekki að hafa áhyggjur af að gleyma vörslusköttunum.

Rósa mín, ég er sammála þér, hún er meir Íslandsvinur og Íslendingur en stjórnaliðið eins og það leggur sig.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband