Sungið fyrir bloggheima!!

Forsaga málsins er sú að ég ákvað að heimsækja bróður minn í dag, en þar sem ég er mikið úti á sjó þá hef ég frekar lítinn tíma til að hitta ættingja mína.

Við bræðurnir erum ekki sammála í pólitík, þannig að við ræðum þá um allt annað. Drengurinn hefur alltaf verið áhugasamur um allt sem snýr að tækni og hefur komið sér upp ágætis hljóðveri heima hjá sér. Hann man vel eftir því að í æsku hafði ég gaman af að raula og það hefur fylgt mér alla tíð.

Fyrsta skiptið sem ég söng varð ljósmóðirin sem tók á móti mér dauðskelkuð, hún tjáði móður minni það, að önnur eins hljóð hafi hún aldrei heyrt í ungabarni. En á þeim tíma hafði ég ekkert verið búinn að læra að tempra röddina, enda nýskriðin í þennan heim. Eflaust hefur söngurinn verið óbeislaður og ég í talsverðu uppnámi, nýkominn úr þeirri hlýju og öryggi sem ég hafði notið í líkama móður minnar, ég var ekki viss hvernig ég ætti að taka þessum nýju vistaskiptum, þannig að ég var að reyna að róa mig með því að syngja.

Síðan hef ég alltaf haft gaman af að raula og aðeins lært að tempra röddina frá því að ég leit þessa veröld fyrst augum.

En við bræður ákváðum að ég skyldi syngja aðeins, við fundum eitthvað karaókí dæmi á you to be. Ég valdi Green green grass of home því mér hefur fundist ágætt að raula það annað slagið. Við ákváðum að hafa þetta eitt "take up" eins og sumir gömlu músíksnillingarnir gerðu, en eftir á að hyggja hefðum við tekið aðeins oftar upp. En þetta var sem sagt fyrsta tilraun ,ekki fullkomin en sleppur fyrir horn.

Það er búið að þvarga svo mikið í bloggheimum upp á síðkastið, þannig að í stað þess að lesa pólitískan pistil eftir mig ætla ég að syngja fyrir ykkur. Smellið á spilarann og njótið vel, en munið að ég er sjómaður en ekki atvinnu söngvari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

þetta var vel til fundið og gott að hlusta fyrir svefninn. takk fyrir þetta og góða helgi.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 29.7.2010 kl. 23:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Flottur   Jón   (ekki lakari en Tom Jhones)

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur kærlega fyrir hólið. Það er ekki ónýtt að fá hrós frá tvem glæsilegum konum.

Jón Ríkharðsson, 30.7.2010 kl. 00:08

4 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Þetta er bara snilld!

Þorsteinn Þormóðsson, 30.7.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá, þú syngur alveg eins og Elvis. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.7.2010 kl. 02:42

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á ég að trúa því, að þetta sért þú sjálfur, en ekki einhver Claude Putman – eða Elvis?! Ef þetta ert þú, nafni, ættirðu að láta fleiri njóta þess. – Virkilega fallegt, og var ég þó að hlusta á fallega músík af allt öðru tagi, renaissance.

Jón Valur Jensson, 30.7.2010 kl. 03:57

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þorsteinn, Jóna Kolbrún og Jón Valur.

Ég þakka ykkur kærlega fyrir hólið, mér þykir virkilega vænt um það.

Gaman finnst mér alltaf að vera líkt við Presley, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það er gert. Af einhverjum ástæðum hljómar okkar raddir á svipaðan hátt. Elvis hefur ávallt verið í uppáhaldi hjá mér, hann var afburðar listamaður. Sumir hafa sagt að ég sé að stæla hann, en það er ekki rétt.

Það er fátt hallærislegra heldur en að heyra menn stæla Presley, ég syng bara svona.

En þegar dóttir mín var lítil, tveggja eða þriggja ára, þá heyrði hún Elvis syngja í útvarpinu. Hún kallaði á mig; "pabbi hlustaðu, maðurinn í útvarpinu syngur alveg eins og þú!!"

Jón Ríkharðsson, 30.7.2010 kl. 11:20

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þorsteinn Þormóðsson, ert þú ekki Steini Þormóðs frá Sigló? Ef svo er, þá bið ég þig fyrir kveðju til þinnar fjölskyldu og gaman að hita þig hér í netheimum.

Jón Ríkharðsson, 30.7.2010 kl. 11:25

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Flott sungið hjá þér :) hvernig ferðu að því að græja svona upptöku?

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2010 kl. 20:42

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér kærlega fyrir hólið Guðrún, mér þykir mjög vænt um öll þau jákvæðu viðbrögð sem ég hef fengið. Þau snerta mig verulega djúpt.

Ég veit ekki hverju ég get svarað Guðrún mín, ég gerði ekkert annað en að syngja. Bróðir minn ásamt vini sínum, sem nú er orðinn góðvinur minn eftir alla aðstoðina, gerðu allt annað fyrir mig. Það var fundinn karaókí undirleikur á you to be, svo var hann fluttur yfir í upptökugræjurnar með einhverjum svaka æfingum sem ég botna ekkert í, nú svo söng ég bara í míkrófón.

Ég kann að gera að fiski og bæta troll, einhverntíma lærði ég trésmíði og þar með er eiginlega mín verkþekking upptalinn.

Jón Ríkharðsson, 1.8.2010 kl. 00:37

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Góður, kanski getur þú tekið við af Ragga B.

ef þú gæfir þessum  hæfileika tækifæri.

Aðalsteinn Agnarsson, 1.8.2010 kl. 11:56

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þú kannt það sem máli skiptir, gangi þér vel ;)

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.8.2010 kl. 12:26

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur báðum fyrir, Aðalsteinn, ég er ekki viss um að ég verði eins hress og Ragnar þegar ég kemst á hans aldur. En hann er góður söngvari og skemmtilegur maður.

Jón Ríkharðsson, 1.8.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband