Meira ESB þvarg.

 Þegar maður er í þvargstuði, þá liggur beinast við að þvarga um ESB, það er ósköp vinsælt um þessar mundir.

Ýmislegt bendir til þess að sambandsaðild hafi í för með sér nokkurs konar viðskiptahöft. Ef við höfum áhuga á viðskiptum við þjóðir utan sambandsins, þá gerum við samninga á okkar forsemdum. En ef við erum aðilar að því, þá erum við háð þeirra samþykki og samningar verða gerðir á þeirra forsemdum.

Sumum kann að þykja það smámunasemi eða sérviska að þykja betra að þjóð geti gert samninga á sínum forsemdum og með sína hagsmuni í huga, en það er engu að síður mín skoðun.

Það er annars merkilegt hvað aðildarsinnar hér á landi eru duglegir við að dásama sambandið. Einn úr þeirra hópi var m.a. að rökræða við mann á you to be vefnum. Útlendingurinn var íbúi í ESB ríki og honum fannst það nú ekki hafa gert þjóð sinni mikið gagn. Aðildarsinninn íslenski var á fullu við að sannfæra útlendinginn um ágæti ESB, en tókst samt ekki að sannfæra manninn.

Fyrir rúmlega einu og hálfu ári fórum sigldum til Bremerhaven með fisk. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari, þá spurði ég þá þýsku um þeirra álit á þessu ágæta sambandi. Enginn var neitt tiltakanlega hrifinn af því, þeim fannst hafa gengið margfalt betur að vinna fyrir fjölskyldu fyrir daga evrunnar. Þeir vildu meina að ESB væri ekki hagstætt fyrir hinn almenna launamann og komu með hið alþjóðlega sjónarmið alþýðumanna varðandi spillingu stjórnvalda. Þeir töldu ESB ekki ósnortið af henni.

Fulltrúar íslenskra bænda ræddu við kollega sína í Finnlandi. Þeir könnuðust ekki við að ESB hafi komið með góðar lausnir fyrir sinn landbúnað, jafnvel þótt íslenskir aðildarsinnar hafi haldið öðru fram. Kannski þekkja hinir íslensku ESB aðildarsinnar finnskan landbúnað betur en bændur þar í landi? 

Svo virðist ekki vera mikil ánægja í Bretlandi, en margir þar vilja segja sig úr sambandinu. Hvers vegna skyldi það vera? Eflaust hafa þeir ekki kynnt sér kosti sambandsins eins vel og aðdáendaklúbburinn íslenski.

Ég þyki fremur einfaldur og trúgjarn maður, en mér finnst hálf undarlegt að ESB skuli leggja svona mikið á sig við að kynna íslendingum kosti sína. Fjölmiðlamenn hliðhollir sambandinu fengu boðsferð út til að skoða hvað ESB hefði upp á að bjóða, sjálfur stækkunarstjórinn vill koma hingað til að sannfæra lýðinn. Til hvers? Hvað getur sambandið grætt á aðild okkar?

Það skyldu þó ekki vera auðlindirnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Ég get ekki varist því að vitna í Daníelsbók þegar við erum að fygljast með umræðunni um ESB.Í 2. kafla Daníelsbókar er fjallað um draum sem Daníel ræður fyrir Nebúkadnesar konung og fjallar um mörg ríki. tilvitnun hér úr þessum kafla:  42Tærnar á fótunum voru að hluta úr járni og að hluta úr leir og eftir því verður það ríki öflugt að nokkru en máttlítið að nokkru. 43Þú sást að járni var blandað í leirinn. Það merkir að giftingar leiða til samrunans en ekki til samlögunar fremur en að járn og leir blandist saman.
44Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu. 45Það er steinninn sem þú sást losna úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi nærri, og mölvaði jafnt járn sem eir, leir, silfur og gull. Mikill er sá Guð sem nú hefur birt konungi það sem í vændum er. Draumurinn er sannur og ráðning hans ótvíræð.“

Já það er vert að huga að því sem sagt er í þessari merku spádómsbók því hún lýsir vel  sögu ýmissa heimsvelda. En líka merkilegt að vita að Gyðingar vilja alls ekki að fólk almennt þekki þennan spádóm, hversvegna? jæja eitthvað til að hugsa um gott fólk. kær kveðja.


.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 5.8.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér innlitið Þórdís, hin helga bók hefur svör við öllu, svo mikið er víst.

Jón Ríkharðsson, 5.8.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband