Fimmtudagur, 5. ágúst 2010
Engin lög segja að við eigum að borga Icesave.
Það hefur komið frm hjá fróðum lögspekingum að lög skylda okkur ekki til að borga Icesave skuld Landsbankamanna. Forsætisráðherra gat þess einnig í tölvupósti sem hún sendi Gordon Brown, meðan hann réði ríkjum í Bretaveldi.
Hún sagði reyndar að íslendingar ætluðu að greiða Bretum og hollendingum þeirra kröfur, jafnvel þótt okkur bæri ekki skylda til þess samkvæmt laganna hljóðan. Svo koma þessi skrítnu og illskiljanlegu sjónarmið. Vegna þess að neyðarlögin voru sett á, þá ber okkur að borga, einnig hefur verið sagt að samkvæmt áliti ESA hafi ekki verið rétt staðið að stofnun innistæðutrygginga.
Ef fyrrgreindar forsemdur væru réttar, þá værum við skuldbundin samkvæmt lögum, miðað við minn örskilning á lögfræði. Þá væri það væntanlega þannig, að lög segðu til um, að ríki sem setti neyðarlög eins og gert var hér á landi þyrfti að borga. Það hefur reyndar komið fram, að ef álit ESA væri rétt, sem margir fróðir menn hafa efasemdir um, þá þyrftum við hugsanlega að greiða einhverjar bætur, en ekki hefur verið sagt að við eigum að borga skuldina alla. Ekkert hefur komið fram sem staðfestir með óyggjandi hætti að okkur beri að borga, meðan svo er, þá er hyggilegt að ara sér hægt og bíða.
Margir sem þjást af kvíða vegna málsins hafa bent á að allt fari fjandans til ef við ekki borgum. Ég á það til að kvíða hinum ólíklegustu hlutum, þannig að þessir einstaklingar virka mjög róandi á mig. Meðan þeir halda sínum sjónarmiðum á lofti, þá veit ég að við þurfum engu að kvíða. Í áranna rás hafa komið efasemdir og hinn afar hvimleiði kvíði hefur náð heljartökum á viðkvæmum sálum. Þegar álverið var gert í Straumsvik þá óttuðust menn að útlendingar tækju allt yfir og skildu okkur eftir í sárum, þegar ráðhúsið var byggt átti allt fuglalíf að hverfa osfrv.
Eitt það nýjasta í þessum leiðinda kvíðamálum eru skilaboð ríkisstjórnarinnar til alþýðunar síðustu áramót, meðan þau voru andvaka af kvíða, nagandi neglur í gríð og erg, meðan forseti vor hugsaði stíft, hvort hann ætti að skrifa undir eður ei. Forsetinn skrifaði ekki undir og þau fóru á límingunum, allt átti að fara niður á við á örskömmum tíma. Nú nokkrum ánuðum seinna hefur kvíði þeirra að einhverju leiti minnkað, því nú finnst þeim allt hafa farið upp á við og stundum, í einskæru bjartsýniskasti gefa þau í skyn að nú fari þetta allt að vera búið.
Þau hafa náð svo góðum tökum á öllu, jafnvel þótt ekki hafi verið samið um Icesave. Einhverjar vonir virðist stækkunarstjóri sambandsins hafa um að honum gangi betur að tjónka við þjóðina. Þetta er glöggur maður og hann sér að ríkisstjórninni gengur ekkert í sinni viðleitni að gæta hagsmuna ESB. Ef íslendingar standa saman, þá þurfum við engu að kvíða. En ef sundurlyndisfjandinn gengur laus, þá verður þyngra verk að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Við skulum muna orð sjálfstæðishetju vorrar og nafna míns Sigurðssonar; "sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér".
Athugasemdir
Afsakið innsláttarvillurnar, var að flýta mér því ég hef fremur knappann tíma.
Jón Ríkharðsson, 5.8.2010 kl. 23:21
Heyr, heyr ég er sammála þér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2010 kl. 01:23
Þakka þér innlitið Jóna, við erum samherjar í baráttunni og stöndum saman gegn Icesave þvælunni.
Jón Ríkharðsson, 6.8.2010 kl. 16:09
Jón.Að fara sér hægt og bíða.Réttlætið mun sigra.
Ingvi Rúnar Einarsson, 6.8.2010 kl. 19:30
Sammála þér Ingvi eins og oftast. Hinn frægi togaraskipstjóri Guðmundur Markússon sagði oft;"nú skulum við stoppa og lóða".
Það er hyggilegt að stoppa og lóða, en ríkisstjórnin siglir áfram út í óvissuna án þess að vita hvar hún er stödd.
Hún stoppar nefnilega aldrei til að lóða.
Jón Ríkharðsson, 6.8.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.