ESB þvarg.

Þessi pistill er smá innlegg í ESB þvargið sem hefur tröllriðið bloggheimum um þessar mundir. Af einhverjum ástæðum hefur myndast hópur fólks sem trúir því statt og stöðugt að við þurfum nauðsynlega að ganga í þetta blessaða bandalag Evrópuþjóða.

Ég hefði haldið að flestum þeim, sem komnir eru af barnsaldri ætti að vera sú staðreynd ljós, að við búum í ófullkomnum heimi og öllum stjórnarháttum fylgja bæði kostir og gallar. En ESB sinnarnir virðast trúa því statt og stöðugt að Evrópusambandið hafi fundið upp hina fullkomnu stjórnskipun.

Þótt ég sé eindreginn andstæðingur aðildar að sambandinu, þá er ég ekki andstæðingur sambandsins. Evrópusambandslöndin hafa vissulega einhverja góða kosti, en það hefur Ísland líka, bæði kosti og galla. Svo er að vega og meta hvað hentar best hverju sinni.

Okkar litla ríki hefur þann kost, að oftast nær eru valdhafarnir meðvitaðir um hagsmuni landsins, þótt nú um stundir sé við völd stjórn sem ekki býr yfir þeim eiginleika. Það þýðir að líklegra er að okkur sé betur borgið sem sjálfstætt ríki. Evrópusambandið hugsar fyrst og fremst um heildarhagsmuni, en við erum ósköp lítill hluti heildarinnrar.

Með því að gangast undir skuldbindingar ESB, þá höfum við glatað möguleikum á að gæta okkar hagsmuna sem best. Skal hér á eftir leitast við að nefna dæmi;

1). Við íslendingar þolum afskaplega illa atvinnuleysi. Mörg ríki ESB hafa lært að lifa með atvinnuleysi og virðist farnast það betur en okkur. Atvinnuleysi er jafnvel notað sem hagstjórnartæki. Sjálfsmynd þjóðarinnar versnar með auknu atvinnuleysi, enda er það okkar sjónarmið, að gott sé að hafa vinnu og sjá fyrir sér sjálfur.

2). ESB er á móti hvalveiðum, en okkur er nauðsynlegt að veiða hvali eins og önnur dýr sem í hafinu búa.

3). Yfirráð yfir auðlyndum. ESB sinnar segja sambandið ekki ásælast auðlyndir okkar og kann það vel að vera rétt. En ef sú staða kemur upp að ESB telur það nauðsynlegt fyrir hagsmuni heildarinnar að eignast hlutdeild í þeim, hvað þá? Sagan hefur sýnt að lögum er breytt ef ríkir hagsmunir krefjast þess.

Þetta er ekki hræðsluáróður, heldur ákveðið raunsæi. Hvorki ég né aðrir vitum hvað framtíðin ber í skauti sér, en best er að sýna fyrirhyggju í öllum málum.

Við höfum sýnt það bæði og sannað að það sé hægt að reka fullvalda fámennt ríki norður á hjara veraldar. Meira að segja með prýðis velferðarkerfi og heilbrigðisþjónustu. Einnig höfum við verið í þróun og það er gott. Erfiðleikar og mistök eru okkar bestu kennarar. Ef tekið er rétt á málum og lært af mistökum, þá stöndum við sterkari en áður.

Lögfræðingur á sjötugsaldri sem er góður vinur minn tjáði mér að eitt það erfiðasta sem hann lenti í væru nýútskrifaðir lögfræðingar. Þeir væru með bókstafinn á hreinu en skildu ekki lögfræði. Sama finnst mér um marga ESB sinna. Þeir geta endursagt lög ESB með ágætri nákvæmni, sem og ýmislegt um sambandið, en ekki hugsað dæmið lengra. Sumir hafa sagt að það sé auðvelt að segja sig úr sambandinu og bent á Grænland sem dæmi. Grænland er ekki fullvalda ríki, þannig að mér vitanlega hefur ekki verið bent á neitt fullvalda ríki sem sagt hefur sig úr ESB.

Gott og vel, segjum sem svo að við myndum ganga inn og vilja út aftur. Er þá vitað hvort sú aðgerð myndi skaða okkar hagsmuni varðandi viðskipti við hin aðildarlöndin? 

ESB sinnarnir hafa blásið á þær fullyrðingar, að ESB aðild og evra hefði valdið okkur meira atvinnuleysi.

Útflutningur á fiski er drjúgur til aðildarlanda sambandsins. Þar hefur ekki verið mikil verðhækkun, frekar lækkun ef eitthvað er.

Ef við hefðum verið með evru og fengið greitt í evrum, þá hefðum við fengið minna greitt fyrir fiskinn, það segir sig sjálft. Hugsanlega hefði fiskverkafólki og sjómönnum verið sagt upp að einhverju leiti. Einnig hefðu útgerðir haft minna fé milli handa til að þiggja ýmsa þjónustu, það hefði þýtt fækkun starfa.

Ekki ætla ég að halda því fram að ómögulegt sé að lifa innan ESB, en ég hef ekki séð neitt sem segir að við getum ekki lifað án þess.

Og við þargglaða bloggara vil ég segja að, ég hef engan áhuga á að rölta um á sauðskinnskóm verslandi nauðsynjar í Kaupfélaginu búandi við hin ýmsu höft. Samt veit ég að mörgum leið ágætlega á þeim tíma sem þetta tíðkaðist.

Sumt í ESB finnst mér minna á gamla tímann á Íslandi. Við bönnuðum bjór og leyfðum sterk vín, þeir banna fínkorna nef tópak og sænskt munntóbak en leyfa sígarettur og vindla. Svo er það með höftin. Þeir hjá sambandinu vilja gjarna hafa hönd í bagga varðandi viðskiptasamninga við aðrar þjóðir, þannig að við gætum ekki gert það á eigin forsemdum.

Man einhver eftir því þegar ríkið veitti innflutnings og útflutningsleyfi á sínum forsemdum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér. ESB hefur það á samviskunni að hindra hagvöxt í Afríku með því að reisa tollamúra gegn Afríku.  Við munum ekki getað byggt upp viðskipti við Afríku og Kína vegna tollamúra ESB. Það er svo mörg tækifæri í endurreisn þjóðarinna ef við höldum okkur utan ESB, og förum að verja tíma okkar kfröftum og fjármunum í endurreisn í stað niðurbrots.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.7.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Guðrún mín, ég er sammmála hverju einasta orði sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 19:52

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Haldiði bara áfram að þvarga saman heillirnar!

Gísli Ingvarsson, 26.7.2010 kl. 21:16

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Góður pistill Jón.Ég tek undir ath.Guðrúnar að það sé mörg tækifæri um endurreisn þjóðarinnar.En við verðum að halda í mjólkurkýrnar fyrir okkur(auðlindirnar).Þannig getum við lifað af,og endurvakið ímynd þjóðarinnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.7.2010 kl. 22:22

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk fyrir innlitið Ingvi minn, ég er einnig innilega sammála þér, við eigum að stjórna okkar málum sjálf og það á líka við um auðlyndir okkar.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 22:26

6 identicon

Heill og sæl Jón; æfinlega - sem og þið önnur, hér á síðu hans !

Evrópusambndið; er ein versta skrifræðis ófreskja, í seinni tíma sögu - og það væri til marks, um hámark íslenzkrar forheimskunar, að álpast þar inn, ykkur; að segja.

Þetta rusl samfélag; er ein öflugasta hjálpar hella Bandarísku heimsvaldasinnanna, og á stóran heiður, að aðild í umfjöllun þeirra Wíki leka manna, sem nú er í umræðunni, varðandi stríðsglæpina, austur í Baktríu (Afghanistan), svo aðeins fátt, sé talið, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi   

 

Óskar Helgi Helgason 26.7.2010 kl. 23:44

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óskar minn Helgi, ég er þér innilega sammála. Mér hættir stundum til að vera óþarflega kurteis þegar ég skrifa pistlana mína, en ég get tekið undir hvern staf sem þú skrifar.

Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 23:46

8 Smámynd: Elle_

Jón, varstu nokkuð að skrifa??  Nú hef ég lesturinn á 7 pistlum sem þú hefur skrifað á innan við 2 dögum og þar sem ég les ekki voða hratt verð ég búin fyrir 1. sept.  Og hvað með alla pistla allra hinna???

Elle_, 28.7.2010 kl. 18:07

9 Smámynd: Elle_

Já, vissulega verður lögum breytt ef ríkir hagsmunir krefjast þess.  Og kannski bara ef þeir vilja.  Og ef vð viljum ganga úr bandalaginu þarf samþykki allra hinna ríkjanna.  Hverjar eru nú líkurnar á að okkur verði sleppt?? 

Elle_, 28.7.2010 kl. 18:31

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér innlitið Elle, já ég er svona skorpumaður. Stundum er ég blóðlatur við að skrifa. Svo kemst ég í stuð og þá er eins og ég geti ekki hætt.

Líkurnar á að komast út úr sambandinu eru litlar. Enda skil ég ekki hvers vegna fólk vill þarna inn. Mér sýnist allt vera í klessu í fjármálum heimsins og ekki síst innan ESB.

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband