Mánudagur, 11. janúar 2010
Enn ein sönnun þess, að við eigum ekki að borga Ice save.
Ef að einhver kýs ríkisstjórnarflokkanna í næstu kosningum, þá er það afar undarleg meðferð á atkvæði.
Fjölmargir fræðimenn, innlendir og erlendir hafa bent á sterkan málstað okkar í Ice save deilunni, en Steingrímur Joð er orðinn þreyttur á Ice save, ef marka má orð hans í Kryddsíldinni á gamlársdag.
Fyrst Steingrímur er orðinn svona þreyttur á þessu erfiða verkefni sem hann tók að sér, þá ætti hann að hætta. En hann er víst ekki einn að berjast á móti hagsmunum þjóðarinnar. Björn Valur Gíslason er honum betri en enginn í hernaðinum gegn þjóðinni.
Björn Valur vitnar í atburð sem áti að hafa gerst sumarið 2008. Þá átti ríkisstjórn Geirs H. Haarde að hafa sagt að ríkið ábyrgðist greiðslur innistæðutryggingasjóða, eftir að Breska fjármálaeftirlitið hótaði að loka bönkunum.
Ekki veit ég sannleikann í þessu máli, en að bera þetta þvaður fyrir þjóðina, er með ólíkindum. Menn ættu að vita hvað þarf til þess að veita ríkisábyrgð, eftir alla umræðuna síðustu daga. Það þarf meira til en loforð ráðamanna.
Hægt er að lesa frétt á mbl.is, sem fjallar um orð Alans Lipietz, en hann var einn þeirra sem samdi lögin um innistæðutryggingar ESB.
Sjálfur höfundur laganna segir, að við eigum ekki að borga, heldur sé það hlutverk gistiríkjanna, í þessu tilfelli Breta og hollendinga.
En Steingrímur hlustar ekki á höfund laganna, ennþá segir hann að við eigum að borga.
Ef einhver vill þennan mann áfram við stjórnvölinn, þá fullyrði ég að sá einstaklingur er gjörsneyddur öllu viti, einhvers staðar fyrir neðan fávitastigið.
Lipietz: Veikur málstaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líklega lítur þetta betur út á morgun eftir Silfur Egils. 80% á þó að segja Steina og Jóku, það sem segja þarf.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 03:07
Verði þeim allavega að góðu ef þeau ætla að segja þjoðinni að hún sé samsafn fífla.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 03:09
Sæll og blessaður
Sjáðu þessa færslu: http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/entry/1004165/#comments
Þessi yfirlýsing var í okt. nóv? 2008 og þá var Steingrímur í stjórnarandstöðu.
Hann er algjörlega búinn að snúa við blaðinu.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.1.2010 kl. 20:50
Takk kærlega fyrir innlitið og góðar athugasemdir.
Jón Ríkharðsson, 11.1.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.